Viltu læra gera pasta?

Michele Mancini og Einsi Kaldi ætla bjóða uppá mikla skemmtun fyrir konur fimmtudaginn 14. mars. Um er að ræða pastanámskeið og það sem í boðið verður er sýni kennsla í því hvernig á að útbúa Gnocchi, ravioli, tagliatelle o.fl. hefðbundna pastarétti. Síðan er aldrei að vita nema þeir félagar taki eina eða tvær ítalskar aríur? […]

Karlaklúbbur og Jóga á Hraunbúðum

Það er virkilega öflugt starf unnið á Hraunbúðum og unnið er hörðum höndum að því að hafa starfsemina fjölbreytta og skemmtilega fyrir heimilismenn. Um miðjan febrúar var formlega stofnaður Karlaklúbburinn Eyjan á Hraunbúðum og ekki nóg með það heldur var vígð smíðastofa í leiðinni. „Við ætlum að grípa áhugann sem er núna á því að […]

Nýtt lag frá Foreign Monkeys komið á netið

Foreign Monkeys hefja kynningarvinnu við væntanlega plötu með hvelli. Lagið Won’t Confess er komið í útvarpsspilun og á Spotify ásamt því að drengirnir hafa sent frá sér myndband við lagið sem má finna á facebook og youtube síðum sveitarinnar. Lagið er sjálfstætt framhald lagsins Million sem er að finna á fyrstu plötu sveitarinnar π(Pi) en […]

Útgáfutónleikar Merkúr

Margt var um manninn þegar þungarokkshljómsveitin Merkúr hélt sína fyrstu útgáfutónleika á föstudagskvöldið á Háaloftinu. Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson, Trausti Mar Sigurðsson, Mikael Magnússon og Birgir Þór Bjarnason. Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu gáfu þeir út sínu fyrstu plötu “Apocalypse rising” sem hefur fengið mjög góða dóma og […]

Ég vissi að mig langaði að kenna, því ég elska að kenna

Jórunn Einarsdóttir kennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum er nú búsett ásamt fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn. Upphaflega flutti hún til að fara í mastersnám sem hún gerði og eftir útskriftina fór boltinn að rúlla hjá henni og núna í febrúar leit fyrirtækið Katla dagsins ljós. Aðal markmiðið með fyrirtækinu Kötlu er að  bjóða upp á […]

Síðasti séns til að kíkja í Sæheima

Á morgun, laugardag verða Sæheimar opnir kl. 13-16 eins og aðra laugardaga yfir vetrartímann. Verður þetta í síðasta sinn sem safnið verður opið, því að í næstu viku hefst undirbúningur fyrir opnun á nýjum stað. Sealife Trust mun síðar í mánuðinum opna sýningu og gestastofu að Ægisgötu 2 og verður það auglýst síðar. (meira…)

Frikki og Flóni mæta í Herjólfsdal

Þjóðhátíð í Eyjum hefst föstudaginn 2. ágúst og nú er búið að tilkynna vinsælasta rappara landsins – Flóna – sem er að koma fram á stóra sviðinu í fyrsta skipti og stórsöngvarann vinsæla Friðrik Dór sem þekkir vel til Þjóðhátíðar, fastagestur í Herjólfsdal sem nær ótrúlegri stemningu í brekkunni. Búið var að staðfesta GDRN, Herra Hnetusmjör, […]

Útgáfutónleikar í kvöld

Þungarokkshljómsveitin Merkúr heldur sína fyrstu útgáfutónleika í kvöld kl. 22:00 á Háaloftinu. Húsið opnar kl 21. Allir velkomnir og frítt inn. Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson (söngur og sólógítar), Trausti Mar Sigurðsson (gítar og bakrödd), Mikael Magnússon (trommur) og Birgir Þór Bjarnason (Bassi). Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu […]

Hallgrímur Steinsson skákmeistari Vestmannaeyja 2019

Skákþingi Vestmannaeyja 2019 sem hófst 24.  janúar sl.  lauk í gærkvöldi . Keppendur voru átta. Skákmeistari Vestmannaeyja 2019 varð Hallgrímur Steinsson framkvæmdastjóri Löngu  með 5 1/2 vinning, í 2.-3. sæti urði Sigurjón Þorkelsson og Arnar Sigurmundsson með 5 vinninga og í 4.-5 sæti Einar B. Guðlaugsson og Stefán Gíslason með 4 1/2 vinning. Taflfélagið tekur þátt í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.