Silja Elsabet er sigurvegari í keppninni ungir einleikarar

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Vestmanneyingurinn Silja Elsabet Brynjarsdóttir tók þátt og var ein af sigurvegurunum. Sinfóníuhljómsveitin og Listaháskóli Íslands […]
Innilegir tónleikar í skemmtilegum sal

Alþýðuhúsið hefur gengið í gegnum miklar endurbætur að undanförnu með nýjum eigendum. En það er athafnamaðurinn Páll Eyjólfsson ásamt fleirum sem keyptu húsið. Þar hefur hann opnað vinalegan stað þar sem ætlunin er að bjóða upp á reglulega tónleika. Frá því að húsið opnaði nú í byrjun október hafa verið haldnir þar þrennir tónleikar. Nú […]
CCR bandið á Háaloftinu í kvöld

CCR bandið leikur tónlist Creedence Clearwater Revival á tónleikum á Háaloftinu í kvöld. Strákarnir í CCR Bandinu hafa það að aðalsmerki að heiðra hina mögnuðu sveit Creedence Clearwater Revival. Á efnisskránni eru allra strærstu lög þeirra John Fogerty og félaga, lög eins og Have you ever seen the rain, Bad moon rising, Fortunate son, Proud […]
Uppskeruhátíð Pysjueftirlitsins

Líkt og fyrri ár verður Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins haldin fyrstu helgina í nóvember, á Safnahelgi. Í ár voru teknar yfir 7500 ljósmyndir enda hefur fjöldi pysja í eftirlitinu aldrei verið meiri og settum við nokkur heimsmet í ár! Sýningin opnar föstudaginn 2. nóvember klukkan 15 og verður opin alla helgina, opnunartími er sem hér segir; Föstudagur […]
Alveg sér á báti að reka hótel í Vestmannaeyjum

„Lítil og hógvær maður úr Keflavík,“ voru orðin sem Bjarni Geir Bjarnason notaði þegar hann var beðinn um að lýsa sjálfum sér. Bjarni Geir keypti Hótel Eyjar fyrir tveimur árum síðan og þegar hann keypti hótelið datt honum ekki til hugar að samgöngurnar yrðu svona stórt vandamál eða að Airbnb yrði hans stærsti samkeppnisaðili. Hann hefur stórar hugmyndir fyrir flugvöllinn hérna og […]
,,Þú átt eftir að stinga í samband”

Leikfélag Vestmannaeyja sýnir Glanni glæpur í Latabæ Höfundar: Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson Það er ótrúlegt til þess að hugsa að liðin séu heil tuttugu og þrjú ár síðan sagan af Latabæ kom fyrst út. Sagan, sem skrifuð var af Magnúsi Scheving, átti að höfða til barna og hvetja þau bæði […]
Kötlugos fyrr og nú

Í dag, sunnudag verður boðið upp á áhugaverða dagskrá í Einarsstofu í Safnahúsinu. Þar munu Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingar ræða um afleiðingar Kötlugossins 1918 fyrir Vestmannaeyjar sem og hvers við megum vænta er Katla vaknar af sínum Þyrnirósarsvefni. Þá mun lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, fjallar um viðbragð almannavarna við eldgosi í Kötlu. Á sama tíma munum […]
Vinnslustöðin býður á ball í kvöld

Vinnslustöð Vestmannaeyja heldur árshátíð fyrir starfsfólk sitt í Höllinni í kvöld, laugardaginn 20. október. Þegar veisluhöldunum er lokið er almenningi boðið að slást í hópinn á heljarinnar dansleik. Það eru þrír af flottustu söngvurum landsins, þau Jóhanna Guðrún, Friðrik Ómar og Jogvan sem fara fyrir frábærri hljómsveit á dansleiknum. Húsið opnar kl. 00.30, frítt inn […]
Samferða á Háaloftinu á föstudaginn

Á föstudaginn kemur þann 19. október kl. 20. 00 fara fram á Háaloftinu góðgerðartónleikarnir Samferða. Fram koma Karlakór Vestmannaeyja, Júníus Meyvant, Una og Sara, Sæþór Vídó og ný vestmannaeysk hljómsveit Merkúr stígur sín fyrstu skref. Kynnir kvöldsins er leikarinn og grínistinn Tryggvi Rafnsson. Tónleikarnir eru hluti af röð tónleika víðsvegar um landið. Allir sem fram […]
Ótrúlegar kúnstir með ping pong bolta

Eyjapeyjarnir Rúnar Gauti og Kristófer Tjörvi gerðu ótrúlegt flott myndband með allskonar kúnstum með ping pong bolta. Þeir félagar hafa sennilega lagt hellings vinnu og æfingar fyrir myndbandið og leynir gleðin sér ekki hjá þeim þegar hlutirnir ganga upp. (meira…)