Frábærir tónleikar hjá Lúðrasveit Vestmannaeyja síðasta laugardag

Á laugardaginn var, hélt Lúðrasveit Vestmannaeyja sína árlegu hausttónleika í Hvítasunnuhöllinni við Vestmannabraut. Um var að ræða svokallaðir Styrktarfélagatónleikar, en Lúðrasveitin á sér sveit öflugra bakhjarla sem greiða árlega hóflega upphæð, sem nú er 3 þúsund krónur, til styrktar starfinu. Tónleikarnir voru að vanda vel sóttir og bráðskemmtilegir enda sveitin stór góð undir dyggri stjórn […]

Íslandsmót skákfélaga fór fram um helgina

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Grafarvogi um síðustu helgi.  Teflt var í fjórum deildum og tóku 46 sveitir þátt. Keppendnirur sem tóku þátt voru um 400 talsins allstaðar af landinu og einnig nokkrir erlendir skákmenn. Taflfélag Vm. var með tvær sex manna sveitir, aðra í 3ju deild og hina í 4. […]

Jói Myndó með sína fyrstu ljósmyndasýningu

Í gær opnaði Jóhannes Helgi Jensson eða Jói Myndó sína fyrstu ljósmyndasýningu í Einarsstofu í Safnahúsinu. Það voru á annað hundrað manns sem komu í gær á opnunina en sýningin verður opin næstu þrjár vikurnar. (meira…)

Vel heppnað dömukvöld hjá Dízó

Árlega dömukvöld Dízo var haldið í gærkvöldi. Hárgreiðslumaðurinn Baldur Rafn var á svæðinu og kenndi á nýjustu tækin fyrir hárið. Stelpurnar á Dízó voru með afslætti, happadrætti og léttar veitingar. Björg Hjaltested opnaði á dögunum nýja vefverslun með hinum ýmsu vörum fyrir húðina og heimilið. Hún kynnti vörurnar sínar í gærkvöldi og bauð uppá afslætti. […]

Nýtt lag og nýr samningur

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant frá Vestmannaeyjum tilkynnti fyrr á þessu ári um útgáfu nýjustu plötu sinnar, „Across the Borders“ sem átti að koma út í dag, þann 9. Nóvember. Síðan þá hefur ýmislegt gerst og Júníus Meyvant hefur gert útgáfusamning við Bandaríska útgáfufyrirtækið Glassnote Records um útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og öðrum markaðssvæðum sem útgáfan leggur […]

Hið árlega Konukvöld Blómavals

Hið árlega Konukvöld Blómavals í Vestmannaeyjum fór fram í gærkvöldi. Mikið var um að vera og margar konur sem litu við. Arndís María Kjartansdóttir var kynnir kvöldsins. Það voru glæsilegar konur og krakkar sem sýndu falleg föt frá Sölku og Skvísubúðinni. Hárhúsið var með kynningu á sínum vörum og Petmark með kynningu á gæludýravörum. Ýmis tilboð voru […]

Eyverjar færðu Ægi ágóða uppistands

Í gær mættu Eyverjar færandi hendi á boccia æfingu hjá Íþróttafélaginu Ægi. Þar afhenti Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, formaður Eyverja, 150.000 kr. sem var ágóðinn af góðgerðaruppistandi sem Eyverjar héldu á Háaloftinu um síðustu helgi. Það var Anton Sigurðsson félagsmaður í Ægi sem tók við styrknum. (meira…)

Bókasafnið og ÍBV hljóta styrk frá Krónunni

Í ágústbyrjun auglýsti Krónan eftir samfélagsverkefnum frá Vestmannaeyjum til að styrkja. En einu sinni á á ári styrkir Krónan verkefni sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins í nærsamfélögum Krónunnar. Nú hefur verið valið úr innsendum umsóknum og tilkynnt hverjir hljóta styrk. Að þessu sinni koma tveir styrkir […]

Lúðrasveitin með tónleika á laugardaginn

Árlegir hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja verða haldnir í Hvítasunnuhöllinn Vestmannabraut laugardaginn 10.nóvember kl.16:00. Tónleikarnir eru svokallaðir Styrktarfélagatónleikar, en Lúðrasveitin á sér sveit öflugra bakhjarla sem greiða árlega hóflega upphæð, sem nú er 3 þúsund krónur, til styrktar starfinu. Við höldum þessa tónleika árlega og bjóðum styrktarfélögum okkar ásamt mökum. Aðrir gestir eru velkomnir og greiða þá […]

Vel mætt í Sagnheima í gær

Lokahnykkurinn á Safnahelginni fór fram í Sagnheimum í gær, sunnudag. Þar kynnti Halldór Svavarsson kynna nýútkomna bók sína Grænlandsför Gottu í Pálsstofu. Grænlandsför Gottu er nýútkomin bók um efni sem mörgum Vestmannaeyingum hefur verið hugleikið. Árið 1929 fór mótorbáturinn Gotta VE108 í mikla ævintýaraför til Grænlands í þeim tilgangi að fanga þar sauðnaut sem margir álitu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.