Minning: Ásbjörn Garðarsson

Tekin 6. ágúst 1982. Ásbjörn Garðarsson.

Ásbjörn Garðarsson félagi okkar og formaður Hildibranda félagsins hefur kvatt jarðvistina. Formaðurinn var sannarlega mikill grallari en ákaflega ljúfur og góður drengur. Við teljum talsverðar líkur á því að hann muni örva himnaríkið, sérstaklega ef góður aðgangur er þar að kínverjum og flugeldum. Það var sannarlega oft vígvöllur í kring um kappann, enda lengi regla […]

Minning: Stefán Runólfsson

Mikill höfðingi er fallinn í valinn! Stebba Run þekktu þúsundir sem komu á vertíðar til Eyja. Hann varð verkstjóri hjá Einari ríka 16 ára að aldri og tók þátt í byltingunni þegar frystingin ruddi sér rúms og þeirri nýsköpun sem fleytti íslenskum sjávarútvegi og framleiðni hans í fremstu röð í heiminum. Það var þess vegna […]

Andlát: Stefán Runólfsson

Stefán Runólfsson fæddist í Vestmannaeyjum 10. september 1933 og lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 27. nóvember sl.. Stefán hóf ungur að vinna við fiskvinnslu og 16 ára, hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sem aðstoðarverkstjóri og var yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu á árunum 1953–1962. Hann var framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur 1962–1963 og yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni hf. […]

Örn Óskarsson látinn

Örn Óskarsson, pípulagningameistari og fv. leikmaður ÍBV og landsliðsmaður í knattspyrnu, lést á Landspítalanum 25. nóvember síðastliðinn, 72 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Örn fæddist 18. febrúar 1953 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Óskar Ólafsson pípulagningameistari og Kristín Jónsdóttir. Var Örn næstyngstur tíu systkina. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Hulda G. […]

Jóhanns Inga minnst í Landakirkju

Eyjamaðurinn Jóhann Ingi Árnason, fjölmiðlafræðingur og framkvæmdastjóri í St. Louis í Bandaríkjunum, var minnst við hátíðlega athöfn í Landakirkju á laugardaginn. Jóhann Ingi fæddist 30. september 1969 í Eyjum og lést 27. október í St. Louis í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru Árni Óli Ólafsson, frá Suðurgarði, stýrimaður, og kona hans Hanna Birna Jóhannsdóttir. Kona Jóhanns er […]

Minning: Vigfús Jónsson

Untitled (1000 X 667 Px) (36)

Bróðir minn, Vigfús Jónsson lést á Landspítalanum 22. ágúst 2025 eftir stutta sjúkrahúslegu. Vigfús var fæddur í Vestmannaeyjum 8. júlí 1934.Hann var nýorðinn 91 árs þegar hann lést. Vigfús var sonur Guðbjargar Sigurðardóttur og Jóns Vigfússonar frá Holti. Heimili okkar bræðra var á Helgafellsbraut 17. Eftir að Vigfús eignaðist fjölskyldu bjó hann á Höfðavegi 21. […]

Minning: Inga Jóhanna Halldórsdóttir

Elsku mamma okkar. Nú er komið að ferðalaginu hjá þér og það eru þakklátir afkomendur sem kveðja þig í dag. Mikið erum við systkinin þakklát fyrir allt sem við lærðum af ykkur pabba, hjálpsemi,​ dugnað,​ heiðarleika og vinnusemi og svo mætti lengi telja.​Mamma lærði kjólasaum í Vestmannaeyjum og var sístarfandi alla daga. Átti prjónavél og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.