Fjallaferð með Halldóri B.

Höfnin HBH

Í dag býður Halldór B. Halldórsson okkur upp á skemmtilega fjallaferð um Eggjarnar. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)

Takk fyrir mig, yndislega eyja

„Því vil ég segja, takk fyrir mig. Yndislega eyja, ég kem aftur til þín.” Þessi texti er væntanlega í hugum margra sem fóru frá Eyjum eða era að fara frá Eyjum í dag. Þjóðhátíðargestir yfirgefa nú eyjuna einn af öðrum og ganga flutningar til lands vel. Halldór B. Halldórsson setti saman þetta skemmtilega myndband frá […]

Heimaey í dag

Það styttist í Þjóðhátíð og það leynir sér ekki í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem tekið er í Vestmannaeyjum í dag. Auðvitað hefur hann rúntinn í Herjólfsdal þar sem verið er að vinna að uppsetningu þjóðhátíðarmannvirkja. Síðan var stefnan tekin niður á hfn þar sem allt iðaði af lífi. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Hjólaferð með Halldóri B.

Skjask Hbh 270725

Halldór B. Halldórsson skellti sér í hjólatúr um eyjuna fögru nýverið. Auðvitað hafði hann myndavélina á sér og má sjá skemmtilegt myndband hans frá túrnum hér að neðan. (meira…)

Við syngjum saman þennan söng…

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú farinn á fullt skrið. Halldór B. Halldórsson leit við í Herjólfsdal í dag og tók þetta skemmtilega myndband upp í leiðinni. (meira…)

Flogið yfir Eyjar

Heimaey Skjask Hbh Youtube

Í dag tökum við flugið yfir Vestmannaeyjar. Sérlega fallegt að sjá eyjuna í sumarbúningi. Upptöku og myndvinnslu annaðist Halldór B. Halldórsson. (meira…)

Strengir lagðir í sjó og á landi

Framkvæmdir eru nú hafnar á lagningu tveggja rafstrengja á milli lands og Eyja. Verið er að spóla sæstrengjunum á milli skipa og þá er unnið að lagningu strengjanna á Nýja hrauni. Halldór B. Halldórsson skoðaði framkvæmdirnar og má sjá myndband hans hér að neðan. (meira…)

Fundur bæjarstjórnar í beinni

1618. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 14:00. Hér fyrir neðan útsendingargluggann má sjá dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1 202506119 – Skipulag nefnda og ráða 2 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar. 3 202505030 – Goslokahátíð 2025 Fundargerðir 4 202506008F – Umhverfis- og […]

Hraunið, höfnin og kapalskipin

Í dag sýnir Halldór B. Halldórsson okkur forvitnilegt myndband sem tekið var upp í dag. Þar kennir ýmissa grasa líkt og oft áður. Meðal annars flaug hann dróna yfir kapalskipin sem undir búa lagningu sæstrengja milli lands og Eyja. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Líf og fjör á Orkumóti

Það var líf og fjör á knattspyrnuvöllum bæjarins í dag. Orkumótið fór af stað með pompi og prakt. Í kvöld var svo setningarathöfn sem hófst með risastórri skrúðgöngu. Halldór B. Halldórsson fylgdist með mótinu og setti saman þetta skemmtilega myndband frá deginum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.