Þrettándinn í dag

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla og almennt kallaður síðasti dagur jóla. Þrettándagleði ÍBV verður hins vegar haldin næstkomandi föstudag og þá kveðja Eyjamenn formlega jólin. Halldór B. Halldórsson setti drónann á loft í blíðunni í dag og myndaði Vestmannaeyjar. Myndbandið má sjá hér að neðan. […]
Árið 2025 í ljósmyndum

Við höldum áfarm að gera upp liðið ár. Í dag sjáum við myndasyrpu Halldórs B. Halldórssonar frá árinu í fyrra en Halldór fór víða og hitti fjölmarga. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Árið gert upp í myndbandi

Um áramót gerum við gjarnan upp liðið ár á ýmsum sviðum. Halldór B. Halldórsson, myndasmiður fór víða um og hitti fjölmarga Eyjamenn á liðnu ári. Hann hefur sett saman skemmtilegt myndband þar sem nokkrir þeirra sem hann hitti á förnum vegi bregða fyrir. Njótið á nýju ári. (meira…)
Uppljómaður kirkjugarður

Kirkjugarður Vestmannaeyja er kominn í jólabúning. Ljósadýrð hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson flaug drónanum yfir garðinn nýverið og má sjá skemmtilegt myndband hans hér að neðan. (meira…)
Ég man þau jólin…

Í dag eru níu dagar til jóla og því ekki úr vegi að setja í smá jólagír. Halldór B. Halldórsson setti saman skemmtilegt jólamyndband sem sýnir eyjuna okkar á marga vegu, en ávallt með jólaívafi. Kíkjum jólarúnt næstu þrjár mínúturnar, eða svo. (meira…)
Myndband: Oddfellow stækkar

Brátt sér fyrir endann á umsvifamiklum framkvæmdum við félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. Allt frá í fyrra hafa staðið yfir framkvæmdir á húsnæðinu og meðal annars er verið að byggja við austurgafl hússins. Halldór B. Halldórsson tók stöðuna á framkvæmdunum í gær og kynnti sér framvindu verksins. Myndband frá heimsókninni má sjá hér að neðan. (meira…)
Litlu jólin á Háaloftinu – jólastemning fyrir alla fjölskylduna

Á Háaloftinu í dag ríkti sannkölluð jólagleði þegar jólasýningin „Jólasveinar ganga um gólf“ var sett á svið. Börn fylltu salinn, margir í jólaklæðum og tóku fagnandi á móti sveinunum sem gengu um gólf, sungu með krökkunum og skemmtu með ljúfum jólabröndurum og stuttum sögum. Sýningin er skemmtilegur hluti af aðventunni í Vestmannaeyjum, þar sem yngstu […]
Framkvæmdarúntur um Eyjar

Nokkur fjölbýlishús eru nú í byggingu í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson kíkti við í dag annars vegar á Tangagötuna og hins vegar í Áshamar þar sem nú er unnið að byggingu fjölbýlishúsa. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
Ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni

Ljósin á jólatrénu á Stakkagerðistúni voru tendruð í gær við hátíðlega athöfn þar sem fjölmennt var og jólastemningin í fyrirrúmi. Dagskráin hófst á tónflutningi Lúðrasveitar Vestmannaeyja sem lék nokkur vel valin lög. Helga Jóhanna Harðardóttir, varaforseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og síðan tóku Litlu lærisveinar, undir stjórn Kitty Kovács, við og sungu jólalög. Þá flutti Viðar […]
Vorlykt í lofti í lok nóvember

Það er vorlykt í lofti í lok nóvember, segir Halldór B. Halldórsson í yfirskrift nýs myndbands sem hann birtir í dag. Það viðraði svo vel eftir hádegi að Halldór ákvað að skella drónanum á loft yfir Heimaey. Kíkjum á myndbandið. (meira…)