​Ástríða, þrautseigja og Vestmannaeyjar í forgrunni

Líf og saga Vestmannaeyja fengu á sunnudaginn fallega umgjörð í Sagnheimum þegar tvær konur með sterk tengsl við samfélagið kynntu bækur sínar. Annars vegar var það knattspyrnukonan og Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir, sem kynnti ævisögu sína Ástríða fyrir leiknum. Hins vegar Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú rithöfundur sem stígur nú fram sem spennusagnahöfundur með bókina Diplómati deyr. Þrautseigja og eldmóður rauður þráður […]

Konunglegt teboð í Sagnheimum – myndir og myndband

Konunglegt teboð var haldið í Sagnheimum á sunnudaginn síðastliðinn sem hluti af fjölbreyttri dagskrá Safnahelgarinnar. Gestir nutu bæði góðrar stemningar og fróðleiks þegar rætt var um líf og störf dönsku konungsfjölskyldunnar. Guðný Ósk Laxdal hélt þar áhugavert erindi um dönsku konungsfjölskylduna. Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander, þar sem hún deilir fréttum, […]

Eliza Reid í Sagnheimum

Eliza 120 Ads Cr

Safnahelginni í Vestmannaeyjum lauk í dag með áhugaverðri bókakynningu í Sagnheimum. Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú slunginn spennusagnahöfundur brá þar upp listilegri fléttu af afleiðingum þess að verða veðurtepptur í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson tók frásögnina upp og má hlýða á hana hér að neðan. Nánar verður fjallað um bókakynninguna á morgun hér á […]

Reglubrautin, ferðamenn og mannlífið

Reglubraut Skjask Hbh

Í myndbandi dagsins tekur Halldór B. Halldórsson ykkur með í ferð um Reglubrautina, sem er ein af elstu götum bæjarins. Þar hafa staðið yfir framkvæmdir undanfarin misseri. Halldór fer á fleiri staði um Eyjarnar. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Bæjarstjórnarfundur í beinni

_DSC0045

1620. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Fjárhagsáætlun næsta árs ber hæst á fundinum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingargluggann. Á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar er beðist velvirðingar á þeim hljóðtruflunum sem eru að hrjá útsendinguna. „Unnið er að greiningu vandans, en allt bendir til bilunar […]

Í heimsókn hjá sauðfjárbændum

4 K94A3588

Fjárbændur í Eyjum eru allir frístundabændur. Þeir hafa í mörg horn að líta. Á haustin er það sláturtíðin í fyrirrúmi. Halldór B. Halldórsson fékk að fylgjast með Bjarnareyingum, þegar þeir söguðu niður skrokka í kvöld. Fyrr í dag ræddi Halldór stuttlega við Harald Geir Hlöðversson þar sem hann var að gera allt klárt. Myndbandið má […]

Flogið yfir Heimaey

Það viðraði vel til drónaflugs í morgun. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér. Hann sýnir okkur hér eyjuna úr lofti og einnig eru nokkur skot af jörðu niðri. (meira…)

Vestmannaeyjar í dag

Einmuna blíða var í Eyjum í dag. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér til að mynda og fer hann með okkur vítt og breitt um Eyjuna. Byrjar hjá Urðavita, flýgur yfir Viðlagafjöru. Því næst á hafnarsvæðið og þar fáum við að sjá framkvæmdirnar á Gjábakkabryggju. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Eldgos og rýming Heimaeyjar 1973

Hér að neðan má sjá kvikmyndaupptökur af eldgosinu á Heimaey árið 1973. Þær eru teknar af bandaríska sjóliðsforingjanum fyrrverandi Curtis J. Winters en hann kom til Vestmannaeyja til að aðstoða við rýmingu og tók í leiðinni þessar einstöku kvikmyndir upp af hamförunum. (meira…)

Líflegt í skúrnum

Það er alltaf líflegt og góð stemning í skúrnum hjá körlunum í kjallara Hraunbúða. Halldór B. Halldórsson leit þar við í morgun og tók nokkra þeirra tali. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.