Litlu jólin á Háaloftinu – jólastemning fyrir alla fjölskylduna

Á Háaloftinu í dag ríkti sannkölluð jólagleði þegar jólasýningin „Jólasveinar ganga um gólf“ var sett á svið. Börn fylltu salinn, margir í jólaklæðum og tóku fagnandi á móti sveinunum sem gengu um gólf, sungu með krökkunum og skemmtu með ljúfum jólabröndurum og stuttum sögum. Sýningin er skemmtilegur hluti af aðventunni í Vestmannaeyjum, þar sem yngstu […]

Framkvæmdarúntur um Eyjar

Nokkur fjölbýlishús eru nú í byggingu í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson kíkti við í dag annars vegar á Tangagötuna og hins vegar í Áshamar þar sem nú er unnið að byggingu fjölbýlishúsa. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)

Ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni

Ljósin á jólatrénu á Stakkagerðistúni voru tendruð í gær við hátíðlega athöfn þar sem fjölmennt var og jólastemningin í fyrirrúmi. Dagskráin hófst á tónflutningi Lúðrasveitar Vestmannaeyja sem lék nokkur vel valin lög. Helga Jóhanna Harðardóttir, varaforseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og síðan tóku Litlu lærisveinar, undir stjórn Kitty Kovács, við og sungu jólalög. Þá flutti Viðar […]

Vorlykt í lofti í lok nóvember

Það er vorlykt í lofti í lok nóvember, segir Halldór B. Halldórsson í yfirskrift nýs myndbands sem hann birtir í dag. Það viðraði svo vel eftir hádegi að Halldór ákvað að skella drónanum á loft yfir Heimaey. Kíkjum á myndbandið. (meira…)

Bæjarstjórnarfundur í beinni

_DSC0045

1621. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, þriðjudaginn 25. nóvember og hefst hann kl. 14:00. Á dagskrá fundarins er meðal annars síðari umræða um fjárhagsáætlun næsta árs og húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202504032 – Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2026 -Seinni umræða- 2. 202510110 – […]

Birgitta Haukdal í Einarsstofu

Um helgina var lífleg og vel heppnuð dagskrá á Bókasafni Vestmannaeyja þar sem börn tóku þátt í Jólasveinaklúbbnum og hlýddu á Birgittu Haukdal lesa upp úr nýjustu bók sinni og syngja með þeim. Halldór B. Halldórsson mætti með myndavélina og má sjá myndbandið hér að neðan. (meira…)

Fastur liður fyrir aðventu

default

Nú er sá tími kominn þar sem byrjað er að undirbúa jólaljósin í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Skapa þau líkt og áður fallega og friðsæla aðventu- og jólastemningu í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan ræðir Halldór B. Halldórsson stuttlega við þá félaga sem sjá um að tengja ljósin ár hvert. Að þessu sinni markar atburðurinn tímamót […]

Vel heppnaður handverks- og vörumarkaður

Haldin var glæsilegur handverks- og vörumarkaður í Höllinni í dag og verður aftur á morgun, sunnudag. Yfir 20 aðilar bjóða fjölbreyttar vörur, nytjamuni, handverk og listmuni til sölu. Einnig er jólakaffihús á efri palli Hallarinnar þar sem fólk getur gætt sér á heitu súkkulaði og nýbökuðum vöfflum. Eyjafréttir litu við í dag og kíktu á […]

Heimaey í loftið – myndir frá forsýningu

Fyrsti þáttur spennuþáttaraðarinnar Heimaey er kominn inn í veituna hjá Sjónvarpi Símans. Í gærkvöldi fór fram sérstök forsýning í Vestmannaeyjum, þar sem gestir fengu að sjá fyrsta þáttinn. Óhætt er að segja að þáttaröðin lofi góðu. „Vestmannaeyingar tóku okkur ótrúlega vel“ Leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarson lýsir því að dvölin og tökurnar í Eyjum hafi haft […]

Vel sótt minningarstund um fórnarlömb umferðarslysa

Gærdagurinn var tileinkaður minningu þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni. Fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar stóðu fyrir táknrænum athöfnum víða um land. Markmið minningarstundarinnar var að hvetja fólk til að staldra við og íhuga ábyrgð hvers og eins í umferðinni, en ekki síður að sýna þakklæti gagnvart þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.