Viðlagafjara í dag

Vidlagafjara 090824 Hbh Skjask L

Matfiskaeldisstöð Laxeyjar í Viðlagafjöru er farin að taka á sig mynd. Stefnt er á að stöðin muni framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári þegar uppbyggingunni lýkur. Sjávarhiti við Vestmannaeyjar er mjög hagstæður sem er mikilvægt upp á góðan vaxtarhraða og góða afkomu rekstrarins. Stöðin mun notast við svokallað gegnumstreymiskerfi þar sem hreinum sjó […]

Þrefalda nánast afköstin

K94A0571

„Platan á fyrstu hæð er að klárast í þrónni og er síðasti parturinn klár í að vera steyptur. Þá eru þeir búnir að slá upp fyrir plötunni á annarri hæð að stórum hluta. Verkið er að mestu á áætlun en vinna við lagnir og hreinsistöðina hafa verið erfiðari en við reiknuðum með.“ segir Willum Andersen, […]

“Viltu vera memm” – myndband

image_123650291 (2)

Út er komið glænýtt tónlistarmyndband við lag hljómsveitarinnar Memm “Viltu vera memm”. Myndbandið var tekið upp um borð í Herjólfi á siglingu á milli lands og Eyja. Myndvinnsla og Edit : Natali Osons og Slava Mart. SN Video Production. Dronetökur : Matthew Parsons. (meira…)

Talið niður í Þjóðhátíð

Dalur Tjold Hbh Skjask

Þjóðhátíðin er handan við hornið og gestir í óða önn að flytja búslóðir sínar í hvítu tjöldin. Halldór B. Halldórsson sínur okkur hér stemninguna í dalnum þegar tæpur sólarhringur er til hátíðar. (meira…)

Heimaey í dag

K94A0476

Það skiptist á með skini og skúrum í Eyjum í dag. Halldór B. Halldórsson fór af stað með myndavélina um Heimaey og sýnir okkur hér hvað fyrir augu bar. (meira…)

Sólarblíða í Eyjum

Skjask Hbh 260724

Það hefur verið sannkölluð sólarblíða í Vestmannaeyjum í dag. Langþráð segja margir eftir töluverða vætutíð. Halldór B. Halldórsson setti drónann á loft og sýnir okkur hér eyjuna úr lofti á þessum sólríka degi. (meira…)

Sögusetrið 1627 í Einarsstofu – fyrri hluti

DSC 8245

Um síðustu helgi bauð  Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Sjá má sjá upptöku Halldórs B. Halldórssonar frá fyrri hluta síðari dagsins hér að neðan. Einnig má sjá myndir frá dagskránni í Einarsstofu hér að neðan. (meira…)

Tyrkjaganga – fyrsti hluti

Í dag bauð  Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 397 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu djúp spor í […]

Málþingið á myndbandi

Málþing í tilefni af 50 ára afmæli Eyjafrétta og 10 ára afmæli eyjar.net var haldið um sl. helgi. Ráðherra málaflokksins Lilja Dögg Alfresdóttir, fulltrúar fjölmiðla og fleiri höfðu framsögu. Halldór B. Halldórsson festi málþingið á filmu sem sjá má hér að neðan. Nánar má lesa um málþingið hér: Mikilvægi héraðsfréttamiðla undirstrikað – Eyjafréttir (eyjafrettir.is) (meira…)

Herjólfsdalur heilsar

K94A0351 2

Næsta stórhátíð í Eyjum er sjálf Þjóðhátíðin. Undirbúningur er löngu hafinn, en uppbyggingin í Herjólfsdal fer að komast á fullt. Halldór B. Halldórsson flaug yfir dalinn í gær. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.