Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera starfandi í yfir 80 ár innan sömu fjölskyldu. Marinó Jónsson, afi Marinós sem nú rekur Miðstöðina, stofnaði fyrirtækið 1940 og er Marinó Sigursteinsson þriðji ættliður sem rekur Miðstöðina en hann tók við af föður sínum, Sigursteini Marinóssyni árið 1991. Nú er fjórði ættliðurinn, sonurinn Bjarni Ólafur að taka við kyndlinum.
„Það má í rauninni skipta rekstrinum í tvær einingar, annars vegar byggingavöruverslun þar sem megináhersla er lögð á hreinlætistæki, gólfefni, málningu, verkfæri, vinnufatnað og margt, margt fleira, og hins vegar pípulagningaþjónustu, en við tökum að okkur allt frá litlum viðhaldsverkefnum upp í uppsetningu á frystihúsum og allt þar á milli. Í versluninni er svo einnig pípulagningalager,“ segir Björgvin Hallgrímsson, fjármálastjóri Miðstöðvarinnar.
Verslunin tók miklum breytingum síðastliðinn vetur. Skipt var um gólfefni, innréttingar og öll uppsetning breytt og færð í nútímalegri mynd sem heppnaðist mjög vel. „Vöruúrvalið er nokkuð svipað en við erum að taka inn borðplötur úr stein, sem fer í sölu hjá okkur á næstu vikum. Einnig bættum við inn í vöruúrvalið reiðhjólum og aukahlutum frá TREK sem hefur farið mjög vel af stað, ásamt GOLF vörum.“
Miðstöðin er ráðandi á sínu sviði í Vestmannaeyjum. „Það er mikið byggt í Vestmannaeyjum og miklar framkvæmdir hjá stóru fyrirtækjunum okkar, Ísfélagi og Vinnslustöðinni. Við njótum þess að eiga traust þeirra og eigum aðkomu að flestum ef ekki öllu sem þau hafa byggt upp síðustu ár. Þau eru enn að byggja upp og nú hefur LAXEY bæst við sem er stærsta einstaka verkið sem ráðist hefur verið í hér í Vestmannaeyjum. Það kallar á mikinn mannskap og við búum svo vel að starfsfólk sem getur tekist á við stór og flókin verkefni.
Við sinnum líka heimamarkaðnum, þ.e.a.s. heimilum í Vestmannaeyjum, viðhaldi og endurnýjun lagna. Það er líka mikið byggt. Er gaman að sjá hvert húsið rísa af öðru og vera þátttakandi í því,“ segir Björgvin að lokum.
Hjá Miðstöðinni Vestmannaeyjum starfa 20 manns. Þar af eru 14 í pípulagningaþjónustu, fimm í verslun og lager og einn á skrifstofu. Það var líflegt í Miðstöðinni þegar Halldór B. Halldórsson leit þar við í morgun. Kíkjum í búðarferð.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst