Konunglegt teboð í Sagnheimum – myndir og myndband

Konunglegt teboð var haldið í Sagnheimum á sunnudaginn síðastliðinn sem hluti af fjölbreyttri dagskrá Safnahelgarinnar. Gestir nutu bæði góðrar stemningar og fróðleiks þegar rætt var um líf og störf dönsku konungsfjölskyldunnar. Guðný Ósk Laxdal hélt þar áhugavert erindi um dönsku konungsfjölskylduna. Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander, þar sem hún deilir fréttum, […]
Eliza Reid í Sagnheimum

Safnahelginni í Vestmannaeyjum lauk í dag með áhugaverðri bókakynningu í Sagnheimum. Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú slunginn spennusagnahöfundur brá þar upp listilegri fléttu af afleiðingum þess að verða veðurtepptur í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson tók frásögnina upp og má hlýða á hana hér að neðan. Nánar verður fjallað um bókakynninguna á morgun hér á […]
Reglubrautin, ferðamenn og mannlífið

Í myndbandi dagsins tekur Halldór B. Halldórsson ykkur með í ferð um Reglubrautina, sem er ein af elstu götum bæjarins. Þar hafa staðið yfir framkvæmdir undanfarin misseri. Halldór fer á fleiri staði um Eyjarnar. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1620. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Fjárhagsáætlun næsta árs ber hæst á fundinum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingargluggann. Á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar er beðist velvirðingar á þeim hljóðtruflunum sem eru að hrjá útsendinguna. „Unnið er að greiningu vandans, en allt bendir til bilunar […]
Í heimsókn hjá sauðfjárbændum

Fjárbændur í Eyjum eru allir frístundabændur. Þeir hafa í mörg horn að líta. Á haustin er það sláturtíðin í fyrirrúmi. Halldór B. Halldórsson fékk að fylgjast með Bjarnareyingum, þegar þeir söguðu niður skrokka í kvöld. Fyrr í dag ræddi Halldór stuttlega við Harald Geir Hlöðversson þar sem hann var að gera allt klárt. Myndbandið má […]
Flogið yfir Heimaey

Það viðraði vel til drónaflugs í morgun. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér. Hann sýnir okkur hér eyjuna úr lofti og einnig eru nokkur skot af jörðu niðri. (meira…)
Vestmannaeyjar í dag

Einmuna blíða var í Eyjum í dag. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér til að mynda og fer hann með okkur vítt og breitt um Eyjuna. Byrjar hjá Urðavita, flýgur yfir Viðlagafjöru. Því næst á hafnarsvæðið og þar fáum við að sjá framkvæmdirnar á Gjábakkabryggju. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Eldgos og rýming Heimaeyjar 1973

Hér að neðan má sjá kvikmyndaupptökur af eldgosinu á Heimaey árið 1973. Þær eru teknar af bandaríska sjóliðsforingjanum fyrrverandi Curtis J. Winters en hann kom til Vestmannaeyja til að aðstoða við rýmingu og tók í leiðinni þessar einstöku kvikmyndir upp af hamförunum. (meira…)
Líflegt í skúrnum

Það er alltaf líflegt og góð stemning í skúrnum hjá körlunum í kjallara Hraunbúða. Halldór B. Halldórsson leit þar við í morgun og tók nokkra þeirra tali. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Haustið heilsar á Heimaey

Það var heldur betur fallegt veður í Eyjum um helgina. Halldór B. Halldórsson nýtti sér það og setti drónann á loft. Skemmtilegt myndband hans má sjá hér að neðan. (meira…)