Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi

Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi og hefur verið tekin ákvörðun um að sigla frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar kl 11.00 en beðið verður í Landeyjahöfn og brottför kl 13.00 aftur þaðan. Aðstæður eiga að lagast þegar líður á daginn og er stefnt að fullri áætlun seinni partinn, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. (meira…)

Ófært í Landeyjahöfn

Næstu ferðir Baldurs falla niður frá Vestmannaeyjum kl. 09.00 og frá Landeyjahöfn kl. 10.00 vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir einnig að næsta brottför frá Vestmannaeyjum sé áætluð kl. 11:00 í dag. Gefin verður út tilkynning sé þess þörf vegna áframhaldandi siglinga í dag. (meira…)

Baldur kominn í lag

Fella þurfti niður ferð Baldurs milli lands og Eyja um kvöldmatarleitið í kvöld vegna bilunar. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs fékk ferjan veiðafæri í skrúfuna. „Það þurfti að kalla til kafara til að skera netadræsurnar úr skrúfunni. Það gekk vel og mun Baldur sigla næstu ferðir,” segir hann í samtali við Eyjafréttir. Hér […]

Baldur bilaður

20250909 203208

Ákveðið  hefur verið að fella niður næstu ferð Baldurs frá Vestmannaeyjum kl 18.00 og Landeyjahöfn kl 19.00 vegna bilunar sem þarf að skoða. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. en Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp. Í tilkynningunni segir jafnframt að hvað varði næstu ferðir þá eru þær á áætlun þar […]

Baldur siglir milli lands og Eyja

Á morgun mánudag mun ferjan Baldur taka við siglingum á milli lands og Eyja á meðan Herjólfur IV verður í slipp í Hafnarfirði næstu 2-3 vikurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Siglingaáætlun Baldurs má sjá hér að neðan. Ef sigla þarf til/frá Þorlákshöfn, þá færast eftirfarandi ferðir sjálfkrafa milli hafna. Brottför frá […]

Reiknað með fyrstu niðurstöðum í haust

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Eyjólfur Ármannssson, innviðaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Gísla Stefánssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins um samgöngur milli lands og Vestmannaeyja. Afstaða tekin til verkefnisins í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun Gísli spurði annars vegar hvort ráðherra hyggist tryggja fjármagn á þessu ári sem þarf til að hefja rannsóknir á jarðlögum í Vestmannaeyjum í samræmi við ráðleggingar starfshóps um […]

Herjólfur flutti ríflega 85 þúsund í ágúst – slippur framundan

Herjólfur flutti alls 85.033 farþega í ágúst 2025, sem er örlítil fækkun frá sama mánuði í fyrra segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir. „Júlí og ágúst er alla jafna stærsti mánuðurinn í farþegaflutningum og í ár erum við mjög ánægð með árangurinn, og er þá helsti breytiþátturinn hvernig Þjóðhátíðin lendir […]

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á ný

Herjólfur TMS IMG 8849

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag og þar til annað verður tilkynnt skv. áætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30,17:00,19:30,22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15. (meira…)

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna ölduhæðar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45.  Ferðir kl. 07:00 og 10.45 færast sjálfkrafa milli hafna, ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:45 og 15:45 falla niður, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar fyrir […]

Sigldi 310 daga í Landeyjahöfn

landeyjah_her_nyr

Samspil nokkurra þátta hafa áhrif á það hvort Herjólfur geti siglt til Landeyjahafnar. Hæð kenniöldu, ölduhæð, vindhraði og dýpi í hafnarmynni geta valdið því að fella þarf niður ferð eða sigla þarf til Þorlákshafnar. Hafnadeild Vegagerðarinnar hefur tekið saman gögn til að greina hvaða þættir hafa áhrif á svokallaðar frátafir eða truflun á siglingum Herjólfs. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.