Uppfært: Herjólfur til Þorlákshafnar

24 DSC 4724

Því miður versnuðu aðstæður í Landeyjahöfn. Herjólfur siglir því til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Þetta segir í nýútgefinni tilkynningu frá Herjólfi ohf. en áður hafði verið gefið út að siglt yrði til Landeyjahafnar síðdegis. Á þessum árstíma er alltaf hætta […]

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

24 DSC 4724

Herjólfur siglir fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30, 15:45 hafa verið felldar niður. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00. Á þessum árstíma er alltaf hætta […]

Ófært í Landeyjahöfn

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Næstu tvær ferðir Herjólfs, frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 og 14:30 og frá Landeyjahöfn kl. 13:15 og 15:45 falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað í þessar ferðir koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína. Tilkynning verður gefin út kl. 15:00 í dag  vegna siglinga […]

Ávinningur af jarðgöngum sé mikill

Innvidaradun Starfsh Gong 24

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók í dag við skýrslu starfshóps sem var falið að kanna fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja. Starfshópurinn kynnti skýrsluna á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu fyrr í dag. Starfshópurinn kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að ávinningur af jarðgöngum sé mikill, ekki síst vegna mikils tímasparnaðar vegfarenda og aukinnar umferðar ferðamanna. […]

Jarðgöng til Eyja – streymi

Starfshópur Um Fýsileika Jarðganga Til Vestmannaeyja

Starfshópur um könnun á fýsileika jarðgangna milli lands og Vestmannaeyja kynnir skýrslu sína fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á opnum kynningarfundi í ráðuneytinu í dag kl. 13. Skýrslan verður að því loknu formlega afhent ráðherra, segir í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Kynningarfundinum er streymt á vef Stjórnarráðsins, en sjá má útsendinguna hér að neðan. Hlutverk starfshópsins […]

Ein ferð í Landeyjahöfn

Aðstæður hafa skánað í Landeyjahöfn og er Herjólfur því á leiðinni þangað núna, sagði í tilkynningu frá Herjólfi ohf. klukkan 15.15 í dag. Þar segir jafnframt að brottför sé frá Landeyjahöfn er kl. 18:15 og er það síðasta ferð kvöldsins. Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 08:30 í fyrramálið. Uppfært […]

Breytingar á áætlun Herjólfs

IMG 6188

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð seinnipartinn i dag.  Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:15 (Áður ferð kl. 20:45). Aðrar ferðir falla niður, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki […]

Herjólfur: Frátafir í kvöld

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur stefni til Landeyjahafnar samkvæmt eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 17:00.  Brottför frá Landeyjahöfn kl 20:15 (áður 20:45) Eftirfarandi ferðir falla niður: Frá Vestmannaeyjum kl 19:30 og 22:00. Frá Landeyjahöfn kl 18:15 og 23:15. Hvað varðar siglingar laugardaginn 19. október. Verður gefin út tilkynning fyrir kl 06:00 […]

Samið um flug til Eyja

Flug Ernir Farthegar Jan 2024 Tms Lagf

Vegagerðin hefur samið við Mýflug ehf. um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja mánuðina desember til febrúar. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að boðin hafi verið út flugleiðin Reykjavík – Vestmannaeyjar í júní síðastliðinum og barst eitt tilboð í verkið, frá Mýflugi ehf.  Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 108 m.kr. fyrir þriggja ára tímabil.  Um […]

September betri en í fyrra

farthega_opf

„Í september flutti Herjólfur 35.836 farþega sem eru 7% fleiri farþegar en fluttir voru í september í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegafjölda ferjunnar í síðasta mánuði. Í september í fyrra voru farþegarnir 33.393 talsins. Hann segir jafnframt að fyrstu níu mánuði ársins hafi Herjólfur flutt 380.429 farþega […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.