Breytingar á áætlun Herjólfs

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð seinnipartinn i dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:15 (Áður ferð kl. 20:45). Aðrar ferðir falla niður, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki […]
Herjólfur: Frátafir í kvöld

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að Herjólfur stefni til Landeyjahafnar samkvæmt eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl 20:15 (áður 20:45) Eftirfarandi ferðir falla niður: Frá Vestmannaeyjum kl 19:30 og 22:00. Frá Landeyjahöfn kl 18:15 og 23:15. Hvað varðar siglingar laugardaginn 19. október. Verður gefin út tilkynning fyrir kl 06:00 […]
Samið um flug til Eyja

Vegagerðin hefur samið við Mýflug ehf. um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja mánuðina desember til febrúar. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að boðin hafi verið út flugleiðin Reykjavík – Vestmannaeyjar í júní síðastliðinum og barst eitt tilboð í verkið, frá Mýflugi ehf. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 108 m.kr. fyrir þriggja ára tímabil. Um […]
September betri en í fyrra

„Í september flutti Herjólfur 35.836 farþega sem eru 7% fleiri farþegar en fluttir voru í september í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegafjölda ferjunnar í síðasta mánuði. Í september í fyrra voru farþegarnir 33.393 talsins. Hann segir jafnframt að fyrstu níu mánuði ársins hafi Herjólfur flutt 380.429 farþega […]
Herjólfur III aftur á sölu

Herjólfur III er aftur kominn á sölu á erlendri sölusíðu, hjá J. Gran & Co. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um hvort búið sé að samþykkja af yfirvöldum að selja skipið að svo sé. „Alþingi hefur samþykkt það með heimild í fjárlögum.” Í einkasölu í þrjá mánuði G. Pétur […]
Herjólfur til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á ný, eftir að hafa þurft að sigla síðan síðdegis í gær til Þorlákshafnar. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:45. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að hvað varði síðustu ferð kvöldins frá Vestmannaeyjum kl. 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 23:15 verður gefin út tilkynning seinna […]
Siglt í Þorlákshöfn síðdegis

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður kl. 19:45). Þeir farþegar sem áttu bókað kl 17:00 og 20:45 færast sjálfkrafa á milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við skrifstofu Herjólfs […]
Farþegar 344.715 – Ósamið um flugið

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn fór bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Herjólfi varðandi farþegartölur það sem af er ári. Farþegafjöldinn fyrstu átta mánuðina er 344.715 en það er fækkun um 2,3% miðað við sama tíma í fyrra. Ágústmánuður var sérstaklega góður í ár en farþegar hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði eða 87.077 talsins. Fram […]
Dýpkunarskipið skuldbundið til að vera til taks í vetur

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Vegagerðinni um stöðuna í Landeyjahöfn. Fram kom að dýpið í höfninni sé gott og sýndi stór mæling í sumar fram á eðlilegt ástand sem getur þó breyst hratt þegar haustlægðirnar skella á. Önnur stór mæling verður tekin í október. Dýpkunarskipið Álfsnes er […]
Met ágústmánuður í farþegaflutningum

„Herjólfur flutti 87.077 farþega í ágúst og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í ágústmánuði.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir. Farþegafjöldi Herjólfs fyrstu átta mánuði ársins er því kominn í 344.715 farþega, sem er 2,3% færri farþegar en fyrstu átta mánuðina 2023. Að sögn Harðar voru öflugir flutningar um […]