Ótrúlega fjölbreyttur afli

Vestmannaey Framan 2

Systurskipin Vestmannaey VE og Bergur VE, hafa að undanförnu lagt áherslu á að veiða annað en þorsk. Bergur landaði fullfermi í Eyjum sl. mánudag og Vestmannaey einnig fullfermi í gær. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson á Bergi var ánægður með túrinn. „Aflinn hjá okkur var mest ufsi og karfi. Við vorum […]

Örstuttri loðnuvertíð að ljúka – myndband

Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka. Íslenskar útgerðir fengu úthlutað 4.435 tonnum. Af því er VSV (og Huginn) með 546 tonn. Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er […]

Góð loðnuveiði í dag

Loðna Nót Skip

Loðnuvertíðin er nú í hámarki og eru fyrstu farmarnir á leið til Eyja. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjafréttir að veiðarnar hafi gengið mjög vel hjá strákunum á Gullbergi. „Bara eitt kast og það dugði í skammtinn. Ástandið á loðnunni hentar mjög vel í frystingu. Við byrjum vinnslu í fyrramálið og […]

Líflegt við höfnina – myndir og myndband

Það var heldur betur líflegt við höfnina í gær, enda verið að undirbúa loðnuvertíð. Menn þurfa að hafa hraðar hendur til að reyna að hitta á loðnuna á réttu þroskastigi. Svo er bara að vona að það komi önnur ganga og það mælist meira svo hægt verði að bæta við kvótann. Óskar Pétur Friðriksson var […]

Lítil loðnuvertíð undirbúin

20250221 095201

Strax í gær byrjuðu þær útgerðir sem eiga loðnukvóta að undirbúa skip til brottfarar á loðnumiðin. Hafrannsóknastofnun ráðlagði veiðar á 8589 tonnum, en af þeim tonnum verður 4.683 tonn til skiptana til ís­lenskra skipa. Útgerðirnar í Eyjum eru í óðaönn að undirbúa veiðarnar. Í færslu á facebook-síðu Ísfélagsins í dag segir að  eðlilega hafi kurrað […]

Fá aðeins rúmlega helming loðnukvótans

heimaey_lodnunot__holmg

Í dag var greint frá því að Hafrannsóknastofnun ráðleggi veiðar á 8589 tonnum af loðnu. 200 mílur, sjávarútvegsvefur mbl.is greinir frá því að einungis verði 4.683 tonna loðnu­kvóta ráðstafað til ís­lenskra skipa af þessum 8589 tonnum sem lögð voru til af Hafró, eða rúm 54%. Vísar miðillinn til til­kynn­ingar á vef Stjórn­artíðinda. Þá segir að áður […]

„Hér um borð eru menn bara brattir”

jon_valgeirs_opf

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í vikunni í heimahöfn, Vestmannaey á þriðjudag og Bergur í gær. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar eru þeir spurðir hvernig gengið hefði að fiska. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að túrinn hefði verið strembinn. „Þetta byrjaði afar rólega en á endanum fór […]

Ráðleggja veiðar á 8589 tonnum af loðnu

_DSC0145

Meira magn af loðnu mældist fyrir norðvestan land nú í febrúar en í janúar mælingum Hafrannsóknastofnunar. Það er meginástæðan fyrir uppfærðri ráðgjöf upp á 8589 tonn, segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson, ásamt uppsjávarveiðiskipunum Polar Ammassak og Heimaey hafa verið við loðnumælingar norður af Íslandi síðan 8. febrúar (mynd 1). Ekkert var að […]

Tvö ár frá fyrstu skóflustungunni

Sigurjon Laxey 2025

Þann 17. febrúar sl. voru tvö ár liðin frá því að Sigurjón Óskarsson tók fyrstu skóflustunguna af laxeldi í Viðlagafjöru. Í dag er fyrsti áfangi á lokastigi og er fyrsti skammturinn af seiðum nú þegar kominn í stórseiðahúsið. Í færslu á facebook-síðu Laxeyjar segir að þetta hafi verið ótrúlegur uppgangur út í Viðlagafjöru samhliða uppbyggingu […]

Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári

lodna_mid_op

Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar  og íslenskra dótturfélaga drógust saman um 20% á milli áranna 2024 og 2023.  Heildarfjárhæð greiddra launa nam tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023.  Mismunur launagreiðslna er því 1,3 milljarðar króna.  Stærsta, og í raun eina, skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024.  Þess ber að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.