Matey – Suður-Evrópskir verðlaunakokkar

Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. „Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og […]
„Bölvaður lurkur í honum um tíma”

Bergur VE kom til Vestmannaeyja í gær og hófst strax löndun úr skipinu. Vestmannaey VE kom síðan í kjölfar Bergs og er landað úr henni í dag. Bæði skipin voru með fullfermi, segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að túrinn hafi verið vel heppnaður þó veðrið hefði mátt vera […]
Dást að gæðum veitingastaðanna

MATEY – sjávarréttahátíð hefst með opnunarhátíð í dag. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum taka höndum saman, í þriðja skiptið og vekja athygli á menningararfleiðinni og því fjölbreytta fiskmeti sem framleitt er í Eyjum. Boðið verður uppá margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni héðan úr Eyjum. Hátíðin verður sett í Sagnheimum í dag, miðvikudag […]
Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar fyrir viku. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]
VSV: Framkvæmdir í fullum gangi

Framkvæmdir ganga vel við byggingu hússins á Vinnslustöðvar-reitnum. Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá framkvæmdunum. Nánar má lesa um framkvæmdirnar hér. (meira…)
Rekstrarvörudeild Voot færist til Hampiðjan Ísland

Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar, Voot ehf., hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað eftir kaup Hampiðjunnar á 68% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Voot hefur byggt upp sterka markaðsstöðu í útgerðar- og rekstrarvörum ásamt því að þróa sjóvinnufatalínuna MarWear og því sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til – að útvega beitu til línuveiðiskipa. Hampiðjan Ísland, sem er […]
Ísfélagið hagnaðist um 200 milljónir á öðrum ársfjórðungi

Ísfélagið hagnaðist um 1,4 milljónir dala eða um 200 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í dag. Hagnaður Ísfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 280 þúsund dölum eða tæpar 39 milljónir króna, en tap varð af rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðist félagið um 17,9 […]
Vinnslan fer vel af stað hjá VSV

Nú er landvinnsla í botnfiski komin af stað aftur eftir sumarstopp hjá Vinnslustöðinni, Leo Seafood og í Hólmaskeri í Hafnarfirði. Vinnslan hefur farið vel af stað og ágætlega hefur gengið að halda uppi vinnslu. Breki, Þórunn Sveinsdóttir og Drangavík voru að veiðum í vikunni, en Kap fer af stað seinni hluta september. Mest áhersla hefur […]
Mest þorskur og ýsa

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Neskaupstað á sunnudaginn og héldu strax til veiða að löndun lokinni. Siglt var beinustu leið á Breiðdalsgrunn og þar fiskaðist vel. Bæði skip lönduðu síðan fullfermi í Vestmannaeyjum í gær en aflinn var mest þorskur og ýsa. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi var sáttur við veiðiferðina. „Þetta […]
Gullberg á síldveiðar

Makrílveiðar hófust hjá Vinnslustöðinni í byrjun júlí mánaðar. Sagt er frá því á vef Vinnslustöðvarinnar að ágætlega hafi litið út með veiðarnar til að byrja með og fékkst á tímabili ágætur afli í íslenskri lögsögu. Makrílveiðin hefur hins vegar verið mjög erfið nú í ágúst og ekkert hefur veiðst núna dögum saman, þrátt fyrir mikla […]