Ýsa austan við Eyjar, þorskur vestan við, en ufsinn oftast í felum

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Togararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Grindavík á laugardaginn. Þeir voru að veiðum austan við Vestmannaeyjar og var aflinn langmest ýsa. Túrinn tók tvo sólarhringa en skipin voru innan við sólarhring að veiðum. Rætt er við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra skipanna á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvort hann væri ekki […]

Segja upplýsingaskortinn óásættanlegan

20250403_072519

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald sem nú er í samráðsgátt voru tekin til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja á miðvikudaginn. Þar voru  drög að umsögn Vestmannaeyjabæjar um málið einnig rædd. Þá ræddi ráðið bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá fundi 28. mars. sl um frumvarpsdrögin. Í umsögn bæjarráðs kemur fram að ráðið […]

Þrír Eyjamenn í stjórn SFS

Sjonum DSC 7447 Min

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) var haldinn í dag. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ný stjórn hafi verið kjörin á fundinum fyrir starfsárið 2025 – 2026. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. var kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna í Hörpu í dag. Hann tekur við af Ólafi Marteinssyni sem verið […]

„Nú flæðir vertíðarfiskurinn þarna yfir”

Bergur Vestmannaey 20250331 081527

Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Grindavík á laugardaginn. Aflinn var fyrst og fremst þorskur, ýsa og ufsi. Rætt var við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar á meðan löndun stóð yfir. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði að afar vel hefði veiðst. „Við vorum á Víkinni allan tímann og veiðin var afar góð. […]

Víkin heimsótti VSV

Vik Vsv 25 1000008057

Víkin – 5 ára deild kom í heimsókn í Vinnslustöðina á fimmtudaginn síðastliðinn. Ástæða þess að þau óskuðu eftir því að fá að koma í heimsókn er sú að þau eru búin að vera að vinna með hafið sem þema í mars. Sagt er frá heimsókninni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Benóný​ Þórisson og ​Helena​ Björk Þorsteinsdóttir tóku á móti ​börnunum í anddyri aðalinngangs […]

Stóra hættan að við missum það forskot sem við höfum haft

DSC_6428_eis_cr

Á þriðjudaginn kynntu Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra drög að frumvarpi um breytingu á lögum um veiðigjald. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum, m.a. stjórnarandstöðu þingsins. Einar Sigurðsson er stjórnarformaður Ísfélagsins. Hann segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um að ef frumvarpið fari óbreytt í gegnum þingið, hvað […]

Allt að verða klárt fyrir næsta úthald

Eins og gefur að skilja hefur loðnubrestur margvísleg áhrif á allt samfélagið. Einn angi af því er að uppsjávarskipin eru meira við bryggju og nýta áhafnirnar tímann til að sinna viðhaldi um borð. Þorsteinn Ólafsson, háseti á Gullberg VE segir léttur í bragði – í samtali við fréttaritara VSV – að hann sé kominn í […]

Landað annan hvern dag

Vestmannaey V Landar 20220717 111132

Vestmannaey VE og Bergur VE halda áfram að landa fullfermi annan hvern dag. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir út í veiðina. Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey lét vel af sér. „Við lönduðum fullfermi í Grindavík á laugardag og aftur fullfermi í Eyjum í gær. Í fyrri túrnum vorum við […]

Kynntu breytingu á lögum um veiðigjald

Fundur FJR

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald hefur verið lagt fram í samráðsgátt. Frumvarpið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. […]

Segja þungann róður framundan

trollid_tekid_innDSC_2926

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl. 13 í dag og hyggst þar kynna hugmyndir að tvöföldun auðlindagjalds í sjávarútvegi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útfærslu gjaldtökunnar og áhrif hennar skaðlegri samfélaginu en flestar þær hugmyndir sem áður hafa komið fram. Auðlindagjaldtaka í sjávarútvegi hefur tekið allnokkrum breytingum frá því henni var fyrst komið á árið […]