Eyjarnar landa á Djúpavogi

Eyjarnar landa

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir á Djúpavogi í gær. Þeir voru kallaðir inn vegna þess að fisk vantaði til vinnslu hjá Vísi í Grindavík. Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði í skipstjórunum og spurði frétta. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að túrinn hafi verið þokkalegt juð. „Við fórum út frá Eyjum á fimmtudagskvöld. […]

Þokkalega kátur með veiðiferðina

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Eyjum á miðvikudag. Aflinn var mest ýsa ásamt ufsa og þorski, að því er segir í frétt á fréttasíðu Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist vera þokkalega kátur með veiðiferðina. „Haldið var til veiða seinni partinn á sunnudag og byrjað að veiða í Reynisdýpinu. Þar var heldur lítið að hafa […]

Góður túr hjá Breka — áhersla á karfa og ufsa

Ísfisktogarinn Breki VE kom að landi síðdegis í dag eftir fyrsta túrinn að loknu sumarfríi áhafnarinnar. Aflabrögð voru góð og var uppistaðan aflans djúpkarfi, ufsi og gullkarfi. „Túrinn gekk mjög vel,“ segir Bergur Guðnason skipstjóri, sem stýrði Breka í þessari veiðiferð. „Þetta var fyrsti túrinn eftir sjö vikna sumarfrí, en áhöfnin var fljót að detta […]

Eyjarnar landa í Eyjum

Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Um fullfermi var að ræða og var aflinn mest ýsa og þorskur ásamt dálitlu af ufsa. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar . Þar er hann spurður hvort hann sé ekki ánægður með túrinn. „Jú, það er vart hægt að vera annað. […]

Ágæt veiði á Víkinni og Höfðanum

eyjarn

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum eldsnemma í morgun. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag en báðir voru þeir sáttir við þessa fyrstu veiðiferð eftir Þjóðhátíð. Jón Valgeirsson á Bergey sagði að túrinn hefði verið stuttur og gengið vel. „Við tókum aflann á Víkinni og það var […]

„Verður nóg að gera hjá okkur næstu dögum”

default

Það hefur ekki verið slegið slöku við í makrílvinnslunni hjá Vinnslustöðinni þrátt fyrir að Eyjamenn haldi sína Þjóðhátíð. Rætt er við Sindra Viðarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á fréttavef fyrirtækisns í morgun. „Já, það er rétt. Við erum búin að vera á fullu í vinnslu síðan á laugardagsmorgun. Þá kom Huginn með ca. 1.300 tonn. Við […]

„Um fátt annað hugsað en komandi Þjóðhátíð”

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða frá Akureyri á þriðjudag í síðustu viku að aflokinni skveringu í slippnum þar. Skipið var í slipp í einar fimm vikur og lítur býsna vel út að því loknu. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vefsíðu Síldarvinnslunnar og er hann fyrst spurður hvernig veiðar hafi gengið eftir […]

Þjóðhátíðarstopp hjá Bergey eftir mokveiði

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur fiskað vel að undanförnu. Farnar hafa verið þrjár veiðiferðir á skömmum tíma og að þeim loknum hefur ávallt verið landað fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum. Skipstjóri í tveimur fyrstu ferðunum var Ragnar Waage Pálmason og var hann ánægður með aflabrögðin. Í samtali við vef Síldarvinnslunnar segir hann að það hafi verið […]

Er nokkurs konar mamma um borð

Valtyr Audbersson Svn

Valtýr Auðbergsson, kokkur á Vestmannaey VE er í viðtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að Valtýr sé fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og segist hann vera hundrað prósent Vestmannaeyingur. „Ég reyndi að búa í Reykjavík í nokkur ár en það var ekkert varið í það svo ég kom aftur heim,” segir hann. „Ég byrjaði að […]

Nauðsynlegt að endurnýja flotann

„Hér er vélgæslukerfi og hægt að sjá og stýra flestum kerfum skipsins. Við getum kveikt ljós á dekkinu með þessum skjá ef því er að skipta. Sett aðalvél í gang og fylgst með öllu, RSW-kælikerfið er hérna líka en þegar við erum að dæla inn fiski erum við uppi í dekkhúsi þar sem við erum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.