Töfruðu fram saltfiskveislu að hætti Portúgala

VSV IMG 6809

Það var brugðið út af vananum, eins og stundum er gert, í hádegishléi starfsfólks í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í dag. Boðið var upp á saltfiskrétti að portúgölskum hætti​. Slíkt var einnig gert ​síðastliðið vor og heppnaðist þá afar vel.​ Það tókst ekki síður vel til núna​. ​Maturinn frábær og góð stemning.​ Um matargerðina sáu þær Carlota […]

Lítil breyting á veiðigjaldi þrátt fyrir loðnubrest

DSC_7690

Íslenskar útgerðir hafa greitt um 7.512 milljónir króna í veiðigjald á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er um 5% lægri fjárhæð en þær höfðu greitt fyrir veiðar á sama tímabili í fyrra, en þá var heildarfjárhæð veiðigjaldsins komin í 7.867 milljónir króna. Enginn loðnukvóti var gefin út á þessu ári sem hefur óhjákvæmilega áhrif á […]

Veiðiferðin fékk óvænt endalok

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Á mánudagsmorgun kom Vestmannaey VE með Gullver NS í togi til Neskaupstaðar og sólarhring síðar kom Bergur VE þangað til löndunar. Rætt er við skipstjóra skipanna þriggja á vef Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Þórhalli Jónssyni, skipstjóra á Gullver að þeir hafi verið að veiðum á Tangaflaki þegar kælivatnsdæla fyrir aðalvélina bilaði. „Við vorum komnir […]

Ungir sjóarar með ábyrgð

Tomas Hakon K94A1224

Það var ekki hár meðalaldurinn í brúnni á Drangavík VE í síðasta túr. Þeir félagar Hákon Jónsson og Tómas Kjartansson stóðu þar vaktina. Hákon skipstjóri og Tómas 1. stýrimaður.  Þeir félagar fóru í viðtal hjá Vinnslustöðvar-vefnum þegar þeir voru nýkomnir í land í gærmorgun. Viðtalið við þá má sjá hér. (meira…)

„Förum út þegar vindur gengur niður”

bergur_vestmannaey_0523

Ísfisktogarinn Bergur VE kom til Neskaupstaðar sl. nótt með 65 tonna afla. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að veður hafi verið gott í túrnum þar til í blárestina. „Aflinn er mest ýsa og þorskur og hann fékkst allur á Tangaflakinu. Það var komið leiðindaveður í gær og á að vera verra í dag samkvæmt spá. Við […]

Fín aflabrögð hjá Vinnslustöðvarskipunum

K94A1187

Það var líflegt um að litast á hafnarsvæðinu í morgun. Gullberg VE á leið á miðin og Huginn VE á leið til hafnar. Á meðan var verið að landa úr Breka VE. Allt að gerast, sem sagt, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar – vsv.is. Huginn var með um 480 tonn af Íslandssíld. Breki var […]

Áfram landað fyrir austan

sjomadur_bergey_opf_22

Tveir togarar Síldarvinnslusamstæðunnar lönduðu á Seyðisfirði í gærkvöldi og í morgun. Í gærkvöldi kom Bergur VE með fullfermi. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að aflinn hafi mest verið ýsa, en veitt var á Gerpisflaki og á Gula teppinu. „Segja má að túrinn hafi gengið vel í alla staði,” segir Jón. Bergur hélt á ný til veiða […]

Systurskipin landa fyrir austan

Bergur_vestmannaey_naer_24_IMG_4466

Systurskipin Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði enn og aftur fullfermi í Neskaupstað á miðvikudag og í gær. Á vef Síldarvinnslunnar segir að afli beggja skipa hafi verið langmest þorskur, vænn og fallegur fiskur. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veðrið hafi verið afar leiðinlegt þegar veiðar hófust. „Við hófum veiðarnar norðarlega […]

Kynna afurðir sínar í Kína

20241030 150624 Bas Kina

Vinnslustöðin sækir nú sjávarútvegssýninguna í Qingdao, Kína sem haldin er í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao og hófst í dag. Haft er eftir Birni Matthíassyni, rekstrarstjóra VSV Seafood Iceland sem staddur er á sýningunni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að markmiðið sé að styrkja þau bönd sem nú þegar eru fyrir í Asíu og […]

Sannarlega komið að endurnýjun flotans

Ólafur Helgi aðstoðarforstjóri – Sameining og hagræðing: Allmiklar breytingar hafa orðið á rekstri útgerðarinnar frá því að ákvörðun var tekin um smíði Sigurbjargar ÁR. Ólafur Helgi Marteinsson er í dag aðstoðarforstjóri Ísfélagsins en var framkvæmdastjóri Ramma áður en félögin sameinuðust: „Upphaflega var nýja skipið hugsað sem bæði humar- og bolfiskveiðiskip og var því ætlað að vera […]