Töfruðu fram saltfiskveislu að hætti Portúgala
Það var brugðið út af vananum, eins og stundum er gert, í hádegishléi starfsfólks í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í dag. Boðið var upp á saltfiskrétti að portúgölskum hætti. Slíkt var einnig gert síðastliðið vor og heppnaðist þá afar vel. Það tókst ekki síður vel til núna. Maturinn frábær og góð stemning. Um matargerðina sáu þær Carlota […]
Lítil breyting á veiðigjaldi þrátt fyrir loðnubrest
Íslenskar útgerðir hafa greitt um 7.512 milljónir króna í veiðigjald á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er um 5% lægri fjárhæð en þær höfðu greitt fyrir veiðar á sama tímabili í fyrra, en þá var heildarfjárhæð veiðigjaldsins komin í 7.867 milljónir króna. Enginn loðnukvóti var gefin út á þessu ári sem hefur óhjákvæmilega áhrif á […]
Veiðiferðin fékk óvænt endalok
Á mánudagsmorgun kom Vestmannaey VE með Gullver NS í togi til Neskaupstaðar og sólarhring síðar kom Bergur VE þangað til löndunar. Rætt er við skipstjóra skipanna þriggja á vef Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Þórhalli Jónssyni, skipstjóra á Gullver að þeir hafi verið að veiðum á Tangaflaki þegar kælivatnsdæla fyrir aðalvélina bilaði. „Við vorum komnir […]
Ungir sjóarar með ábyrgð
Það var ekki hár meðalaldurinn í brúnni á Drangavík VE í síðasta túr. Þeir félagar Hákon Jónsson og Tómas Kjartansson stóðu þar vaktina. Hákon skipstjóri og Tómas 1. stýrimaður. Þeir félagar fóru í viðtal hjá Vinnslustöðvar-vefnum þegar þeir voru nýkomnir í land í gærmorgun. Viðtalið við þá má sjá hér. (meira…)
„Förum út þegar vindur gengur niður”
Ísfisktogarinn Bergur VE kom til Neskaupstaðar sl. nótt með 65 tonna afla. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að veður hafi verið gott í túrnum þar til í blárestina. „Aflinn er mest ýsa og þorskur og hann fékkst allur á Tangaflakinu. Það var komið leiðindaveður í gær og á að vera verra í dag samkvæmt spá. Við […]
Fín aflabrögð hjá Vinnslustöðvarskipunum
Það var líflegt um að litast á hafnarsvæðinu í morgun. Gullberg VE á leið á miðin og Huginn VE á leið til hafnar. Á meðan var verið að landa úr Breka VE. Allt að gerast, sem sagt, segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar – vsv.is. Huginn var með um 480 tonn af Íslandssíld. Breki var […]
Áfram landað fyrir austan
Tveir togarar Síldarvinnslusamstæðunnar lönduðu á Seyðisfirði í gærkvöldi og í morgun. Í gærkvöldi kom Bergur VE með fullfermi. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að aflinn hafi mest verið ýsa, en veitt var á Gerpisflaki og á Gula teppinu. „Segja má að túrinn hafi gengið vel í alla staði,” segir Jón. Bergur hélt á ný til veiða […]
Systurskipin landa fyrir austan
Systurskipin Bergur VE og Vestmannaey VE, lönduðu bæði enn og aftur fullfermi í Neskaupstað á miðvikudag og í gær. Á vef Síldarvinnslunnar segir að afli beggja skipa hafi verið langmest þorskur, vænn og fallegur fiskur. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veðrið hafi verið afar leiðinlegt þegar veiðar hófust. „Við hófum veiðarnar norðarlega […]
Kynna afurðir sínar í Kína
Vinnslustöðin sækir nú sjávarútvegssýninguna í Qingdao, Kína sem haldin er í Hongdao International Convention and Expo Center í Qingdao og hófst í dag. Haft er eftir Birni Matthíassyni, rekstrarstjóra VSV Seafood Iceland sem staddur er á sýningunni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að markmiðið sé að styrkja þau bönd sem nú þegar eru fyrir í Asíu og […]
Sannarlega komið að endurnýjun flotans
Ólafur Helgi aðstoðarforstjóri – Sameining og hagræðing: Allmiklar breytingar hafa orðið á rekstri útgerðarinnar frá því að ákvörðun var tekin um smíði Sigurbjargar ÁR. Ólafur Helgi Marteinsson er í dag aðstoðarforstjóri Ísfélagsins en var framkvæmdastjóri Ramma áður en félögin sameinuðust: „Upphaflega var nýja skipið hugsað sem bæði humar- og bolfiskveiðiskip og var því ætlað að vera […]