Kap með fyrsta loðnufarm ársins til VSV

Kap kom til Vestmannaeyja í nótt með fyrsta loðnufarminn á nýju ári. Ísleifur fylgdi í kjölfarið og Huginn er á leið heim líka af miðunum fyrir norðan og austan land. Vinnslustöðvarskipin þrjú færa alls að landi liðlega fimm þúsund tonn til vinnslu í fiskimjölsverksmiðjunni. „Ætla má að lokið verði við að landa úr öllum skipum […]

Ráðgjöf um stöðvun humarveiða fyrir árin 2022 og 2023

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi til verndar humri. Afli á sóknareiningu árið 2021 var sá minnsti frá upphafi og hefur lækkað samfellt frá hámarkinu árið […]

Súðbyrðingar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf

Smíði og notkun súðbyrðinga, hefðbundinna norrænna trébáta, er komin á skrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf. Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni sem samþykkt var á fundi Milliríkjanefndar um varðveislu menningarerfða í París í dag.Vitafélagið – íslensk strandmenning hafði veg og vanda að undirbúningi tilnefningarinnar fyrir hönd Íslands.Skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkynsins er hliðstæð […]

Bergey aftur til veiða

Bergey VE hélt til veiða að loknu kórónuveirustoppi um miðnætti á sunnudag en þá hafði skipið verið frá veiðum í vikutíma. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir frá því að alls smituðust sex menn úr áhöfn skipsins og þeir síðustu úr þeim hópi munu væntanlega ekki geta hafið störf á ný fyrr en á sunnudag. Bergey sigldi strax austur […]

Jólasíldarvals VSV 2021

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar var afhent starfsmönnum við hátíðlega athöfn í gær og þar með er hægt að segja með sanni að glitti í hátíðarnar miklu við sjóndeildarhringinn. Ingigerður Helgadóttir, flokksstjóri í uppsjávarvinnslunni, stýrði afhendingarathöfninni. Hún hefur verið í forystu verkefnishópsins sem hóf undirbúningsstörf í október og skilar lostætinu nú eftir að hafa tekið við hálfu þriðja tonni […]

Afmælisrit Ísfélagsins aðgengilegt á netinu

Í tilefni 120 áraafmælis Ísfélags Vestmannaeyja var gefið út veglegt rit sem er nú í dreifingu bæði hér í Eyjum og á Þórshöfn. Ritið er 140 síður og fjallar um sögu félagsins í myndum aðallega. Þemað var fólkið í fyrirtækinu. Ritið er í senn fróðleg og áhugaverð heimild, enda er saga þess samofin sögu Vestmannaeyja […]

Ísfélag Vestmannaeyja 120 ára

Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað 1. desem­ber 1901 og fagnar 120 ára afmæli í dag. Félagið er elsta starfandi hlutafélag landsins. Í tilefni afmælisins verður gefið út veglegt rit sem dreift verður í öll hús og fyrirtæki næstu daga, bæði hér í Eyjum og á Þórshöfn. Ritið er 140 síður og fjallar um sögu félagsins […]

Stærstu síldarvertíð í sögu Vinnslustöðvarinnar er lokið

„Ísleifur VE sló botn í veiðarnar á vertíðinni og vaktin í uppsjávarvinnslunni aðfaranótt þriðjudags 30. nóvember lauk við að vinna aflann. Þar með kláraðist vel heppnuð vertíðarlota norsk-íslenskrar síldar og Íslandssíldar. Mér er óhætt að fullyrða að þetta sé stærsta síldarvertíðin í sögu Vinnslustöðvarinnar,“ segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV. Skip félagsins færðu að landi […]

Sighvatur í slipp fyrir norðan

Þorgeir Baldursson ljósmyndari á Akureyri sendi okkur þessar skemmtilegu myndir af Sighvati Bjarnasynin VE í Slippnum á Akureyri. Þorgeir heldur úti vefsíðu þar sem hann birtir myndir af bátum af öllum stærðum og gerðum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir að kominn væri tími á klassaskoðunum til að báturinn geti verið með […]

Vinnslustöðin kaupir meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Vinnslustöðin hf. hefur samið um kaup á meirihluta í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hólmasker er í eigu hjónanna Alberts Erlusonar og Jóhönnu Steinunnar Snorradóttur og nýverið keypti félagið rekstur Stakkholts ehf. á sama stað. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, um 35 manns. Starfsemin verður eftir sem áður […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.