Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 25 milljörðum króna í ágúst samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Það er um 8% samdráttur í krónum talið miðað við ágúst í fyrra. Talsverð lækkun var á gengi krónunnar í ágúst eftir að hafa verið fremur stöðugt framan af ári og var gengi krónunnar að jafnaði um 5% lægra nú í ágúst en í sama mánuði í fyrra. Af þessum sökum er samdrátturinn í ágúst ívið meiri mældur í erlendri mynt, eða tæp 13%. Þetta kemur fram í Radarnum – fréttabréfi SFS.
Ofangreindan samdrátt má rekja til flestra vinnsluflokka, enda dróst útflutningsverðmæti allra flokka saman á milli ára í ágúst, að tveimur undanskildum. Ber fyrst að nefna fryst flök en útflutningsverðmæti þeirra nam 4,4 milljörðum króna í ágúst, sem er um fjórðungs samdráttur miðað við ágústmánuð í fyrra á föstu gengi. Eins var tæplega 28% samdráttur í útflutningsverðmæti fiskimjöls en verðmæti þeirra nam um 3,1 milljarði króna nú í ágúst. Útflutningsverðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða dróst svo saman um 58% á milli ára. Verðmæti þeirra nam rétt um 760 milljónum króna í ágúst en það hefur ekki verið minna í einum mánuði eins langt aftur og mánaðartölur Hagstofunnar ná, sem er frá janúar árið 2002. Minni samdráttur var í öðrum þremur flokkum, þ.e. ferskum afurðum (-6%), heilfrystum (-9%) og öðrum sjávarafurðum (-9%). Á móti var ágúst nokkuð stór mánuður í útflutningi á lýsi. Þannig nam útflutningsverðmæti lýsis um 4,3 milljörðum króna í mánuðinum, sem er um 29% aukning á milli ára á föstu gengi. Eins var ágætis aukning í útflutningsverðmæti rækju (16%) en hún vigtar lítið í þessum tölum. Þessa sundurliðun á útflutningsverðmæti sjávarafurða í ágúst má sjá á myndinni hér fyrir neðan en ekki liggja fyrir upplýsingar niður á tegundir í þessum fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar.
Á fyrstu átta mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í rúma 222 milljarða króna. Það er tæplega 2% samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra að teknu tilliti til gengisbreytinga. Þennan samdrátt má fyrst og fremst rekja til tveggja afurðaflokka, þ.e. heilfrysts fisks (-28%) og fiskimjöls (-20%). Í báðum þessum flokkum var loðnan fyrirferðarmikil í fyrra og áhrifin af loðnubresti því greinileg á útflutningstekjur í ár, eins og títt hefur verið fjallað um á Radarnum. Þannig er hægt að líta til þess að útflutningsverðmæti sjávarafurða á fyrstu sjö mánuðum ársins jukust um 1% frá sama tímabili í fyrra. Aftur á móti ef loðnan er tekin út fyrir sviga þá jókst útflutningsverðmæti um 9%. Afrakstur loðnuvertíðarinnar í fyrra er þó enn að skila sér í útflutningi í ár, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þar eru loðnuhrognin fyrirferðamest, enda var metframleiðsla á hrognum í vertíðinni í fyrra.
Af öðrum afurðaflokkum má nefna að samdráttur var í útflutningsverðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða á milli ára sem nemur tæpum 3% á föstu gengi. Eins var samdráttur í útflutningsverðmæti rækju (-14%) og „annarra sjávarafurða“ (-2%) en þar undir teljast meðal annars loðnuhrogn . Útflutningsverðmæti annarra afurðarflokka jókst á milli ára. Þar munar mest um 40% aukningu í útflutningsverðmæti lýsis og 8% aukningu í útflutningsverðmæti ferskra afurða. Að endingu má nefna að lítilsháttar aukning var á útflutningsverðmæti frystra flaka sem nemur 1% á föstu gengi.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst