Viðunandi rekstrarafkoma VSV

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði 800 milljóna króna rekstrarhagnaði (5,4 milljónum evra) á árinu 2020 á meðalgengi þess árs. Það er liðlega 40% minni hagnaður en á fyrra ári. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,3 milljörðum króna (14,9 milljónum evra) og dróst saman um 29%. Þetta kom fram á aðalfundi  VSV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn var, 25. […]

Eyjarnar landa annan hvern dag

„Nú er stuð á þessu. Vestmannaey og Bergey hafa landað fullfermi annan hvern dag að undanförnu. Þær hafa landað fjórum sinnum undanfarna viku og eru að landa í dag. Þetta gerist vart betra og nú er hægt að tala um alvöru vertíð,“ segir Arnar Richardsson rekstrarstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Bergey kom til löndunar í morgun […]

26 þúsund tonn veiddust af loðnu í febrúar

Heildarafli í febrúar 2021 var rúmlega 76 þúsund tonn sem er 48% meiri afli en í sama mánuði árið 2020. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Uppsjávarafli var 28 þúsund tonn en var 6.600 tonn í febrúar árið á undan. Þar af var rúmum 26 þúsund tonnum af loðnu landað en engin […]

Samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. og segir að kaup VSV á Hugin feli í sér „samruna í skilningi samkeppnislaga.“ Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er svohljóðandi, dagsett, 11. mars 2021: Í  máli þessu er samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins til skoðunar í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Taka þarf til skoðunar hvort samruninn hindri virka samkeppni […]

Vaðandi loðna undir Látrabjargi

Hinn 6. mars sl. fann grænlenska skipið Polar Amaroq stóra loðnutorfu undir Látrabjargi. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. “Þarna óð loðnan,” segir Geir Zoëga skipstjóri að hann hafi aldrei áður séð vaðandi loðnu á vetrarvertíð. „Þetta var vaðandi hrygningarloðna og torfan var býsna stór. Líklega var hún 1 km á kant eða svo, […]

Verðmunur til skoðunar

Atvinnuvegaráðuneytið setti fyrir þó nokkru síðan af stað sameiginlegt norrænt verkefni um verðmyndun í uppsjávarveiðum í Norður-Atlantshafi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greindi frá þessu á Alþingi í síðustu viku og sagt er frá á vef Fiskifrétta. Hann var þar að svara fyrirspurn frá Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar, um viðbrögð við tíðindum sem bárust […]

Hrognin fryst dag og nótt á lokasprettinum

„Kap kom með um 1.200 tonn sem var fyrsta hráefnið okkar til hrognafrystingar á vertíðinni. Ég væri ánægður með að fá út úr þessu 150 tonn af hrognum,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, síðdegis á föstudag. Kap var þá farin til veiða á nýjan leik, löndun nýhafin úr Ísleifi og í uppsjávarhúsi VSV var […]

Pönnusteikta loðnu á diskinn, takk!

Wenyi Zeng kokkur á veitingastaðnum Canton í Vestmannaeyjum fer létt með að sýna og sanna að loðna er ljómandi góður matur. Hún steikti hængi og hrygnur á pönnu í hádeginu í dag og hefði fengið margar stjörnur hjá Jónasi heitnum Kristjánssyni matrýni fyrir ferskleika hráefnis og einfalda en ljúfmannlega matreiðslu. Hún lét fiskinn stikna í […]

Gangurinn í sjávarútvegi framar vonum

Eins og títt kom fram í fréttum á Radarnum á árinu 2020, þá fór sjávarútvegur ekki varhluta af ástandinu í heimsbúskapnum vegna COVID-19 og tilheyrandi sóttvarnaraðgerða. Í heildina litið var ástandið þó bærilegra en í mörgum öðrum atvinnugreinum. Í því samhengi hefur það vissulega áhrif að fólk þarf að borða, sama hvernig allt í veröldinni […]

Allt of mikið af ýsu miðað við kvóta

Bæði skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, lönduðu fullfermi eða rúmlega 70 tonnum í Vestmannaeyjum í gær. Afli beggja skipa var blandaður; þorskur, ufsi og karfi. Heimasíðan ræddi við skipstjórana, Birgi Þór Sverrisson á Vestmannaey og Jón Valgeirsson á Bergey, og spurði þá hvort vertíðarfiskur væri farinn að sjást. Birgir sagði að hann væri […]