Makrílveiðar hófust hjá Vinnslustöðinni í byrjun júlí mánaðar. Sagt er frá því á vef Vinnslustöðvarinnar að ágætlega hafi litið út með veiðarnar til að byrja með og fékkst á tímabili ágætur afli í íslenskri lögsögu. Makrílveiðin hefur hins vegar verið mjög erfið nú í ágúst og ekkert hefur veiðst núna dögum saman, þrátt fyrir mikla leit.
Jafnframt segir að Huginn og Sighvatur Bjarnason séu á miðunum að leita að makríl en Gullberg fer núna í að taka einn skammt af síld. Staðan hjá VSV í makríl er þannig núna að búið er að veiða um 9.400 tonn og eru þá um 5.700 tonn eftir af kvótanum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst