Allir við hesta heilsu á Þórunni

„Það eru allir við hesta heilsu um borð og líka þeir sem eru í sóttkví í landi, engin fengið nein einkenni,“ sagði Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur í samtali við Eyjafréttir en allir áhafnarmeðlimir úr síðasta túr á Þórunni voru sendir í sóttkví eftir að upp kom Covid-19 smit hjá einstakling sem hafði verið […]
Hvetur útgerðir til að herða eftirlit og skimun

Formaður Sjómannasambands Íslands hvetur útgerðir fiskiskipa til að vera á varðbergi gagnvart kórónuveirunni og herða eftirlit og skimun. Einhverjar útgerðir hafi það fyrir reglu að skima áhafnir fyrir brottför, en atburðir síðustu daga sýni nauðsyn þess að allir taki upp þá reglu. COVID-19 smit hafa komið upp á tveimur fiskiskipum síðustu daga. Allir skipverjar á […]
Afar góður fiskur fyrir austan

Vestmannaeyjaskipin, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafa að undanförnu verið að veiðum fyrir austan land. Skip Bergs- Hugins hafa undanfarin ár venjulega haldið austur fyrir til veiða um miðjan september og fiskað þar fram að jólum og jafnvel fram yfir áramót. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og Jón Valgeirsson, […]
Vel áraði í sjávarútvegi 2019

Rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Þetta kom fram í kynningu frá Deloitte á Sjávarútvegsdeginum 2020, sem fór fram í gær. Sjávarútvegsdagurinn er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins, Deloitte og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Niðurstaðan byggist á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90% af úthlutuðu aflamarki og er skalað upp í 100%. Heildartekjur […]
Fyrsta síld haustsins

Kap VE kom til Eyja í morgun með fyrsta síldarfarminn á þessari haustvertíð. Um er að ræða 760 tonn af síld úr norsk-íslenskastofninum sem Kapin fékk fyrir austan land. Uppsjávarskipin eru nú í óðaönn af skipta af makrílveiðum og yfir á síld. “Þetta er fín síld við erum bæði að flaka og heilfrysta. Við eigum […]
Sjávarútvegsdagurinn 2020

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, stendur frá klukkan 8:30 til 10:00. Fundurinn verður eingöngu sendur út á netinu. Sem fyrr mun Jónas Gestur Jónasson löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte fara yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja fyrra árs og einnig eldisfyrirtækja. Þá verða stuttir fyrirlestrar og ávarp frá fjármála- og efnahagsráðherra. Hlekkur á […]
Íslensk olía á skip og vinnuvélar

Rannsóknir sýna að bíódísill úr repjuolíu geti komið í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. Á Íslandi er ónýtt ræktunarland til staðar fyrir repjuræktun. Hægt er að minnka losun margra gróðurhúsaloftegunda um allt að 70% á tiltölulega auðveldan hátt með því að breyta eldsneytisnotkun skipa og annarra vinnuvéla þannig að þau noti jurtaolíu, bíódísil eða annað lífrænt eldsneyti […]
Fundað um fyrirkomulag loðnuleitar

Fyrirkomulag loðnuleitar í haust og vetur var til umræðu á fundi sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði til í gær með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fundinum fóru fulltrúar Hafrannsóknastofnunar yfir fyrirhugaða leit. Þar kom fram að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson heldur í haustleiðangur á mánudaginn og stendur hann yfir í […]
Binni er bjartsýnn á loðnuvertíð

Útgerðarfyrirtækin sem hafa lagt áherslu á uppsjávarveiði hafa átt sögulegt fiskveiðiár að baki, en eins og þekkt er varð loðnubrestur annað árið í röð sem er í fyrsta skipti sem slíkt gerist frá því að loðnuveiðar hófust við Íslandsstrendur árið 1963. Þetta hefur ekki einungis haft áhrif á fyrirtækin og sagði fjármála- og efnahagsráðuneytið að […]
Kvótaáramótin hin fínustu

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í heimahöfn í Vestmannaeyjum sl. mánudag, á síðasta degi nýliðins kvótaárs. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Komu skipin að landi eftir stutta veiðiferð og var afli Vestmannaeyjar 40 tonn og afli Bergeyjar 37 tonn. Skipin héldu til veiða á ný á mánudagskvöld og lönduðu bæði […]