Sjávarútvegsdagurinn 2021

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn þriðjudaginn 19. október í Silfurbergi, Hörpu. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og stendur til klukkan 10:00. Léttur morgunverður frá klukkan 8:00. Yfirskrift Sjávarútvegsdagsins í ár er: Vel í stakk búinn og vísar til þess að bæði sjávarútvegur og fiskeldi komust nokkuð klakklaust í gegnum […]
Síldardansinn dunar

„Síldveiðarnar ganga ljómandi vel. Útgerðarstjórnunin snýst aðallega um að skipuleggja sjósókn þannig að hráefnið komi til vinnslu eins ferskt og kostur er. Þess vegna þurfa skipin oft að bíða í höfn eftir að komast á veiðar á ný til að ekki myndist bið eftir löndun. Við eigum eftir um 4.000 tonn af norsk-íslensku síldinni og […]
Kap strandaði í Vestmannaeyjahöfn (myndir)

Kap VE uppsjávarveiðiskip Vinnslustöðvarinnar losnaði rétt í þessu eftir að hafa strandað í Vestmannaeyjahöfn. Skipið var á leið til löndunar á síld í Eyjum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði þetta miður en væri að koma fyrir annað slagið. “Það hleðst reglulega upp rif þarna þar sem Herjólfur er að snúa sér. Þegar þessir stóru skip […]
Úthafskarfaveiðar ekki taldar ráðlegar næstu árin

Í gær veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2022-2024 fyrir efri og neðri stofna úthafskarfa. Úthafskarfi – neðri stofn ICES ráðleggur í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið (MSY) að veiðar skuli ekki stundaðar árin 2022, 2023 og 2024. Hrygningarstofninn hefur minnkað verulega frá því að veiðar […]
Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu

Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Undanfarin ár hafa verið frekar rýr og því um töluverða aukningu að ræða frá síðustu vetri en þá var kvótinn 127.300 tonn. Þetta kom fram á fundi Hafrannsóknastofnunar í dag. Í upphafsráðgjöf sem veitt var í desember á síðasta ári, sem byggði […]
Verð sjávarafurða á uppleið

Verð íslenskra sjávarafurða mælt í erlendri mynt hækkaði um 2% á öðrum fjórðungi ársins borið saman við fjórðunginn á undan. Þetta er í fyrsta skipti síðan á fyrsta fjórðungi síðasta árs sem verð hækkar milli samliggjandi fjórðunga og því fyrsta verðhækkunin eftir að faraldurinn hófst. Þetta kom fram í nýjustu Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Verð á […]
Sameinast um gerð fræðsluefnis um brottkast

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannasamband Íslands og Félag vélstjóra og málmtæknimanna hafa sameinast um gerð fræðsluefnis um brottkast. Fræðsluefnið er á veggspjaldi og í smáforriti fyrir síma. Þar er farið í nokkrum orðum um brottkast, reglur, undanþágur og úrræði. Á undanförnum árum hafa sjónir manna í auknum mæli beinst að umgengni við hafið […]
Kap væntanleg með fyrsta farm síldarvertíðar

„Við komum hingað í síldina á Héraðsflóa í gær en köstuðum ekki fyrr en í morgun. Byrjuðum á því að gera veiðarfæri klár og bíða af okkur brælu. Eitthvað fór að skrapast inn hjá okkur í morgun og meira gerist í dag. Síldin er mjög stór og falleg. Þetta er aðallega norsk-íslensk síld en Íslandssíld […]
Fiskveiðiáramót

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Heildarúthlutun er 322 þúsund ÞÍG tonn sem er lækkun um 37.000 ÞÍG tonn frá því í fyrra. Úthlutun í þorski er um 202 þúsund tonn og dregst saman um 29 þúsund tonn frá fyrra ári. Úthlutun í ýsu er rúm 33 þúsund tonn og lækkar um 3 þúsund […]
Lítið mældist af makríl

Samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana liggur fyrir. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi en jafnframt að rannsaka vistkerfi og umhverfi sjávar. Leiðangurinn var meðal annars farinn á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 200 á tímabilinu 30. júní til 3. ágúst nú í sumar. Vísitala lífmassa makríls […]