Huginn VE aflahæstur á makrílvertíðinni

Aflahæsta skipið á makrílvertíð þessa árs er Huginn VE-55, sem hefur komið með 4.383 tonn að landi, eða tæplega 10 prósent af öllu lönduðu magni á þessu ári. Venus NS-150 fylgir þar í kjölfarið með 3.725 tonn, Víkingur AK-100 hefur landað 3.412 tonnum og Börkur NK-122 hefur sótt 3.347 tonn af makríl. Þetta kemur fram […]
Minna af makríl við Ísland í sumar

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú á heimleið eftir að hafa lokið þátttöku í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas) sem hófst 1. júlí. Í leiðangri Árna kringum landið hafa verið teknar 65 togstöðvar og sigldar um 5400 sjómílur eða 10 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar […]
Uppbygging hjá Ísfélaginu á Þórshöfn

Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn stendur í miklum framkvæmdum, en í vor hófst vinna við stækkun fiskvinnsluhúss um 600 fermetra. „Verið er að stækka rýmið vegna bolfiskvinnslu, setja upp nýja lyftarageymslu, stækka móttökukælinn og koma fyrir betri aðstöðu fyrir aðgerð og grásleppuvinnslu en hluti stækkunar er líka vegna búnaðar fyrir vinnslu uppsjávarfisks. Einnig verður þarna rými […]
Eyjarnar lönduðu tvisvar fullfermi í síðustu viku

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu tvisvar fullfermi í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Bæði skipin komu til löndunar á mánudag og síðan aftur á fimmtudag. Þau héldu síðan á ný til veiða á föstudagskvöld. Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði hljóðið í Ragnari Waage Pálmasyni skipstjóra á Bergey. „ Það var hörkuveiði hjá báðum skipum í síðustu […]
Aflamagni ráðstafað til sérstakra aðgerða á fiskveiðiárinu 2020/21

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 29 þúsund tonnum aflamagns í bolfiski til sérstakra aðgerða. Er það nokkuð minna magn en á síðasta fiskveiðiári sem skýrist af samdrætti í leyfilegum heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár sem fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Um árlega úthlutun er að ræða sem byggir á lögum um stjórn fiskveiða […]
Fiskeldi í Viðlagafjöru – kynningarmyndband

Félagið Sjálfbært fiskeldi í Eyjum, sem undirbýr nú byggingu fiskeldis á landi í Viðlagafjöru á Heimaey, hefur látið útbúa kynningarmyndband um eldið og framkvæmdina. Það er verkfræðistofan Efla sem framleiðir myndbandið. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt viljayfirlýsingu um samvinnu, samskipti og nauðsynlega samningagerð og undirbúningsvinnu í tengslum við verkefnið. Myndbandið sýnir á skemmtilegan hátt útlit og […]
Ráðstöfun á 4.000 lesta viðbótaraflaheimilda í makríl

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um ráðstöfun 4.000 tonna af makríl til skipa í B-flokki gegn gjaldi. Reglugerðin kemur í stað eldri reglugerðar og eru helstu breytingar þær að skip sem fengið hafa úthlutað meira en 30 tonnum geta ekki sótt um í pottinn fyrr en þau hafa veitt 75% af […]
720 tonnum bætt við strandveiðar

Kristján Þór Júlíusson hefur ákveðið hækka aflaviðmiðun í þorski til strandveiða úr 10.000 tonnum í 10.720 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands smábátaeigenda í morgun. Í drögum að fréttatilkynningu sem LS fékk senda segir m.a. að með því að auka aflaheimildir til strandveiða sé verið að koma til móts við þá miklu […]
Stöðvast strandveiðar í byrjun ágúst?

Spurning sem 650 sjómenn á strandveiðibátum spyrja sig. Búið er að veiða rúm 7.500 tonn af þorski og er rífandi gangur í veiðunum. Þorskafli þá 10 veiðidaga sem búnir eru í júlí er að meðaltali 211 tonn. Verði það óbreytt þá 8 daga sem eftir eru mánaðarins lýkur veiðum 6. ágúst miðað við ákvæði reglugerðar […]
Ástir samlyndra í fiskvinnslu

„Ég kom hingað frá Póllandi fyrir fimm árum. Systir mín hafði áður flutt til Íslands og útvegaði mér vinnu í Vinnslustöðinni. Sjálf starfar hún hjá Leo Seafood ehf. í Vestmannaeyjum. Anna kom frá Póllandi einu ári á eftir mér. Við kynntumst í Eyjum, urðum par, búum saman og vinnum líka saman! Okkur líður vel á […]