Bergey fékk trollið í skrúfuna

Ísfisktogarinn Bergey VE kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum nú skömmu fyrir hádegi með fullfermi að aflokinni sex daga veiðiferð. Skipstjóri var Ragnar Waage Pálmason og ræddi tíðindamaður heimasíðu Síldarvinnslunnar við hann í morgun. „Jú, við erum á landleið með góðan afla en því miður fengum við í aðra skrúfuna í lokaholinu. Það er fúlt að […]

Umfangsmikill loðnuleiðangur

Nú stendur yfir umfangsmikill leiðangur á vegum Hafrannsóknastofnunar með það að markmiði að mæla stærð hrygningarstofns loðnu. Leiðangurinn er framhald mælinga sem voru gerðar austan við land dagana 17.-20. janúar. Með þessu móti er vonast eftir að ná heildarmælingu á stofninum sem leitt getur til nýrrar ráðgjafar. Í leiðangrinum eru alls 8 skip og er […]

Fjölmenni á hádegiserindi um styrki fyrir sjávarútveg

40 manns tóku þátt á hádegiserindi í Þekkingarsetrinu, sem fram fór á Zoom þriðjudaginn 19. janúar s.l. Erindið bar heitið: Rannís styrki fyrir sjávarútveg og skattafrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna – Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes. Frá upphafi árs 2018 hefur Þekkingarsetur Vestmannaeyja staðið fyrir mánaðarlegum erindum um sjávarútveg. Erindin hafa bæði farið fram í Þekkingarsetrinu og á […]

Kristján Þór staðfestir loðnuráðgjöf

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. Eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 61.000 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021.  Er það aukning um […]

Dala Rafn rakst á Elliðaey

Óhapp varð í gærkvöldi þegar Dala Rafn VE sigldi utan í Elliðaey við komu til hafnar í Vestmannaeyjum. Málsatvik eru óljós að svo stöddu. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins gat lítið tjáð sig um málið en staðfesti að óhapp hafi átt sér stað og báturinn hafi komist til hafnar án aðstoðar og verið sé að kanna […]

Leiðrétt loðnuráðgjöf: 61 000 tonn

Við endurútreikninga loðnumælinga samkvæmt gæðaferlum Hafrannsóknastofnunar kom í ljós villa við úrvinnslu á bergmálsmælingum á stærð hrygningarstofns loðnu í vikunni sem hefur nú verið leiðrétt. Niðurstaða þeirrar mælingar hækkaði um 19 þúsund tonn, eða upp í 338 þúsund tonn. Þetta þýðir að leiðrétt loðnuráðgjöf um afla á vertíðinni 2020/21 er 61 þúsund tonn. Eins og […]

Leggja til 54 þúsund tonna loðnukvóta

Í framhaldi af niðurstöðum mælinga sem nú er nýlokið leggur Hafrannsóknastofnun til að ráðlagður loðnuafli á vertíðinni 2020/21 verði rúm 54 þúsund tonn. Ráðgjöfin byggir á meðaltali tveggja mælinga á stærð hrygningarstofns loðnu. Annarsvegar á niðurstöðum bergmálsleiðangurs í desember og hinsvegar á samanlögðum niðurstöðum tveggja bergmálsleiðangra í janúar. Fyrri mælingin í janúar, upp á samtals […]

Eyjarnar báðar með fullfermi

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE komu báðir til heimahafnar í gær með fullfermi eða á milli 70 og 80 tonn. Bæði skip munu síðan halda til veiða á ný á morgun. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við þá Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey. Birgir sagði að veður hefði verið […]

Vetrarvertíð byrjar með bullandi veiði og trukki

„Fyrsti veiðidagurinn okkar var 10. janúar og við höfum fengið þetta sjö til níu tonn á dag en aflinn í gær var tuttugu tonn og verður enn meiri í dag. Það er með öðrum orðum bullandi veiði og mætti halda að kominn væri marsmánuður en ekki miður janúar! Vetrarvertíðin byrjar af meiri krafti nú en […]

Hrein viðbót eða áður mæld loðna?

Yf­ir­ferð þriggja skipa og mæl­ing­um á loðnu á svæði úti fyr­ir Aust­fjörðum lýk­ur vænt­an­lega í dag, að sögn Guðmund­ar J. Óskars­son­ar, sviðsstjóra hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í samtali við mbl.is í dag. Ráðgert er að halda áfram mæl­ing­um norður fyr­ir Langa­nes eft­ir því sem aðstæður leyfa, en út­lit er fyr­ir erfiðara veður á morg­un. Reynt verður að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.