Eldur kom upp í vélarrúmi í fiskiskipsins Vestmannaeyja á fimmta tímanum í dag. Skipið, sem staðsett var 30 mílur suðaustur af landi, var á leið í land til Neskaupsstaðar til löndunar með fullfermi. Sam kvæmt frétt á vef mbl.is er skipið orðið rafmagnslaust en skipið Bergey VE dregur það nú í land. Skipverji á Bergey-VE segir í samtali við mbl.is þetta vera það versta sem geti gerst á skipi. „Þetta er það versta sem skeður. Það er drungalegt að verða núna og það er slökkt á öllu og allt rafmagnslaust hjá þeim. Skipið kólnar hratt og ekki hægt að elda mat.“
Áhöfn Bergeyjar varð ekki vör við eld er þau komu að Vestmannaey. Búist er við að skipin verði komin að landi á milli tvö og þrjú í nótt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst