Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni – Fundi frestað

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins ætlaði að fara yfir  samgöngur og fleiri mál ásamt Ásgerði Kristínu Gylfadóttur 1. varaþingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á opnum fundi á Kaffi Kró í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 5. febrúar, kl. 20:00, en vegna veðurs hefur fundinum verið frestað.   (meira…)

Þrjú skipa VSV slysalaus allt síðasta ár

. Mynd: JÓI. Mynd: Jói myndó„Auðvitað er ánægjulegt fyrir mig og áhöfnina að ekkert slys hafi orðið um borð á árinu 2018 sem kostaði fjarveru frá vinnu. Aðalatriðið er samt að halda áfram á sömu braut og fagna helst líka slysalausu árinu 2019. Verkefnið er viðvarandi og kallar á að menn séu vakandi fyrir hættum […]

Tíu milljarða markinu náð hjá Bergey VE

Bergey VE kom með fullfermi eða 70 tonn til Seyðisfjarðar síðast liðið mánudagskvöld. Uppistaða aflans var ýsa sem fékkst í Litladýpi og Berufjarðarálnum. Þessi veiðiferð markar tímamót í sögu skipsins því með henni fór aflaverðmæti þess yfir tíu milljarða múrinn en afli skipsins frá því það kom nýtt til landsins í ágústmánuði 2007 er 39.050 […]

Nær sokkinn í innsiglingunni

Rétt fyrir klukkan 14:00 í dag var kallað eftir hjálp frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja. En þar var smábáturinn Lubba VE 27 í vanda við innsiglingu við höfnina með fjóra skipverja um borð. Í ljós kom leki á bátnum og var báturinn orðinn vel fullur af sjó. Var báturinn þá keyrður upp í fjöru til þess að […]

Hvað er að frétta af loðnunni?

Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg þar sem rúmlega 100 aðilum sem tengjast sjávarútvegi í Eyjum er boðin þátttaka. Á þriðjudaginn hélt Þorsteinn Sigurðsson, sviðstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun erindi sem bar yfirskriftina: Hvað er að frétta af loðnunni? Um 60 manns komu á erindið  frá hinum ýmsu sviðum sjávarútgsins. Þær umhverfisbreytingar sem orðið hafa […]

Brynjólfur hinn fengsæli til hafnar í muggunni

Brynjólfur VE gerir það gott á fiskitrolli og var næstaflahæstur tollbáta á landinu í desember og er líka í öðru sæti sem stendur í janúar. Eftir að humarveiðum lauk í september var ákveðið að prófa að gera Brynjólf út til botnfiskveiða með tveimur fótreipstrollum. Það hefur aldeilis skilað lukkast vel. Samkvæmt vefnum aflafrettir.is var Steinunn […]

Árið byrjar vel hjá Eyjunum, en vertíð ekki hafin

Bergey VE landaði í Vestmannaeyjum sl. mánudag og aftur í dag. Aflinn á mánudaginn var 76 tonn eða fullfermi en í dag um 50 tonn.  Vestmannaey VE landaði fullfermi í Eyjum sl. þriðjudag eða 76 tonnum. Heimasíðan hafði samband við skipstjórana og spurði hvernig árið færi af stað. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir […]

Viðburðaríkt ár og viðræðuhæfur ráðherra

„Árið 2018 var bæði viðburðaríkur og áhugaverður kafli í sögu Vinnslustöðvarinnar, sannkölluð tímamót að ýmsu leyti. Jafnframt verður að segjast að óvissa ríkir um þætti sem skipta okkur miklu máli til skemmri eða lengri tíma og afkoma félagsins hefur versnað,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson – Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, um stöðu og horfur fyrirtækisins og sjávarútvegsins […]

Áskorun til stjórnvalda vegna málefna Hafró

Árangur sá er náðst hefur í fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum grundvallast á rannsóknum. Án þeirra myndu menn renna blint í sjóinn, í bókstaflegri merkingu. Margir stofnar við Ísland eru nýttir á sjálfbæran hátt. Stærri fiskistofnar leiða til þess að hægara verður að veiða fiskinn og veiðarnar verða umhverfisvænni. Víða um heim líta menn til reynslu Íslendinga […]

Árið 2019 hefst með hefðbundum hætti, fullkominni óvissu í loðnuveiðum

Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun var lækkun um milljarð eða 20% á atvinnutekjum í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum á árunum 2016-2017. Veiðigjöldin kalla á aukna hagræðingu og störfum í landi fer fækkandi. Íslandsbanki gaf í lok árs út skýrslu um sjávarútveginn á Íslandi og á þeirri kynningu var því kastað fram hvort 2018 yrði vonbrigði í sjávarútvegi, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.