Góðum aflabrögðum fagnað með kökum og kruðeríi

Áhafnir þriggja skipa Vinnslustöðvarinnar fengu um helgina gott með kaffinu um í tilefni af góðum aflabrögðum frá áramótum. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar, mætti um borð með kökur, kruðerí og þakkir frá fyrirtækinu. Áður hefur hér á þessum vettvangi verið greint frá fádæma góðum afla Breka VE í marsmánuði. Hann er í hópi aflahæstu togara landsins […]

Minni hagnaður, meiri framlegð og Asía orðin helsta markaðssvæðið

Hagnaður VSV-samstæðunnar nam 6,7 milljónum evra á árinu 2018, jafnvirði liðlega 900 milljóna króna, og minnkaði um 23% frá fyrra ári þegar hann var 8,7 milljónir evra. Þetta kom fram á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 28. mars 2018. Framlegð VSV-samstæðunnar (EBITDA)  jókst um 23,5% og nam 19,3 milljónum evra en var 15,6 milljónir […]

Loðnubresturinn hefur áhrif á 280 heimili í Vestmannaeyjum

Í gær var haldinn fundur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja sem bar yfirskriftina: Loðnubrestur, áhrif, afleiðingar og aðgerðir. Fundurinn var haldinn af Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæ, SASS og Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja. Eins og fram kom á fundinum í gær er brest­ur­inn mikið fjár­hags­legt högg fyr­ir sam­fé­lag eins og Vest­manna­eyj­ar, fólkið sem þar býr, fyr­ir­tæk­in og sveit­ar­fé­lagið, sem eiga mikið […]

Veður truflar og oft landað

Veður hefur að undanförnu haft mikil áhrif á veiðar Vestmannaeyjaskipanna Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE. Sannleikurinn er sá að þau hafa þurft að veiða í skjóli af Eyjunum og ekki komist á önnur mið vegna veðurs. Að sögn Arnars Richardssonar rekstrarstjóra eru skipstjórar skipanna enn ekki alveg sáttir við fiskiríið að undanförnu og telja að […]

Loðnubrestur – áhrif, afleiðingar og aðgerðir

Í dag þriðjudaginn 26. mars kl. 17:30- 18:30 fer fram fundur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja með yfirskriftinni Loðnubrestur – áhrif, afleiðingar og aðgerðir. Á fundinum verður farið yfir þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess loðnubrests sem er orðin staðreynd. Fjárhagslegt högg er gríðalegt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar, fólkið, fyrirtæki og sveitarfélagið, sem […]

Loðnubrestur- áhrif, afleiðingar og aðgerðir

Haldinn verður fundur í Þekkingarsetri Vestmannaeyja þriðjudaginn 26. mars kl. 17:30- 18:30. Á fundinum verður farið yfir þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess loðnubrests sem er orðin staðreynd. Fjárhagslegt högg er gríðalegt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar, fólkið, fyrirtæki og sveitarfélagið, sem á mikið undir loðnuveiðum og vinnslu loðnuafurða. Fundurinn er öllum […]

Þórunn Sveinsdóttir VE komin í sundur í Skagen

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sigldi til Skagen í Danmörku nú í marsbyrjun en lengja á skipið um 6,6 metra. Gylfi Sigurjónsson skipstjóri á Þórunni er í Skagen og sagði í samtali við Eyjafréttir að allt gengi vel og verkið væri á áætlun. Skipasmíðatöðin Karstensens í Skagen í Danmörku sér um að lengja skipið en sú stöð […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega […]

Það mætti vera meiri kraftur

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE, segir að sér finnist vanta meiri kraft í vertíðina í Vestmannaeyjum og hann telur að fiskgengdin sé ekki jafn mikil við Eyjarnar og verið hefur síðustu ár. „Það hefur verið góð veiði en ekki aðgæsluveiði eins og undanfarin ár. Hins vegar er alltaf fiskur að bætast við það […]

Þungt högg fyrir sjávarútveginn

Allri formlegri leit að loðnu fyrir þessa vertíð hefur verið hætt. Þetta var ákveðið á fundi Hafrannsóknastofnunar með útgerðum loðnuskipa í gær. Þetta þýðir að Hafrannsóknastofnun mun ekki leggja til að gefinn verði út loðnukvóti fyrir vertíðina. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá stofnuninni, sagði við RÚV í gær að ef það berist einhverjar fréttir af loðnugöngum, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.