Fundarröð um sjávarútveg, Jónas Rúnar Viðarsson, frá Matís
22. október, 2019
Jónas Rúnar Viðarsson

Þekkingarsetur Vestmannaeyja stendur fyrir mánaðarlegri fundarröð um sjávarútveg gestur fundarins í dag var Eyjamaðurinn öflugi Jónas Rúnar Viðarsson, frá Matís. Jónas var lengi sjómaður í Eyjum en hefur starfað hjá Matís til fjölda ára og hefur hann aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á alþjóðlegum sjávarútvegi. Hann þekkir vel til og hafði frá mörgu áhugaverðu að segja, m.a. hátækni í sjávarútvegi.

Í erindi sínu var Jónas á tæknilegum nótum. Hann fór yfir það nýjasta sem er að gerast í fiskveiðum og fiskvinnslu, þ.e. það sem snýr að matvælavinnslunni sjálfri, hvort heldur það sem er að gerast um borð í skipunum eða í fiskvinnslunum. Inn í þetta blandaðist starfsemi iðnfyrirtækja sem byggja afkomu sína á vörum og þjónustu við sjávarútveg. Jónas horfði til nánustu framtíðar velti upp þeim ógnunum og tækifærum sem fram undan eru í íslenskum sjávarútvegi í því hátækniumhverfi sem sjávarútvegur býr við.

Á fimmta tug gesta sótti fundinn í hádeginu og létu vel að efni fundarins.

Jónas Rúnar Viðarsson
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst