Vonandi finnum við síld sem er hæf til manneldisvinnslu

Eyþór Harðason útgreðastjóri hjá Ísfélaginu sagði í samtali við Eyjafréttir að þeir hefðu klárað veiðar á norsk íslensku síldinni um  miðjan nóvember, sem var um 15.000 tonn. Aðspuður hvort meiri vinnu væri að hafa fyrir fólk í landi hjá Ísfélaginu á Þórshöfn en í Eyjum sagði Eyþór að norks íslenska síldin hefði verið unnin á […]

N1 opnar nýja verslun við Friðarhöfn

N1 opnaði með formlegum hætti nýja verslun sína við Friðarhöfn í gær, þriðjudag. Verslunin er öll hin glæsilegasta og bíður upp á aukið vöruúrval frá því sem áður var í verslununum tveimur sem nú sameinast. Til að mynda í efnavöru, vinnufatnaði og rekstrarvöru ýmiskonar. Þá hefur úrval kaffidrykkja verið aukið til muna og hægt að […]

Mikil áhætta af hagræðingu geta komið illa niður á rekstri sveitafélaga

Í lok október hélt Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja.  Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.  Erindi Daða fjallaði m.a. veiðigjöld: forsendur, áhrif og skiptingu þeirra.  Fram kom í erindinu að lögaðilar í Vestmannaeyjum greiddu 1181 mkr. í veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2017/2018, eða um […]

Breki VE og Páll Pálsson ÍS nefndir sem fyrirmyndarskip í Hörpu

Eldsneytisnotkun með tilheyrandi afleiðingum fyrir umhverfi og andrúmsloft bara eykst og eykst á Íslandi, NEMA í sjávarútvegi. Þar hefur hún dregist saman um 43% frá 1990 til 2016. Þetta kom fram á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 og í því samhengi brá fyrirlesari upp mynd af Breka VE fyrir að „veiða á við tvo en eyða olíu á […]

Þrettán framúrskarandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum

Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar í Hörpu í dag fyrir rekstrarárið 2017. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Samherji er í efsta sæti listans líkt og á síðastliðnu ári og þar á eftir kemur Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flutti ávarp […]

Austfirsk togaramið gjöful í haust

Togarar hafa fiskað með góðum árangri á Austfjarðamiðum í haust. Gullver NS hefur að sjálfsögðu veitt á sínum hefðbundnu heimamiðum og Vestmannaey VE og Bergey VE hafa haldið sig fyrir austan en landað ýmist eystra eða í Vestmannaeyjum. Þá hafa togarar víðs vegar að stundað veiðar út af Austfjörðum og Suðausturlandi og hafa þeir landað […]

Huginn VE 55 kom til heimahafnar í gær

Huginn VE 55 kom til heimahafnar í gær eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi þar sem skipið var lengt um 7,2 metra. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskipog var smíðað árið 2001 í Chile. Með því stækkar lestarrými um 600 rúmmetra og verður skipið þá betur útbúið til að sjókæla aflann og landa honum ferskum […]

Fór gegn stjórnendum með dylgjum og mannorðsmeiðingum

Hæstaréttardómur í máli Samherja gegn Seðlabankanum er tilefni til að varpa ljósi á rannsókn Seðlabankans sem beindist gegn Vinnslustöðinni. Framkvæmdastjórinn og stjórnarmenn höfðu stöðu kærðra í þrjú ár án þess að vita af því sjálfir! Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að mál Samherja og VSV séu samstofna að vissu leyti. Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr […]

Gestkvæmt í bás VSV á Kínasýningu

„Við erum lukkulegir með hvernig til tókst, enda var mikil gestagangur í VSV-básnum og talsvert um fyrirspurnir frá fólki og fyrirtækjum sem við höfum ekki hitt áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni. Sindri og Yohei Kitayama, sölumaður í Austur-Asíu, stóðu vaktina fyrir Vinnslustöðina í vikunni á bás fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni China Fisheries & Seafood Expo […]

Það getur borgað sig að hafa flugvél við hendina

Bergur- Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum, gerir út togarana Vestmannaey VE og Bergey VE. Viðhaldsstjóri fyrirtækisins er Guðmundur Alfreðsson en hann er mikill áhugamaður um flug, hefur flugréttindi og á að baki um 1.600 flugtíma. Guðmundur á hlut í fisvél og eins flýgur hann vél af gerðinni Piper Warrior. Guðmundur segir að flugvélin komi oft […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.