Helgi Geir kveður Ísleif VE og Vinnslustöðina

„Ég geng í land úr síðustu veiðiferðinni og kveð áhöfnina, Ísleif VE og Vinnslustöðina sáttur við guð og menn,“ segir Helgi Geir Valdimarsson, sem lauk tæplega 18 ára starfsferli sínum hjá Vinnslustöðinni í dag. Yfirmenn fyrirtækisins, Sigurgeir B. Kristgeirsson og Sindri Viðarsson, tóku á móti áhöfninni með tertum og blómum þegar Ísleifur kom til hafnar, […]
FISK-Seafood kaupir hlut Brims í Vinnslustöðinni

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er kr. níu milljarðar og fjörgurhundruð milljónir. Samningurinn verður sendur Samkeppniseftirlitinu. Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar […]
Smíði hafin á Vestmannaey og Bergey

Undir lok síðasta árs undirrituðu fulltrúar fjögurra íslenskra útgerðarfélaga samninga um smíði sjö togara hjá norsku skipasmíðastöðinni Vard. Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur-Huginn ehf. í Vestmannaeyjum, lætur smíða tvö þessara skipa en þeim er ætlað að koma í stað núverandi Vestmannaeyjar VE og Bergeyjar VE. Skipin sem hér um ræðir verða 28,95 m að lengd og 12 […]
Þennan landsbyggðarskatt verður að lækka

Útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiddu á síðasta fiskveiðiári, sem lauk 1. september síðastliðinn, vel yfir einn milljarð króna í veiðigjöld sem var nærri tvöföldun frá árinu á undan. Það er íþyngjandi og treysta verður að ríkisstjórn og Alþingi standi við gefin fyrirheit um lækkun þessara gjalda, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum í umfjöllun um mál […]
Veiðin er norðarlega í Smugunni

Makrílvertíðin hefur gengið ágætlega hjá Ísfélagsskipunum sagði Eyþór Harðarsson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjafréttir, en sagði jafnframt að hún væri heldur frábrugðin vertíðum síðust ára. „Nú hefur makríllinn veiðst í minna magni á svæðinu út af austfjörðum og suður af þeim, en yfirleitt var hægt að ganga að honum vísum í nokkrar vikur […]
Ályktun stjórnar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda

Vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar. (rafræn vöktun, eftirlit með vigtun, fjarstýrð loftför o.fl.) vill stjórn SFÚ koma eftirfarandi á framfæri. Umrætt frumvarp lýtur að því að fækka brotum á viðkomandi lögum. Brotin hafa eins og dæmin sanna aðallega snúið að tveimur þáttum; * Brottkast afla […]
Tæp ellefu prósent kvótans til Eyja

Ríflega 86% af heildaraflamarki nýs fiskveiðiárs sem hefst í dag fara til 50 fyrirtækja, sem er reyndar 1,7% lægri tala en í fyrra. Alls fá 416 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað veiiheimildum nú eða 44 fleiri aðilar en í fyrra. Í ár fær HB Grandi í Reykjavík, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa […]
Mikill afli og ýsuveiðin aldrei meiri

Ágúsmánuður hefur svo sannarlega verið góður hjá Vestmannaey VE og Bergey VE en það er Bergur-Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar, sem gerir skipin út, segir í frétt á facebooksíðu Síldarvinnslunnar. Afli skipanna samtals í mánuðinum er 829 tonn af slægðum fiski en til samanburðar veiddu þau 661 tonn í fyrra. Heildarafli hvors skips á fiskveiðiárinu fer yfir […]
Fiskaflinn 27% meiri en í júlí 2017

Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 93.551 tonn sem er 27% meira en í júlí í fyrra. Botnfiskafli í mánuðinum var rúm 34 þúsund tonn og er það tæpum 5 þúsund tonnum meira en í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund […]
Breki VE veiðir á við tvo með þriðjungi minni olíu

Nýr ísfiskstogari Vinnslustöðvarinnar, Breki, gerir gott betur en að uppfylla væntingar útgerðar og áhafnar til skipsins í fyrstu veiðiferðunum eftir heimkomuna frá Kína. Breki afkastar á við báða togarana sem hann leysti af hólmi hjá VSV en brennir þriðjungi minni olíu en hvor togaranna um sig hefði gert við veiðarnar og jafnvel gott betur. Og […]