Fiskafl­inn 27% meiri en í júlí 2017

Fiskafli ís­lenskra skipa í júlí­ var 93.551 tonn sem er 27% meira en í júlí í fyrra. Botn­fiskafli í mánuðinum var rúm 34 þúsund tonn og er það tæp­um 5 þúsund tonn­um meira en í júlí í fyrra. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Hag­stof­unn­ar. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund […]

Breki VE veiðir á við tvo með þriðjungi minni olíu

Nýr ísfiskstogari Vinnslustöðvarinnar, Breki, gerir gott betur en að uppfylla væntingar útgerðar og áhafnar til skipsins í fyrstu veiðiferðunum eftir heimkomuna frá Kína. Breki afkastar á við báða togarana sem hann leysti af hólmi hjá VSV en brennir þriðjungi minni olíu en hvor togaranna um sig hefði gert við veiðarnar og jafnvel gott betur. Og […]

Rólegt yfir makrílveiðum

Rólegt er yfir makrílveiðum þessa dagannna og sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni að það væri lítil veiði þessa daganna, „Kap og ísleifur lönduðu núna fyrir og um helgina bæði um 500 tonnum en svo hefur lítil veiði verið síðustu daga.“ Breki er á Vestfjarðamiðum að fá blandaðan afla en byrjaði túrinn fyrir SV land í karfa. […]

Nokkuð löng sigl­ing á miðin

Sum­ar­vertíðin hófst um mánaðamót­in hjá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja á Þórs­höfn og er búið að taka þar á móti um 1.500 tonn­um af mak­ríl, segri í frétt á mbl.is Að sögn skip­stjóra Heima­eyj­ar var nokkuð löng sigl­ing á miðin suðaust­ur af land­inu, eða um 12 tím­ar. Unnið er nú all­an sól­ar­hring­inn í vinnsl­unni og vertíðarbrag­ur kom­inn á […]

Vinnslustöðin breytir um nafn á sölufélaginu

Nafni sölufélags Vinnslustöðvarinnar hf. verið breytt úr About Fish ehf  í VSV Seafood Iceland ehf, en þessu greindi Vinnslustöðin frá á Þriðjudaginn. Nöfnum erlendra sölufélaga verður samhliða breytt úr About Fish í VSV. Við breytinguna styrkist heitið VSV  í markaðsstarfi félagsins og tengist betur framleiðsluhluta þess, segir í tilkynningu frá Vinnslustöðinni. (meira…)

Egyptar og Tyrkir fá fyrsta makríl vertíðar sem lofar góðu hjá VSV

„Við höfum tekið við um 4.000 tonnum frá upphafi vertíðar 13. júlí, fínum makríl með lítilli átu. Meiningin er að hreinsa upp vinnslunni í dag og á morgun fyrir Þjóðhátíð. Skipin fara til veiða síðdegis á mánudag og við hefjum vinnslu á ný að morgni miðvikudags 8. ágúst.“ Sindri Viðarssonar, sviðsstjóri uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar, er afar […]

Makrílvertíðin fer vel af stað

Makrílvertíðin er nú komin í fullan gang og hefur gengið vel bæði hjá Ísfélaginu og Vinnslustöðinni framan af. Páll Hjarðar hjá Ísfélaginu sagði í samtali við Eyjafréttir að búið væri að landa nú um 3800 tonnum og að þeir væru ánægðir með aflann sem væri að koma.Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni sagði að Makríllinn væri góđur […]

Breki VE farinn til veiða sunnan Eyja

„Við tókum tvö karfahöl í gærkvöld og í nótt. Þar með erum við komnir með skipið til veiða. Fyrstu sólarhringarnir fara annars að miklu leyti í að stilla af spil og vinnslukerfi, eins og við var búist,“ sagði Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE, í morgun. Áhöfnin á nýja VSV-togaranum er sem sagt komin á […]

Pysjudauði í Vestmannaeyjum

Varp lund­ans er betra í Ak­ur­ey en á horfðist en horf­ur í Vest­manna­eyj­um eru ekki góðar. Í fyrra fund­ust um 4.800 pysj­ur í Vest­manna­eyja­bæ en nú virðist komið bak­slag og pysju­dauði mik­ill, greinir Morgunblaðið frá í dag. Full­orðnir lund­ar í kring­um Vest­manna­eyj­ar fljúga allt að 110 km í leit að æti fyr­ir unga sína og […]

Breytingar á stjórn og minni hagnaður

Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja var haldinn á skrifstofu félagsins í dag mánudaginn 23. júlí. Þar kom meðal annars fram að rekstrartekjur félagsins hafa dregist saman milli ára. Árið 2017 voru þær 104 m.USD, samanborið við 109 milljónir árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 4 m.USD en 21 m.USD árið 2016. Afli skipa Ísfélagsins var 105 þúsund […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.