Þarf að tryggja að kerfið sé bæði sanngjarnt og raunhæft

Nýverið funduðu fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja með þingmönnum Suðurkjördæmis. Flestir oddvitanna mættu til fundarins. Eyjafréttir ræddu við tvo þeirra að fundi loknum. Annar þeirra er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Spurð hvað henni hafi þótt markverðast sem kom fram á fundinum segir hún að það hafi verið mjög gagnlegt að heyra beint frá fólki sem rekur útgerð […]
Á annað hundrað manns í kokteilboði VSV

Það var svo sannarlega góð stemning í bæði Eldheimum og í Höllinni í gærkvöldi. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar í dag að alls hafi verið 120 manns skráðir til þátttöku í sjómannaskemmtuninni, frá öllum sex skipum VSV. „Útgerðin bauð bæði skipverjum og mökum þeirra til viðburðarins. Fyrir skemmtunina var haldið kokteilboð í Eldheimum, þar sem […]
Heimaey VE1- Helstu upplýsingar

Þann 23.maí tók Ísfélagið við uppsjávarskipinu Pathway frá Skotlandi sem hefur fengið nafnið Heimaey. Skipið var smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku 2017. Skipið er 78,65m langt , 15,5m breitt og aðalvélin er 5.220 kW frá Wartsila sem er einungis keyrð um 14.000 klst. Burðargeta er um 2500 tonn. Allur búnaður skipsins til […]
Ný Heimaey VE 1 væntanleg kl. sjö í fyrramálið

Öflugra skip og burðargetan 2500 tonn „Þetta er skip sem hentar okkur mjög vel. Erum að taka skref fram á við miðað við það skip sem við vorum með með áður,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins um Heimaey VE, nýtt skip Ísfélagsins sem væntanlegt er til heimahafnar í Vestmannaeyjum klukkan sjö í fyrramálið, laugardag . […]
Sjómennskan í fjóra ættliði

Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Af því tilefni tökum við nú púlsinn á sjómannslífinu. Rætt er við þá feðga Jón Atla Gunnarsson, skipstjóra á Gullberginu og Hákon Jónsson, stýrimann á Drangavík á fréttasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að stundum sé talað um að sjómennska sé fjölskylduarfur sem heldur áfram til næstu kynslóðar. Það á vissulega […]
„Þetta var stutt og laggott”

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hefði gengið vel. „Þetta var stutt og laggott. Fínasta veður og ágætis veiði. Við byrjuðum á Péturseynni og tókum þar þrjú eða fjögur hol. Síðan færðum við okkur á Ingólfshöfðann og þar […]
Málið reynst þungbær reynsla fyrir marga

Í dag var greint frá niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna óhapps sem varð í innsiglingunni til Vestmannaeyja þann 17. nóvember 2023 þegar akkeri Hugins VE-55 festist í Vestmannaeyjahöfn og olli skemmdum á neysluvatnslögn og ljósleiðara sem liggja þvert yfir innsiglinguna. Í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar, móðurfélags Hugins ehf. er niðustaða nefndarinnar rakin og farið yfir […]
Funda með þingmönnum um veiðigjöldin

Í dag ætla fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja að funda með þingmönnum Suðurkjördæmis vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Að sögn Viðars Elíassonar, formanns Útvegsbændafélags Vestmannaeyja boðuðu þeir oddvita flokkanna í kjördæminu á sinn fund. Spurður um hvað standi til að kynna fyrir þingmönnunum segir hann að þau ætli að sýna þeim með tölulegum staðreyndum hvað gerist […]
Vertíðarbransinn búinn og við tekur hið árlega skrap

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Eyjum á sunnudaginn síðastliðinn. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er rætt stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og er hann spurður um hvernig túrinn hafi verið. „Það var ágæt veiði en aflinn var að mestu ýsa. Við byrjuðum á Víkinni og síðan var farið á Ingólfshöfðann. Túrinn tók rúmlega […]
Tuttugu milljarða fjárfesting í öðrum fyrirtækjum í Eyjum

Á síðasta ári fjárfesti Vinnslustöðin fyrir rúma 3 milljarða, aðallega í uppbyggingu á Kima, nýbyggingu fyrir saltfisk- og upppsjávarvinnslu. Byggingin er viðbygging við Krók, þar sem uppsjávarvinnslan og mótorhúsið er nú staðsett. Ef skoðuð eru síðustu 10 ár er varðar fjárfestingar í rekstrarfjármunum og innkaup og þjónusta í póstnúmeri 900 þá er það samtals 25,9 […]