Lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn í vikunni. Vestmannaey landaði á þriðjudag og Bergur á miðvikudag. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey lét vel af veiðiferðinni. „Þetta var bara fínasti túr en aflinn var mest ýsa. Við hófum veiðar út af […]
Afli skipa Ísfélagsins tæp 80 þúsund tonn

„Árið 2024 gekk vel í veiðum og var samanlagður afli skipa félagsins rúmlega 78 þúsund tonn,“ segir á Fésbókarsíðu Ísfélagsins. „Sólberg var aflahæst bolfiskflotans með rúmlega 13 þúsund tonn á árinu, en Sigurður aflahæst uppsjávarskipa með rúm 26 þúsund tonn. Rúmlega 23 þúsund tonn voru veidd af bolfiski og rúmlega 55 þúsund tonn af uppsjávarafla. […]
Stefnan sett á að verða skipstjóri

Stefán Ingi Jónsson útskrifaðist á dögunum úr skipstjórn frá Tækniskólanum og fékk hann viðurkenningu frá SFS fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum. Þá var hann með hæstu einkunn í útskriftarhópnum. Stefán Ingi hefur verið á námstyrk hjá Vinnslustöðinni frá því vorið 2022 og hefur hann sinnt námi meðfram vinnu. Hann er í dag stýrimaður á Kap […]
Hagnaðurinn minnkar

Hagnaður fyrirtækja í fiskveiðum og vinnslu fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns, EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegs minnkaði á milli áranna 2022 og 2023. Frá árinu 2022 lækkaði hlutfallið (án milliviðskipta) úr 37% í 36,5%, hækkaði í fiskveiðum úr 24,6% árið 2022 í 24,9% af tekjum árið 2023 og lækkaði í fiskvinnslu […]
Helstu niðurstöður stofnmælinga botnfiska að haustlagi

Hafrannsóknastofnun hefur tekið saman helstu niðurstöður stofnmælingar botnfiska að haustlagi en leiðangurinn fór fram dagana 27. september-29. október 2024. Í ár tóku togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 þátt í verkefninu ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200 Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum og þær bornar saman við fyrri ár. Verkefnið hefur verið […]
Byrja árið á fullfermi

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn sl. mánudag og í kjölfar hans kom Vestmannaey VE einnig með fullfermi og landaði í gær. Afli skipanna var að mestu þorskur og ýsa. Rætt er við skipstjórana á heimasíðu Síldarvinnslunnnar í dag. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, sagði að rólegt hefði verið framan af túrnum. „Við […]
Bergur og Vestmannaey með tæp 5.000 tonn í fyrra

Afli bolfiskskipa Síldarvinnslusamstæðunnar var mjög góður á árinu 2024 en heildarafli þeirra var 36.890 tonn. Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, færðu samtals að landi tæplega 5.000 tonna afla, Bergur 4.752 tonn og Vestmannaey 4.992 tonn. Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna, segir – í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar – að menn séu ágætlega sáttir við árið. […]
Kæra ákvörðunina til matvælaráðuneytis

Bergur-Huginn ehf. hefur lagt fram kæru til matvælaráðuneytisins vegna ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togara félagsins Vestmannaey VE-54 leyfi til að veiða í tvær vikur í byrjun næsta árs fyrir vigtunarbrot. Fréttavefurinn mbl.is greinir frá. Fram kemur í umfjölluninni að útgerðarfélagið krefjist þess að ákvörðun Fiskistofu verði ógilt en að öðrum kosti að fresta refsingunni […]
Svipt veiðileyfi í 2 vikur

Fiskistofa hefur svipt skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE 54 leyfi til veiða í tvær vikur frá og með 6. janúar nk. til og með 19 janúar. Þetta kemur fram í ákvörðun Fiskistofu sem birt er á vefsíðu Fiskistofu. Er skipið svipt veiðiréttinum vegna vigtarbrots sem átti sér stað þann 5. desember 2023. Fram kemur í ákvörðuninni […]
Nóg að gera hjá Laxey

Í byrjun desember var skammtur tvö færður frá RAS 2 yfir í RAS 3 og undanfarna daga hefur hann verið bólusettur. Það er NORVACC sem sá um verkefnið líkt og síðast; fyrirtækið sérhæfir sig í bólusetningu seiða. Jafnvel í landeldi gegnir bólusetning mikilvægu hlutverki við að vernda heilsu fiska, tryggja góðan rekstur og styðja […]