Síldarsæla á aðventu

​Hefð er orðin fyrir því að bjóða starfsmönnum, fyrrum starfsmönnum og velunnurum Vinnslustöðvarinnar til síldarveislu á aðventunni. Er þetta í fimmta skiptið sem slíkt er gert og mælist þetta afskaplega vel fyrir. Það eru þau Ingigerður Helgadóttir og Benóný Þórisson sem bera hitann og þungann af skipulagningu veislunnar. Þau sjá um að verka jólasíld Vinnslustöðvarinnar […]

Allir fá sinn jólafisk!

Staff Porto Jol 24 IMG 20241212 WA0020

Nú er sá tími ársins sem mestur erill er hjá Grupeixe, framleiðslu- og dreifingarfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal. Frá því seint á haustin og fram að jólum vilja allir tryggja sér góðan saltfisk í jólamatinn en saltfiskur er algjört lykilatriði í jólahaldi Portúgala og hápunkturinn á þeim mat sem hafður er á hátíðarborðum, segir í frétt […]

„Bölvaður brælutúr“

nyjar_eyjar

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í heimahöfn í dag. Á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að um sé að ræða síðustu túra þeirra fyrir jólahátíðina. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, sagði að túrinn hafi verið heldur erfiður. „Það var skítaveður nánast allan túrinn og við vorum á sífelldum flótta undan veðrinu. Við byrjuðum […]

Garðar ráðinn rekstrarstjóri Hafnareyrar

Gardar G 20241210 160011

Garðar Rúnar Garðarsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri í Hafnareyri. Frá þessu er greint inn á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir jafnframt að hann muni leiða starfsemi Hafnareyrar. Garðar var einn af eigendum vélaverkstæðisins Þórs og starfaði hann m.a. sem framkvæmdastjóri þar. Garðar hóf störf í morgun og er hann boðinn velkominn og óskað velfarnaðar í starfi. […]

Ísland og Færeyjar semja um fiskveiðihagsmuni

Sild Fra Faereyjum Mynd

Ísland og Færeyjar hafa náð samkomulagi um fiskveiðar fyrir árið 2025. Ríkin semja um skiptingu fiskveiðihagsmuna til eins árs í senn innan rammasamnings sem undirritaður var af utanríkisráðherrum ríkjanna í október 2022. Á ársfundi ríkjanna sem fór fram föstudaginn 6. desember var ákveðið að endurtaka fyrirkomulag skiptinga frá fyrri árum. Eins og áður munu bæði […]

Ufsaveisla á Papagrunni

Bæði Breki og Þórunn Sveinsdóttir héldu á austfjarðamið fyrir helgi og komu til löndunar í byrjun vikunnar. Breki á mánudag og Þórunn í gær. Uppistaða aflans var ufsi hjá báðum skipunum, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum. Þar er rætt við Óskar Þór Kristjánsson, skipstjóra á Þórunni Sveinsdóttur. „Við fórum út á miðvikudaginn í síðustu. Byrjuðum […]

Miklar framkvæmdir í FES

FES Framkv 2024

Nú eru í gangi miklar framkvæmdir í FES. Bætt verður við gufuþurrku, eimingartækjum og forsjóðara. Þessar breytingar eiga að skila afkastaaukningu, þannig að verksmiðjan ætti að þessum breytingum loknum að geta tekið inn 1.300 – 1.500 tonn af hráefni á sólarhring. Sá árangur yrði mikill stuðningur við verkefni Ísfélagsins, sérstaklega á þeim tíma sem vinnsla […]

Bíða af sér veðrið

20221101 121730

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landar nánast fullfermi í Neskaupstað í dag. Heimasíða Síldarvinnslunnar sló á þráðinn til Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra og spurði hvernig hefði gengið í veiðiferðinni. „Þetta gekk þokkalega en við vorum tæplega þrjá sólarhringa að veiðum. Aflinn skiptist nánast til helminga, þorskur og ýsa. Við vorum allan tímann á Gerpisflaki og Skrúðsgrunni. Við […]

Hugmynd sem kviknaði í túrnum

DSC_6913

Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur var södd og sæl eftir jólahlaðborðið sem Sigmundur Rúnar Rafnson afleysingakokkur hristi fram úr erminni um helgina. Skipið kom í land í morgun, segir í frétt á Vinnslustöðvar-vefnum. „Hvort það sé hefð fyrir því að halda jólahlaðborð þá er alltaf eitthvað jólalegt í matinn fyrir jólin en ekkert eiginlegt jólahlaðborð. Svo […]

Bergur og Vestmannaey landa fyrir austan

bergey_opf

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í vikunni, Bergur á miðvikudag og Vestmannaey í gær. Afli skipanna var blandaður, mest þorskur, ýsa og ufsi. Bæði skip fóru óvenju víða í veiðiferðinni og átti veðrið þar hlut að máli. Rætt er við skipstjórana á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði […]