Heildarafli í maí rúmlega 68 þúsund tonn

Sjom Landar

Landaður afli nam rúmum 68 þúsund tonnum í maí 2025 sem er 22% minna en í maí 2024. Botnfiskafli var rúm 42 þúsund tonn og dróst saman um 7%, þar af fór þorskafli úr 22,2 þúsund tonnum í 21,7 þúsund tonn. Uppsjávaraflinn var nær allur kolmunni, 22 þúsund tonn. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. […]

Skora á ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða tillögur sínar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar fór Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri yfir umsögn Vestmannaeyjabæjar um veiðigjaldafrumvarp atvinuvegaráðherra og vinnu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fundi og greiningar á vegum samtakanna. Á fundinum var lögð fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar sem í segir að bæjarstjórn taki undir umsögn og bókun bæjarráðs frá 26. maí sl. og gerir athugasemdir við þann stutta tíma sem […]

Tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi

„Miðlægur gagnagrunnur – Fiskimjöl og lýsi hlýtur 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði. Styrkurinn er fyrsti styrkur til Félags uppsjávariðnaðarins og markar tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi,“ sagði Grettir Jóhannesson, nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins með aðsetur í Vestmannaeyjum. „Í dag eru niðurstöður efnagreininga á fiskimjöli og lýsi ekki nýttar til fulls. Með gagnagrunninum […]

Drjúgur hluti tímans fór í siglingar

Vestmannaey Okt 22

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði nánast fullfermi í Eyjum á miðvikudaginn. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er spurður í viðtali á vef Síldarvinnslunnar hvar hefði verið veitt. „Það var víða veitt í þessum túr. Við byrjuðum á Pétursey og færðum okkur síðan yfir á Vík. Við vildum fá heldur meiri ýsu og fórum austur á Öræfagrunn og […]

Mun hafa alvarlegar afleiðingar

Binni IMG 8647

Í morgun var tilkynnt um að Vinnslustöðin hyggist setja togarann Þórunni Sveinsdóttur á sölu. Fjöldi spurninga vakna hjá öllum þeim sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi. Til að svara nokkrum þeirra ræddum við við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson – Binna í Vinnslustöðinni um stöðu fyrirtækisins, ástæður þess að til standi að selja skipið og þá óvissu […]

Gæti þýtt þreföldun á veiðigjaldinu í Eyjum

Einar Sig Cr

„Það er ekki hægt að fjalla um veiðigjöld og auknar álögur á sjávarútveg án þess að skoða rekstrarumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi, samkeppnisstöðu og fjárfestingar,“ sagði Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi. Hann lagði áherslu á skattspor sjávarútvegs þar sem  allur almenningur nýtur góðs af sköttum sem koma frá greininni. […]

Þórunn Sveinsdóttir VE sett á söluskrá​

Thorunn Sv TMS 20210811 163809

Í gær var áhöfn Þórunnar Sveinsdóttur tilkynnt um að til standi að setja skipið á söluskrá. Þetta herma heimildir Eyjafrétta. Samkvæmt sömu heimildum segir að ekki hafi komið til uppsagna. Þórunn Sveinsdóttir VE-401 er togari sem er í eigu Óss ehf., dótturfélags Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin hf. keypti allt hlutafé í félaginu árið 2023 ásamt hlutafé í […]

Stoppuðum í 33 eða 34 tíma á miðunum

220223 La Cr

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður um aflabrögð og veður. „Þetta var þægilegur sumartúr og auk þess var hann stuttur en við stoppuðum á miðunum í 33 eða 34 tíma og náðum að fylla. Veður var virkilega […]

Fyrsta löndun eftir sjómannadagshelgi

Vestmannaey V Landar 20220717 111132

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Grindavíkur í fyrrakvöld að lokinni fyrstu veiðiferð eftir sjómannadagshelgi. Það aflaðist vel í veiðiferðinni og var fullfermi landað í gær. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvernig veðrið hefði verið. „Til að byrja með var mjög hvasst. Þetta voru […]

Ráðleggja 4 % lækkun aflamarks þorsks

sjonum_DSC_7447_min

Í dag kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Í tilkynningu frá stofnuinni segir að aflamark fyrir á þriðja tug stofna sé lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 4 % lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2025/2026. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 213 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.