Heildarafli í maí rúmlega 68 þúsund tonn

Landaður afli nam rúmum 68 þúsund tonnum í maí 2025 sem er 22% minna en í maí 2024. Botnfiskafli var rúm 42 þúsund tonn og dróst saman um 7%, þar af fór þorskafli úr 22,2 þúsund tonnum í 21,7 þúsund tonn. Uppsjávaraflinn var nær allur kolmunni, 22 þúsund tonn. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar. […]
Skora á ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða tillögur sínar

Á síðasta fundi bæjarstjórnar fór Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri yfir umsögn Vestmannaeyjabæjar um veiðigjaldafrumvarp atvinuvegaráðherra og vinnu Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, fundi og greiningar á vegum samtakanna. Á fundinum var lögð fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar sem í segir að bæjarstjórn taki undir umsögn og bókun bæjarráðs frá 26. maí sl. og gerir athugasemdir við þann stutta tíma sem […]
Tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi

„Miðlægur gagnagrunnur – Fiskimjöl og lýsi hlýtur 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði. Styrkurinn er fyrsti styrkur til Félags uppsjávariðnaðarins og markar tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi,“ sagði Grettir Jóhannesson, nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins með aðsetur í Vestmannaeyjum. „Í dag eru niðurstöður efnagreininga á fiskimjöli og lýsi ekki nýttar til fulls. Með gagnagrunninum […]
Drjúgur hluti tímans fór í siglingar

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði nánast fullfermi í Eyjum á miðvikudaginn. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er spurður í viðtali á vef Síldarvinnslunnar hvar hefði verið veitt. „Það var víða veitt í þessum túr. Við byrjuðum á Pétursey og færðum okkur síðan yfir á Vík. Við vildum fá heldur meiri ýsu og fórum austur á Öræfagrunn og […]
Mun hafa alvarlegar afleiðingar

Í morgun var tilkynnt um að Vinnslustöðin hyggist setja togarann Þórunni Sveinsdóttur á sölu. Fjöldi spurninga vakna hjá öllum þeim sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi. Til að svara nokkrum þeirra ræddum við við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson – Binna í Vinnslustöðinni um stöðu fyrirtækisins, ástæður þess að til standi að selja skipið og þá óvissu […]
Gæti þýtt þreföldun á veiðigjaldinu í Eyjum

„Það er ekki hægt að fjalla um veiðigjöld og auknar álögur á sjávarútveg án þess að skoða rekstrarumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi, samkeppnisstöðu og fjárfestingar,“ sagði Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi. Hann lagði áherslu á skattspor sjávarútvegs þar sem allur almenningur nýtur góðs af sköttum sem koma frá greininni. […]
Þórunn Sveinsdóttir VE sett á söluskrá

Í gær var áhöfn Þórunnar Sveinsdóttur tilkynnt um að til standi að setja skipið á söluskrá. Þetta herma heimildir Eyjafrétta. Samkvæmt sömu heimildum segir að ekki hafi komið til uppsagna. Þórunn Sveinsdóttir VE-401 er togari sem er í eigu Óss ehf., dótturfélags Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin hf. keypti allt hlutafé í félaginu árið 2023 ásamt hlutafé í […]
Stoppuðum í 33 eða 34 tíma á miðunum

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður um aflabrögð og veður. „Þetta var þægilegur sumartúr og auk þess var hann stuttur en við stoppuðum á miðunum í 33 eða 34 tíma og náðum að fylla. Veður var virkilega […]
Fyrsta löndun eftir sjómannadagshelgi

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Grindavíkur í fyrrakvöld að lokinni fyrstu veiðiferð eftir sjómannadagshelgi. Það aflaðist vel í veiðiferðinni og var fullfermi landað í gær. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvernig veðrið hefði verið. „Til að byrja með var mjög hvasst. Þetta voru […]
Ráðleggja 4 % lækkun aflamarks þorsks

Í dag kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Í tilkynningu frá stofnuinni segir að aflamark fyrir á þriðja tug stofna sé lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 4 % lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2025/2026. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 213 […]