„Mjög mikilvægur vettvangur fyrir okkur”

Í dag lýkur sjávarútvegssýningunni Seafood Expo. Sýningin, sem hefur staðið yfir síðan á þriðjudag er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Sýningin var lengst af haldin í Brussel í Belgíu en var færð yfir til Barcelona og er sýningin í ár haldin í fjórða sinn á Spáni. Vinnslustöðin var venju samkvæmt með bás á sýningunni […]
Rífandi gangur í saltfiskvinnslu VSV

„Núna í lok apríl náðum við þeim áfanga í saltfiskvinnslu VSV að hafa unnið úr 5000 tonnum af hráefni á yfirstandandi vetrarvertíð. Það er að langstærstum hluta þorskur sem er saltaður fyrir Portúgalsmarkað en einnig er hluti af þorsknum sem fer til Spánar. Að auki vinnum við ufsa til söltunar en hann endar á mörkuðum […]
Tap á rekstri Vinnslustöðvarinnar í fyrra

Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir árið 2024 var haldinn í húsakynnum félagsins í gær. Helstu tölur félagsins eru eftirfarandi: Velta samstæðunnar var 177 milljónir evra, eða jafnvirði liðlega 26 milljarða króna. Tap félagsins var 3,5 milljónir evra eða jafnvirði 500 milljóna króna. Bókfærðar heildareignir félagsins námu 422 milljónum evra, eða jafngildi 61 milljarðs króna. Þar af […]
Viðskiptavinur VSV varð fyrir drónaárás

Aðfaranótt mánudagsins sl. var gerð árás á höfuðstöðvar eins af viðskiptavinum Vinnslustöðvarinnar í Úkraínu. Fyrirtækið er með alls 25 verslanir vítt og breitt um Úkraínu. Flestar þeirra eru í borginni Sumy. Fjallað er um málið í dag á vef Vinnslustöðvarinnar. Stærsti hluti framleiðslunnar gjöreyðilagðist „Það var áfall að fá þær fréttir í byrjun vikunnar að […]
Víkin heimsótti VSV

Víkin – 5 ára deild kom í heimsókn í Vinnslustöðina á fimmtudaginn síðastliðinn. Ástæða þess að þau óskuðu eftir því að fá að koma í heimsókn er sú að þau eru búin að vera að vinna með hafið sem þema í mars. Sagt er frá heimsókninni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Benóný Þórisson og Helena Björk Þorsteinsdóttir tóku á móti börnunum í anddyri aðalinngangs […]
Allt að verða klárt fyrir næsta úthald

Eins og gefur að skilja hefur loðnubrestur margvísleg áhrif á allt samfélagið. Einn angi af því er að uppsjávarskipin eru meira við bryggju og nýta áhafnirnar tímann til að sinna viðhaldi um borð. Þorsteinn Ólafsson, háseti á Gullberg VE segir léttur í bragði – í samtali við fréttaritara VSV – að hann sé kominn í […]
Talsvert breytt landslag

Það hefur verið heldur betur líflegt hjá starfsmönnum, Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga á Seafood Expo North America, sem staðið hefur yfir síðustu daga. Seafood Expo North America er stærsta sýning sinnar tegundar í Norður Ameríku. Þúsundir kaupenda og birgja víðs vegar úr heiminum sækja þessa árlegu þriggja daga sýningu í Boston til að styrkja böndin og […]
Fóru 2490 sjómílur í rallinu

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vorrall Hafrannsóknarstofnunar. Bæði Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE tóku þátt í rallinu en því lauk hjá Vinnslustöðvar-skipunum um helgina, að því er segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, fæðu, ástand […]
Maginn fullur af burstaormum

Áhöfnin á Kap VE kvartar ekki undan aflabrögðunum þessa dagana. Þegar fréttaritari VSV náði tali af Kristgeiri Arnari Ólafssyni skipstjóra síðdegis í gær voru þeir að leggja í hann til Eyja. „Það er búin að vera fínasta veiði. Fínasta blanda. Einhver 20-25 tonn á dag,” segir hann er hann var spurður um aflabrögðin upp á síðkastið. […]
Eydís kveður Vinnslustöðina eftir rúman aldarfjórðung

Særún Eydís Ásgeirsdóttir hóf störf hjá Vinnslustöðinni 1997 sem verkakona í fiskvinnslu. Eydís vann í Vinnslustöðinni nær óslitið til dagsins í dag. Tók sér örstutta pásu þegar hún flutti frá Eyjum. Hún hefur verið umsjónarkona á kaffistofu Vinnslustöðvarinnar í ein 10 ár. Eydís fer yfir starfsferilinn og uppvöxtinn í ítarlegu viðtali á Vinnslustöðvarvefnum. Grípum niður […]