Samferða í nær hálfa öld

Auðbjörg Sigurþórsdóttir og Ragnheiður Hanna Sigurkarlsdóttir hafa unnið saman í fiski frá árinu 1980 og eru meðal þeirra sem nú kveðja Leo Seafood. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar hefur verið birt ítarlegt viðtal við þær þar sem þær líta um öxl, rifja upp vertíðir og vináttu og segja frá tilfinningunum þegar kveðjustundin rennur upp. Viðtalið má lesa […]
„Stöðugleiki er lykillinn“

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Qingdao var haldin í 28. sinn í haust og dregur að sér fyrirtæki og gesti alls staðar að úr heiminum. Í viðtali á vef Vinnslustöðvarinnar segir Yohei Kitayama, sölustjóri VSV Japan, sýninguna vera einn mikilvægasta vettvang í heimi fyrir viðskipti með sjávarafurðir og að þátttaka VSV skipti máli til að fylgjast með […]
Síldarvertíðin hafin hjá Vinnslustöðinni

Gullberg VE kom í gær til Eyja með fyrsta síldarfarm vertíðarinnar, alls um 860 tonn af fallegri Íslandssíld í góðum gæðum. Í samtali við vef Vinnslustöðvarinnar segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi VE, að byrjunin hafi verið góð og aflinn fínn miðað við árstíma. „Við fengum um átta hundruð og sextíu tonn í þremur […]
Eyjafiskur í aðalhlutverki á jólaborðum Portúgala

Saltfiskurinn gegnir lykilhlutverki í jólahaldinu í Portúgal, þar sem eftirspurnin eykst verulega þegar hátíðin nálgast. Hjá fyrirtækinu Grupeixe, dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar, stendur nú yfir annasamasti tími ársins við framleiðslu og kynningu á úrvals jólasaltfiski sem ber heitið Bacalhau Especial – Cura superior 9 meses. Fiskurinn, sem byggir á íslensku hráefni, hefur verið látinn þroskast í salti […]
Úrgangur verður að verðmætum

Vinnslustöðin hefur tekið í notkun nýja, háþróaða HDF hreinsistöð sem tryggir betri nýtingu hráefna og dregur úr umhverfisáhrifum. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Iðnver og þýska tæknifyrirtækið Huber Technology. Með nýju kerfi er hægt að endurheimta fitu og prótein úr fráveitu sem áður fóru til spillis og […]
Búnir á síldveiðum í bili

Vinnslustöðin lauk um síðustu helgi vinnslu frá síðustu löndunum af norsk-íslenskri síld og hefur þar með formlega lokað þeirri vertíð. „Við kláruðum að vinna restina af NÍ-síldinni um helgina,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu fyrirtækisins. Hann segir að nú séu teknar við kolmunnaveiðar og eru skipin farin til veiða. „Bátarnir eru á kolmunna […]
Vinnslustöðin selur Þórunni Sveinsdóttur VE

Vinnslustöðin hefur undirritað samning um sölu ísfisktogarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Í kjölfar sölunnar verður um tuttugu starfsmönnum skipsins sagt upp störfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að salan sé liður í að lækka skuldir, en jafnframt hefur verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Þá hefur […]
Frábær stemning á árshátíð VSV

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar var haldin með pompi og prakt um helgina. Í frétt á vefsíðu VSV segir að hátíðin hafi hafist með fordrykk á Háaloftinu þar sem gestir nutu samvista áður en hátíðin var formlega sett í Höllinni. „Veislustjórar kvöldsins voru hinir óviðjafnanlegu Sveppi og Pétur Jóhann. Þeir leiddu gesti í gegnum kvöldið með léttu spjalli, […]
VSV býður á ball

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar fer fram í Höllinni næstkomandi laugardag. Venju samkvæmt endar árshátíðin með dansleik þar sem Gosar, Jónsi, Dagur og Una halda uppi stuðinu. Vinnslustöðin býður öllum bæjarbúum og gestum í Vestmannaeyjum á ballið. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að undirbúningur fyrir árshátíðina gangi vel. Helena Björk Þorsteinsdóttir, sem hefur veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar, […]
Túrinn gekk vel – eitt atvik stóð þó upp úr

„Sigurjón frændi hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka afleysingatúr með þeim á Þórunni. Ég hafði tvisvar áður farið túr á skipinu og fannst þetta svo skemmtilegt,“ segir Berglind Kristjánsdóttir sem tók að sér að elda fyrir áhöfnina í síðasta túr ísfisktogarans. Rætt er við Berglindi á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. […]