Veiðar og vinnsla í fullum gangi hjá Vinnslustöðinni

Vsv 24 IMG 6301

Makrílvertíðinni er lokið og nú taka við veiðar á síld og kolmunna hjá Vinnslustöðinni. Haft er eftir Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á vefsíðu fyrirtækisins að Gullberg VE hafi landað kolmunna í Eyjum á þriðjudaginn og fór aflinn í bræðslu. „Aflinn fékkst í Rósagarðinum. Veiðin er búin að vera mjög góð í kolmunnanum og þeir […]

Vinnslustöðin lokar Leo Seafood

Vinnslustöðin sendi í hádeginu út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni loka fiskvinnslunni Leo Seafood. Við það missa 50 manns vinnuna. Yfirlýsingu Vinnslustöðvarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan. Undanfarnar vikur hafa stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. Er það óumflýjanleg aðgerð vegna aukinnar skattheimtu […]

Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar á hátíð saltfisksins

IMG 20250817 WA0000

Frá 13. til 17. ágúst sl. fór hin vinsæla saltfiskhátíð Festival do Bacalhau fram í Ílhavo í Portúgal. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og frábært tækifæri til að fagna hefðbundinni saltfiskmenningu með tónlist, matargerð og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er stærst sinnar tegundar í Portúgal og eflaust í öllum heiminum, að því er segir í […]

Góður túr hjá Breka — áhersla á karfa og ufsa

Ísfisktogarinn Breki VE kom að landi síðdegis í dag eftir fyrsta túrinn að loknu sumarfríi áhafnarinnar. Aflabrögð voru góð og var uppistaðan aflans djúpkarfi, ufsi og gullkarfi. „Túrinn gekk mjög vel,“ segir Bergur Guðnason skipstjóri, sem stýrði Breka í þessari veiðiferð. „Þetta var fyrsti túrinn eftir sjö vikna sumarfrí, en áhöfnin var fljót að detta […]

„Verður nóg að gera hjá okkur næstu dögum”

default

Það hefur ekki verið slegið slöku við í makrílvinnslunni hjá Vinnslustöðinni þrátt fyrir að Eyjamenn haldi sína Þjóðhátíð. Rætt er við Sindra Viðarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á fréttavef fyrirtækisns í morgun. „Já, það er rétt. Við erum búin að vera á fullu í vinnslu síðan á laugardagsmorgun. Þá kom Huginn með ca. 1.300 tonn. Við […]

Gullberg á heimleið með skammtinn

Gullberg A Midunum 0724 Oskar Skipstj A Sighv IMG 6317

Þokkaleg veiði var um helgina hjá skipum Vinnslustöðvarinnar í Smuginni, að sögn Sindra Viðarssonar sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. „Síðasta vika var frekar róleg í makrílnum og bátarnir leituðu sig austur í Síldarsmugu. Þar eru þeir búnir að vera í einhverjum fiski um helgina og í þokkalegri veiði. Gullberg lagði af stað heim í nótt með skammtinn […]

Rýna dóminn og taka í kjölfarið ákvarðanir um næstu skref

vsv_2016-6.jpg

Í dag birtir Vinnslustöðin tilkynningu á heimasíðu sinni vegna dóma sem kveðnir voru upp í gær í makrílmálinu svokallaða. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær kvað Hæstiréttur upp dóma í máli Hugins annars vegar og Vinnslustöðvarinnar hins vegar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum […]

Fyrsti makríll vertíðarinnar kominn í hús

Fyrsti makríll vertíðarinnar kom í hús Vinnslustöðvarinnar í morgun þegar Huginn VE kom til Eyja með rúmlega 1000 tonn. Aflinn var aðeins blandaður og var um 80% makríll. Fékkst megnið af honum í Smugunni en á heimleiðinni fengust um 200 tonn af hreinum makríl í íslensku lögsögunni. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að gæði makrílsins […]

Verklok áætluð í sumar

PXL 20250618 131307139.MP

Þau tímamót urðu í vikunni að byggingarkrani sem staðið hefur á athafnasvæði Vinnslustöðvarinnar var tekinn niður eftir tæplega tveggja ára framkvæmdir.  Byggingin er um 5.600 fermetrar sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Ýmsar áskoranir Bragi Freyr Bragason er verkefnastjóri hjá […]

Á annað hundrað manns í kokteilboði VSV

Það var svo sannarlega góð stemning í bæði Eldheimum og í Höllinni í gærkvöldi. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar í dag að alls hafi verið 120 manns skráðir til þátttöku í sjómannaskemmtuninni, frá öllum sex skipum VSV. „Útgerðin bauð bæði skipverjum og mökum þeirra til viðburðarins. Fyrir skemmtunina var haldið kokteilboð í Eldheimum, þar sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.