Góður fyrirboði mættur í bergið

Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari og fuglaáhugamaður fylgist vel með fuglalífinu. Þetta hefur hann gert í að verða þrjá aldarfjórðunga, og tók hann við keflinu af föður sínum sem einnig hafði haft sömu iðju uppi í áratugi. Í ferð sinni austur á Eyju í morgun tók Sigurgeir upp kíkinn til að kanna bergið í Ystakletti. Viti menn, […]
Metnaðarfull verkefni sem munu nýtast Idunn Seafoods

Í síðasta mánuði var hugmyndasamkeppni SFS og HR haldin. Keppnin gengur undir nafninu Vitinn en hét áður Hnakkaþon. Vitinn er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan 2015. Nemendur Háskólans koma sér saman í tveggja til fimm manna liðum sem leysa svo verkefni sem sett er fyrir […]
Staðreyndir vegna óhapps í innsiglingu

Vinnslustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óhapps sem varð við komu Hugins VE til Vestmannaeyja í gær, en skipið missti vélarafl í innsiglingunni. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær vildi það óhapp til að aðalvél Hugins drap á sér í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Fréttir af atburðinum eru misvísandi en […]
Makríldómur fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Vinnslustöðvarinnar hf. um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 7. nóvember sl. um skaðabætur vegna svokallaðs makrílmáls. Ríkið óskaði jafnframt eftir leyfi til að áfrýja dómi í sambærilegu máli Hugins og samþykkti Hæstiréttur einnig þá beiðni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir jafnframt að forsaga málsins […]
„Virkilega ánægjuleg kvöldstund ár hvert”

Það var heldur betur góð stemning í matsal Vinnslustöðvarinnar á föstudaginn sl.. Þar var hið árlega þorrablót haldið til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum VSV og mökum þeirra. Góð mæting var á blótið, á sjöunda tug gesta mætti og átti saman notalega kvöldstund, segir í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Sigurgeir Brynjar, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar ávarpaði gesti og rakti […]
Stefnan sett á að verða skipstjóri

Stefán Ingi Jónsson útskrifaðist á dögunum úr skipstjórn frá Tækniskólanum og fékk hann viðurkenningu frá SFS fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum. Þá var hann með hæstu einkunn í útskriftarhópnum. Stefán Ingi hefur verið á námstyrk hjá Vinnslustöðinni frá því vorið 2022 og hefur hann sinnt námi meðfram vinnu. Hann er í dag stýrimaður á Kap […]