Af vettvangi bæjarmálanna

Það er mér bæði ljúft og skylt að verða við áskorun eyjafrétta/eyjar.net um að skrifa meira um bæjarmálin, enda er ég sannarlega alls ekki farin að huga að framboði á öðrum vettvangi. Af vettvangi skipulagsmála Að mínu mati er skipulagning íbúðabyggðar í Löngulág forgangsmál í skipulagningu íbúðabyggðar. Mér hugnast ekkert sérstaklega að Vestmannaeyjabær sé að skipuleggja […]

Keppast við að fá Írisi á lista?

„Það er sagt að þú sért einn eftirsóttasti bitinn í pólitíkinni þessa dagana og að flokkarnir keppist við að bjóða þér sæti á lista. Ertu á leið í landsmálin?“ spurði stjórnandi Silfurs á RÚV Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í þætti kvöldsins. Þar var Íris einn af fjórum gestum sem fóru yfir stöðuna í pólitíkinni […]

Háir vextir, verðbólga og samgöngur efst á baugi

DSC 1103

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður héldu opinn fund í Eyjum í gær. Undanfarna daga hefur Kristrún ferðast um landið ásamt þingmönnum flokksins og efnt til 18 opinna funda um húsnæðis- og kjaramál. Kappsmál hjá okkur að opna málefnastarfið „Vestmannaeyjar eru góður fundarstaður og það er alltaf gaman að koma og taka púlsinn […]

Samfylking heldur opna fundi um húsnæði og kjaramál

KRISTRUN JOHANN HRINGFERD MYND

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður boða til opins fundar í Vestmannaeyjum 7. september. „Við hlökkum til að eiga samtöl við heimamenn um húsnæðismálin, kjörin og málefni fjölskyldna,“ segir Kristrún en fundirnir eru liður í umfangsmiklu málefnastarfi flokksins um allt land. Málin verða rædd yfir ljúffengri súpu á Tanganum í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. […]

Íris bæjarstjóri í framboð fyrir Samfylkinguna?

Kristinn H. Guðnason, blaðamaður á DV skrifar áhugaverða grein um hugsanlega frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum. Flokkurinn siglir nú með himinskautum í skoðanakönnunum og ljóst að margir verða kallaðir, m.a. öflugar konur á landsbyggðinni. Kristinn nefnir Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og ritara Samfylkingarinnar. „Vert er að nefna þrjár aðrar konur sem gert hafa sig […]

Míla vill kaupa Eygló

Eygló er eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. „Míla óskaði eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ um kaup á ljósleiðarakerfi Eyglóar. Stjórn Eyglóar hefur fundað með Mílu og rætt kaupin. Stjórn Eyglóar hefur farið yfir hugmyndir um sölu með bæjarráði á vinnufundi,“  segir í fundargerð bæjarráðs fyrr í vikunni. Bæjarráð fól stjórn félagsins að halda áfram með viðræðurnar […]

Stífla í kerfinu – Hvern er verið að verja?

Á síðasta fundi bæjarráðs var upplýst að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest móttöku kæru Vestmannaeyjabæjar á hendur Orkustofnun fyrir að svara ekki ítrekuðum beiðnum um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar. Einnig var send kvörtun til ráðuneytis umhverfis-, […]

Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli

20230610 164205

Það er ástæða til að gleðjast fyrir okkur Sunnlendinga, en með samþykkt Alþingis 22. júní sl. annars vegar lög um Náttúruverndarstofnun og hins vegar lög um Umhverfis- og orkustofnun er ákveðið að höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar verið á Hvolsvelli. Þetta er stór tíðindi fyrir íbúa í Rangárþingi eystra og okkur öll. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs […]

Leita til umboðsmanns Alþingis

Á síðasta fundi bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir enn eina ítekunina við Orkustofnun um að fá rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til gundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar sl. hefur ekkert svar borist. Niðurstaða var að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda […]

Fundur bæjarstjórnar í beinni

bæjarstjórn_vestm

1608. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, í dag, fimmtudaginn 11. júlí. Hefst hann kl. 17:00 og má sjá beina útsendingu frá honum hér fyrir neðan dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202311142 – Tjón á neysluvatnslögn 2. 202403040 – Aðkoma sveitarfélaga að nýundirrituðum kjarasamningi á almennum markaði-Stöðugleikasamningi 3. 202405161 – Goslokahátíð 2024 Fundargerðir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.