Samfylking heldur opna fundi um húsnæði og kjaramál

KRISTRUN JOHANN HRINGFERD MYND

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður boða til opins fundar í Vestmannaeyjum 7. september. „Við hlökkum til að eiga samtöl við heimamenn um húsnæðismálin, kjörin og málefni fjölskyldna,“ segir Kristrún en fundirnir eru liður í umfangsmiklu málefnastarfi flokksins um allt land. Málin verða rædd yfir ljúffengri súpu á Tanganum í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. […]

Íris bæjarstjóri í framboð fyrir Samfylkinguna?

Kristinn H. Guðnason, blaðamaður á DV skrifar áhugaverða grein um hugsanlega frambjóðendur Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum. Flokkurinn siglir nú með himinskautum í skoðanakönnunum og ljóst að margir verða kallaðir, m.a. öflugar konur á landsbyggðinni. Kristinn nefnir Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og ritara Samfylkingarinnar. „Vert er að nefna þrjár aðrar konur sem gert hafa sig […]

Míla vill kaupa Eygló

Eygló er eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. „Míla óskaði eftir viðræðum við Vestmannaeyjabæ um kaup á ljósleiðarakerfi Eyglóar. Stjórn Eyglóar hefur fundað með Mílu og rætt kaupin. Stjórn Eyglóar hefur farið yfir hugmyndir um sölu með bæjarráði á vinnufundi,“  segir í fundargerð bæjarráðs fyrr í vikunni. Bæjarráð fól stjórn félagsins að halda áfram með viðræðurnar […]

Stífla í kerfinu – Hvern er verið að verja?

Á síðasta fundi bæjarráðs var upplýst að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest móttöku kæru Vestmannaeyjabæjar á hendur Orkustofnun fyrir að svara ekki ítrekuðum beiðnum um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar. Einnig var send kvörtun til ráðuneytis umhverfis-, […]

Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli

20230610 164205

Það er ástæða til að gleðjast fyrir okkur Sunnlendinga, en með samþykkt Alþingis 22. júní sl. annars vegar lög um Náttúruverndarstofnun og hins vegar lög um Umhverfis- og orkustofnun er ákveðið að höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar verið á Hvolsvelli. Þetta er stór tíðindi fyrir íbúa í Rangárþingi eystra og okkur öll. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs […]

Leita til umboðsmanns Alþingis

Á síðasta fundi bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir enn eina ítekunina við Orkustofnun um að fá rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til gundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar sl. hefur ekkert svar borist. Niðurstaða var að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda […]

Fundur bæjarstjórnar í beinni

bæjarstjórn_vestm

1608. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, í dag, fimmtudaginn 11. júlí. Hefst hann kl. 17:00 og má sjá beina útsendingu frá honum hér fyrir neðan dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202311142 – Tjón á neysluvatnslögn 2. 202403040 – Aðkoma sveitarfélaga að nýundirrituðum kjarasamningi á almennum markaði-Stöðugleikasamningi 3. 202405161 – Goslokahátíð 2024 Fundargerðir […]

Íris bæjarstjóri: Bjart framundan!

Staða mála í Vestmannaeyjum er góð og framtíðarhorfurnar bjartar. Þetta er afrakstur dugnaðar þeirra sem hér búa, starfa og stýra. Horft er til framtíðar og sveitarfélagið þarf að fylgja eftir þeirri miklu uppbyggingu sem er hér í Eyjum bæði á vegum einstaklinga og fyrirtækja. Mikilvæg hagsmunagæsla gagnvart ríkinu Þýðingarmikið er að ríkið standi við sínar […]

Kona sem hefur rutt brautina

Íris Róbertsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Ef hægt er að tala um sigurvegara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum er það Íris Róbertsdóttir, sem fyrst Eyjakvenna varð bæjarstjóri 2018 og er að byrja sitt annað kjörtímabil. „Það var mikið talað um pólitík á heimilinu og mamma var mjög pólitísk og föðurfólkið tengt […]

Popúlismi eða lýðræðisást

. Stjórnsýsla. Vestmannaeyjabær. 2022

Aðsend grein frá Grími Gíslasyni. Á síðasta kjörtímabili ákvað meirihluti H- og E-lista í bæjarstjórn að fjölga bæjarfulltrúum úr sjö í níu og átti þessi fjölgun sér stað í nýliðnum bæjarstjórnarkosningum. Minnihlutinn gagnrýndi þessa ákvörðun og taldi hana óþarfa auk þess sem hún leiddi til kostnaðarauka fyrir bæjarfélagið.  Meirihlutinn þóttist fara í þessa fjölgun í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.