Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðingur og varaþingmaður verður í 3. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar til Alþingis 30. nóvember næstkomandi.
Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun við efstu 6 sæti á framboðslistanum. Þrír sóttust eftir þriðja sæti, Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Birgir Þórarinsson, alþingismaður og Ingveldur Anna Sigurðardóttir sem hlaut flest atkvæði.
Áður höfðu þau Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi og Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, verið sjálfkjörin í tvö efstu sætin. Guðrún var ein í kjöri um 1. sætið og Vilhjálmur einn í kjöri um 2. sæti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst