Kona sem hefur rutt brautina

Íris Róbertsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Ef hægt er að tala um sigurvegara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum er það Íris Róbertsdóttir, sem fyrst Eyjakvenna varð bæjarstjóri 2018 og er að byrja sitt annað kjörtímabil. „Það var mikið talað um pólitík á heimilinu og mamma var mjög pólitísk og föðurfólkið tengt […]

Popúlismi eða lýðræðisást

. Stjórnsýsla. Vestmannaeyjabær. 2022

Aðsend grein frá Grími Gíslasyni. Á síðasta kjörtímabili ákvað meirihluti H- og E-lista í bæjarstjórn að fjölga bæjarfulltrúum úr sjö í níu og átti þessi fjölgun sér stað í nýliðnum bæjarstjórnarkosningum. Minnihlutinn gagnrýndi þessa ákvörðun og taldi hana óþarfa auk þess sem hún leiddi til kostnaðarauka fyrir bæjarfélagið.  Meirihlutinn þóttist fara í þessa fjölgun í […]

Íris ráðin bæjarstjóri á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýbyrjuðu kjörtímabildi fór fram í hádeginu í dag. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn stýrði fundinum í byrjun. Kosið var í ráð og nefndir og er Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri.  Tvö mál tóku mestan tíma á […]

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í hádeginu

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu, Safnahúsi, í dag,  9. júní og hefst hann kl. 12:00. Á dagskrá er kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara. Líka verður kosið í ráð, nefndir og stjórnir og þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar ákveðin. Loks er það ráðning bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar eru […]

Fréttatilkynning frá Eyjalistanum og Fyrir Heimaey

Eyjalistinn og Fyrir Heimaey munu áfram mynda meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili.  Málefnasamningur þar að lútandi var undirritaður í Eldheimum í dag. Fjölskyldu- og fræðslumál verða áfram í forgangi; samhliða ábyrgum rekstri og fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Sömuleiðis verður lögð áhersla á að veita bæjarbúum framúrskarandi þjónustu.   Samkomulag er um að Íris […]

Viðræðum að ljúka hjá E og H lista- tilkynning væntanleg

Sl. viku hafa E og H listi fundað um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Þær viðræður hafa gengið vel og í samtali við mbl.is segir Njáll Ragnarsson oddviti E-listans að það sé áfram­hald­andi áhersla á skóla- og fjöl­skyldu­mál, byggja upp innviði fyr­ir alla íbúa, sér­stak­lega barna­fólk og innviði í skól­un­um sem er aðaláhersl­an og var aðaláhersl­an síðustu fjög­ur […]

Meirihluti bæjarstjórnar konur

Í kosningunum á laugardaginn voru kosnir níu bæjarfulltrúar. Fimm þeirra eru konur og fjórir karlmenn. Konurnar eru þær Íris Róbertsdóttir og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir frá H-lista, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir frá D-lista og Helga Jóhanna Harðardóttir frá E-lista. Margrét og Helga koma nýjar inn í bæjarstjórn. Karlarnir í bæjarstjórn eru Páll Magnússon […]

Fréttatilkynning frá framboði Sjálfstæðisflokksins

Eftir langt kosningavor sem hófst með prófkjöri og sveitastjórnakosningum í kjölfarið, þá langar okkur að þakka Eyjamönnum fyrir góðan stuðning. Að loknum kjördegi þá höfðu 1.151 greitt okkur atkvæði sitt, eða 44,1% kjósenda sem gerir okkur að stærsta stjórnmálaaflinu í Eyjum með 4 af 9 í sveitarstjórn. Við munum fylgja eftir stefnumálum okkar á komandi […]

Kæru Vestmannaeyingar!

Við í H-listanum, Fyrir Heimaey, þökkum ykkur innilega fyrir það traust sem þið sýnduð okkur í kosningunum í gær. Við bættum við okkur fylgi, fengum 35,7% atkvæða, og meirihlutinn hélt velli. Úrslitin sýna, svo ekki verður um villst, að bæjarbúar taka undir það sjónarmið okkar að Fyrir Heimaey eigi við þá sjálfstætt og mikilvægt erindi […]

Talningu lokið, H og E listi halda meirihluta í Bæjarstjórn

Talningu er lokið í Vestmannaeyjum á kjörskrá voru 3.283 en kjörsókn var 80,9% en alls skiluðu 2.657 kjósendur sér á kjörstað. Litlar breytingar urðu á fylginu frá fyrstu tölum og síðan í sveitarstjórnarkosningunum 2018. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 1.151 atkvæði, 44,1% og fjóra fulltrúa. Eyjalistinn fékk 526 atkvæði eða 20,2% og H-listinn Fyrir Heimaey fær 931 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.