Íris bæjarstjóri: Bjart framundan!

Staða mála í Vestmannaeyjum er góð og framtíðarhorfurnar bjartar. Þetta er afrakstur dugnaðar þeirra sem hér búa, starfa og stýra. Horft er til framtíðar og sveitarfélagið þarf að fylgja eftir þeirri miklu uppbyggingu sem er hér í Eyjum bæði á vegum einstaklinga og fyrirtækja. Mikilvæg hagsmunagæsla gagnvart ríkinu Þýðingarmikið er að ríkið standi við sínar […]

Kona sem hefur rutt brautina

Íris Róbertsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Ef hægt er að tala um sigurvegara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum er það Íris Róbertsdóttir, sem fyrst Eyjakvenna varð bæjarstjóri 2018 og er að byrja sitt annað kjörtímabil. „Það var mikið talað um pólitík á heimilinu og mamma var mjög pólitísk og föðurfólkið tengt […]

Popúlismi eða lýðræðisást

. Stjórnsýsla. Vestmannaeyjabær. 2022

Aðsend grein frá Grími Gíslasyni. Á síðasta kjörtímabili ákvað meirihluti H- og E-lista í bæjarstjórn að fjölga bæjarfulltrúum úr sjö í níu og átti þessi fjölgun sér stað í nýliðnum bæjarstjórnarkosningum. Minnihlutinn gagnrýndi þessa ákvörðun og taldi hana óþarfa auk þess sem hún leiddi til kostnaðarauka fyrir bæjarfélagið.  Meirihlutinn þóttist fara í þessa fjölgun í […]

Íris ráðin bæjarstjóri á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýbyrjuðu kjörtímabildi fór fram í hádeginu í dag. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn stýrði fundinum í byrjun. Kosið var í ráð og nefndir og er Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri.  Tvö mál tóku mestan tíma á […]

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í hádeginu

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu, Safnahúsi, í dag,  9. júní og hefst hann kl. 12:00. Á dagskrá er kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara. Líka verður kosið í ráð, nefndir og stjórnir og þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar ákveðin. Loks er það ráðning bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar eru […]

Fréttatilkynning frá Eyjalistanum og Fyrir Heimaey

Eyjalistinn og Fyrir Heimaey munu áfram mynda meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili.  Málefnasamningur þar að lútandi var undirritaður í Eldheimum í dag. Fjölskyldu- og fræðslumál verða áfram í forgangi; samhliða ábyrgum rekstri og fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Sömuleiðis verður lögð áhersla á að veita bæjarbúum framúrskarandi þjónustu.   Samkomulag er um að Íris […]

Viðræðum að ljúka hjá E og H lista- tilkynning væntanleg

Sl. viku hafa E og H listi fundað um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Þær viðræður hafa gengið vel og í samtali við mbl.is segir Njáll Ragnarsson oddviti E-listans að það sé áfram­hald­andi áhersla á skóla- og fjöl­skyldu­mál, byggja upp innviði fyr­ir alla íbúa, sér­stak­lega barna­fólk og innviði í skól­un­um sem er aðaláhersl­an og var aðaláhersl­an síðustu fjög­ur […]

Meirihluti bæjarstjórnar konur

Í kosningunum á laugardaginn voru kosnir níu bæjarfulltrúar. Fimm þeirra eru konur og fjórir karlmenn. Konurnar eru þær Íris Róbertsdóttir og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir frá H-lista, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir frá D-lista og Helga Jóhanna Harðardóttir frá E-lista. Margrét og Helga koma nýjar inn í bæjarstjórn. Karlarnir í bæjarstjórn eru Páll Magnússon […]

Fréttatilkynning frá framboði Sjálfstæðisflokksins

Eftir langt kosningavor sem hófst með prófkjöri og sveitastjórnakosningum í kjölfarið, þá langar okkur að þakka Eyjamönnum fyrir góðan stuðning. Að loknum kjördegi þá höfðu 1.151 greitt okkur atkvæði sitt, eða 44,1% kjósenda sem gerir okkur að stærsta stjórnmálaaflinu í Eyjum með 4 af 9 í sveitarstjórn. Við munum fylgja eftir stefnumálum okkar á komandi […]

Kæru Vestmannaeyingar!

Við í H-listanum, Fyrir Heimaey, þökkum ykkur innilega fyrir það traust sem þið sýnduð okkur í kosningunum í gær. Við bættum við okkur fylgi, fengum 35,7% atkvæða, og meirihlutinn hélt velli. Úrslitin sýna, svo ekki verður um villst, að bæjarbúar taka undir það sjónarmið okkar að Fyrir Heimaey eigi við þá sjálfstætt og mikilvægt erindi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.