Talningu lokið, H og E listi halda meirihluta í Bæjarstjórn

Talningu er lokið í Vestmannaeyjum á kjörskrá voru 3.283 en kjörsókn var 80,9% en alls skiluðu 2.657 kjósendur sér á kjörstað. Litlar breytingar urðu á fylginu frá fyrstu tölum og síðan í sveitarstjórnarkosningunum 2018. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 1.151 atkvæði, 44,1% og fjóra fulltrúa. Eyjalistinn fékk 526 atkvæði eða 20,2% og H-listinn Fyrir Heimaey fær 931 […]

Meirihlutinn heldur velli samkvæmt fyrstu tölum

Samkvæmt fyrstu tölum frá Vestmannaeyjum eru litlar sviptingar á fylginu síðan í sveitarstjórnarkosningunum 2018. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 709 atkvæði, 44%. Eyjalistinn fékk 338 atkvæði eða 21% og H-listinn Fyrir Heimaey fær 536 atkvæði, eða 33%. Meirihlutinn heldur samkvæmt þessu og staðan lítt breytt. Talin atkvæði eru 1.609, 16 auðir seðlar og 10 ógildir. (meira…)

Gleðilegan kjördag!

Kæru Vestmannaeyingar, í dag göngum við til kosninga um nýja bæjarstjórn Vestmannaeyja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt sig fram við að há drengilega, jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu þar sem styrkleikar allra frambjóðenda hafa fengið að njóta sín. Við höfum haldið tugi viðburða, fengið hundruðir heimsókna í Ásgarð og notið samtalsins við fjölda vinnustaði, fjölmiðla og íbúa. Saman […]

Að gefnu tilefni

Páll Magnússon oddviti H listans sendir inn grein í gær á alla vefmiðla í Vestmannaeyjum þar sem hann dregur þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn telji að það þurfi að sækja bæjarstjóra upp á land. Hvers vegna að hann telji þetta tilefni til greinaskrifa er mér ráðgáta. Páll vitnar þá í orð mín af framboðsfundinum í Eldheimum. […]

Kjörstaður í Vestmannaeyjum

Kjörstaður í Vestmannaeyjum við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 verður í Barnaskólanum, inngangar eru um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9:00 árdegis og lýkur kl. 22:00 að kveldi sama dags. Bænum verður skipt þannig í tvær kjördeildir: Í 1. kjördeild kjósa þeir, sem skráðir voru með lögheimili 6. apríl […]

Heimaey – mín Hjartans heimahöfn

Gleðilegan kjördag! Vestmannaeyjar eru einstakur staður og það hafa verið forréttindi að vera treyst fyrir því, fyrst kvenna, að leiða þetta samfélag síðustu fjögur ár. Þessi ár hafa verið lærdómsrík, skemmtileg, krefjandi, þroskandi og gefandi. Það skiptir máli hvernig við komum fram fyrir hönd Vestmannaeyja og hvaða hug við berum til Eyjanna. Ég hef verið […]

Þarf bæjarstjórinn að „koma til Eyja”?

  Nú er um það bil að ljúka frekar kyrrlátri og kurteislegri kosningabaráttu hér í Eyjum – a.m.k. af hálfu frambjóðendanna sjálfra. Við skulum vona að það haldist allt til enda. Það er miklu uppbyggilegra og skemmtilegra að ræða um ögranir og úrlausnarefni okkar Eyjamanna á málefnalegan hátt – en með persónulegu skítkasti. Það er […]

Það er gott að geta vaknað glaður

Á morgun laugardag göngum við til bæjarstjórnarkosninga hér í Vestmannaeyjum sem og annarstaðar á landinu.  Þá reynir á kunnáttu einstaklingsins og rökhugsun til að velja það sem hentar hans hagsmunum og heildarinnar.   Framboðin þrjú hafa birt stefnu sína í þeim málefnum sem þau telja brýnust og þjóna þeim  tilgangi að kjósendur hrífist nægjanlega til að […]

Kæru Vestmannaeyingar!

Við frambjóðendur H-listans, Fyrir Heimaey, leitum nú til ykkar um stuðning við listann okkar í annað sinn. Þið tókuð okkur afar vel fyrir fjórum árum sem leiddi til þess að við höfum haft forystu um stjórn bæjarins síðan þá. Við leggjum verk okkar á kjörtímabilinu afar stolt í ykkar dóm í kosningunum á laugardag. En þótt við horfum glöð og ánægð um öxl á þann […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.