Heimaey – mín Hjartans heimahöfn

Gleðilegan kjördag! Vestmannaeyjar eru einstakur staður og það hafa verið forréttindi að vera treyst fyrir því, fyrst kvenna, að leiða þetta samfélag síðustu fjögur ár. Þessi ár hafa verið lærdómsrík, skemmtileg, krefjandi, þroskandi og gefandi. Það skiptir máli hvernig við komum fram fyrir hönd Vestmannaeyja og hvaða hug við berum til Eyjanna. Ég hef verið […]
Í tilefni dagsins – fáeinir drættir úr sögu fyrstu bæjarstjórnarkosninga í Eyjum.

Ég er að færast á þann aldur að kosningar eru hátíðisdagar. Tvíþætt erindi á ég við þá er þessi orð lesa. Annað er að hvetja alla sem geta til að nýta sér kosningarétt sinn, hitt er að rifja upp fáeina sögumola fortíðar fyrir fróðleiksfúsa. Kosningarnar í dag eru hinar 34. í röð bæjarstjórnarkosninga í Eyjum. […]
Þarf bæjarstjórinn að „koma til Eyja”?

Nú er um það bil að ljúka frekar kyrrlátri og kurteislegri kosningabaráttu hér í Eyjum – a.m.k. af hálfu frambjóðendanna sjálfra. Við skulum vona að það haldist allt til enda. Það er miklu uppbyggilegra og skemmtilegra að ræða um ögranir og úrlausnarefni okkar Eyjamanna á málefnalegan hátt – en með persónulegu skítkasti. Það er […]
Það er gott að geta vaknað glaður

Á morgun laugardag göngum við til bæjarstjórnarkosninga hér í Vestmannaeyjum sem og annarstaðar á landinu. Þá reynir á kunnáttu einstaklingsins og rökhugsun til að velja það sem hentar hans hagsmunum og heildarinnar. Framboðin þrjú hafa birt stefnu sína í þeim málefnum sem þau telja brýnust og þjóna þeim tilgangi að kjósendur hrífist nægjanlega til að […]
Kæru Vestmannaeyingar!

Við frambjóðendur H-listans, Fyrir Heimaey, leitum nú til ykkar um stuðning við listann okkar í annað sinn. Þið tókuð okkur afar vel fyrir fjórum árum sem leiddi til þess að við höfum haft forystu um stjórn bæjarins síðan þá. Við leggjum verk okkar á kjörtímabilinu afar stolt í ykkar dóm í kosningunum á laugardag. En þótt við horfum glöð og ánægð um öxl á þann […]
Nýja hraunið og möguleikar til framtíðar

Ekki hefur farið framhjá neinum í Vestmannaeyjum sú myndarlega uppbygging sem hefur verið á undanförnum árum í okkar góða samfélagi. Uppbygging er alltaf af hinu góða og á aldrei að draga úr því sem gott er fyrir. Staðan hjá okkur sem sveitarfélagi er sú að vöntun er á fjölbreyttum lóðum en mjög hefur gengið á […]
Liðið og bæjarstjórinn

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins inniheldur 18 ólíkar persónur sem við teljum að sé mikilvægt fyrir samfélagið og liðsheildina. Þessi hópur mun skipta lykilmáli þegar kemur að því að manna nefndir og ráð sem þarf til að stýra Vestmannaeyjabæ en til þess þarf um 20 einstaklinga og fer aðal vinnan við stjórn Vestmannaeyjabæjar fram á þeim vettvangi. Mörg […]
Afhverju að breyta því sem gengur vel?

Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur margt gott verið framkvæmt hvað varðar skóla- og fræðslumál, þjónustu við eldri borgara í málefnum fjölskyldunnar. Lögð hefur verið áhersla á snemmtæka íhlutun í leik- og grunnskólum sem er mjög jákvæð þróun. Lagt hefur verið kapp á úrbætur á leik- og grunnskólalóðum sem hefur lukkast mjög vel. Það […]
Mikilvægt að vinna markvisst að fjölgun starfa í Vestmannaeyjum og styðja þar með við störf án staðsetningar.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ráðuneytum og stofnunum þeirra verði falið að skilgreina störf og auglýsa þau án staðsetningar eins og kostur er, þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki. Stefna ríkisins í byggðamálum skv. byggðaáætlun er ætlað að stuðla að jákvæðri þróun byggða og að efla samkeppnishæfni þeirra […]
Það þarf fólk eins og þig.

Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig. Þetta söng Rúni Júl. á árum áður og átti sviðið. Í Eldheimum í fyrrakvöld mætti ung kona á sviðið og er skemmst frá því að segja að hún hreinlega hirti sviðið. Hér var á ferðinni tilvonandi bæjarfulltrúi E-listans Helga Jóhanna Harðardóttir. Í umræðum um […]