Sjálfstæðismenn boða prófkjör

Fjölmennur fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum ákvað í kvöld með meirihluta atkvæða að viðhafa prófkjör við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Prófkjörið fari fram eigi síðar en 12.mars 2022. (meira…)
Flokkur fólksins skoðar framboð

Sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí næstkomandi nú þegar hafa þrír listar boðað framboð en það eru Eyjalistinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Fyrir Heimaey. Svo gæti farið að framboðum til bæjarstjórnar fjölgi því Flokkur fólksins hefur verið að skoða þann möguleika að bjóða fram í Vestmannaeyjum. Þetta staðfesti Georg Eiður Arnarson varaþingmaður flokksins í samtali við Eyjafréttir. […]
Íris gefur kost á sér

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Íris greindi frá þessu á facebook síðu sinni með eftirfarndi tilkynningu: “Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hefur ákveðið að bjóða aftur fram lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor og verður prófkjör þann 5. mars. Í framhaldi af því hef ég […]
Fyrir Heimaey boðar prófkjör fyrir kosningar

Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hélt félagsfund í gær 19 janúar. Samþykkti fundurinn tillögu stjórnar um að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í vor. Fundurinn samþykkti einnig að við val á frambjóðendum á listann yrði farið í prófkjör sem haldið verður 5 mars nk. (meira…)
Felldu tillögu um að kanna vinnuvernd starfsmanna

Í gærkvöldi fór fram fundur í Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Til umræðu var m.a. starfshættir kjörinna fulltrúa. Í þeirri umræðu lagði Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi fram tillögu um að hlutlausum aðila yrði falið að taka út vinnustaðamenningu á skrifstofum sveitarfélagsins með það að markmiði að kanna fylgni við reglugerð um einelti, kanna skilvirkni ferla um einelti og […]
Vestmannaeyjabær

Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og […]
Þingmennirnir sem hverfa

mkvæmt nýlegri könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjuna virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fallin. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Framsóknarflokkur (B), Sjálfstæðisflokkur (D) og Vinstrihreyfingin grænt framboð (V) dala allir frá síðustu kosningum. Skv. áætluðu þingmannatali gætu flokkarnir þrír aðeins fengið 30 þingmenn samanlagt og skortir því tvo til þess að halda naumum […]
Karl Gauti Hjaltason leiðir Suðvesturkjördæmi

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, mun leiða lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar í september. Eyjafréttir greindu frá því nýverið að ekki hafi verið að finna nafn Karls Gauta á lista flokksins í Suðurkjördæmi sem kynntur var nýverið. En Karl Gauti var upprunalega frambjóðandi Flokksins Fólksins í […]
Birgir leiðir lista Miðflokksins, Karl Gauti hvergi sjáanlegur

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur með 93% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, leiðir listann. Í öðru sæti er Erna Bjarnadóttir og í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir. Athygli vekur að Karl Gauti Hjartarson er ekki á listanum en hann sóttist eftir því að leiða listann. Karl skipti yfir […]
Fjórum villum svarað

Ég hef fengið það hlutverk að sitja bæjarstjórnarfundi þegar forföll verða hjá aðalbæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Á síðasta fundi bæjarstjórnar fékk ég tækifæri á að segja mína skoðun á hvernig meirihluti E og H listans hafa unnið að málefnum Hraunbúða undanfarið ár. Ég er ekki sammála þeirra vegferð í að setja reksturinn frá okkur með þeirri óvissu […]