Eyverjar skora á ráðherra

Aðalfundur Eyverja var haldinn sunnudaginn 27. febrúar. Þar var kjörin ný stjórn og þar er Arnar Gauti Egilsson nýr formaður. Við horfum björtum augum á framtíð félagsins og til komandi sveitastjórnarkostninga. Á aðalfundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem er svo hljóðandi: „Eyverjar skora á ráðherra háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum […]

Lítum fram á veginn

Það er mikil gæfa að alast upp og búa í Vestmannaeyjum. Hefur mér gefist það einstaka tækifæri að taka þátt í bæjarmálum Vestmannaeyjabæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og vera þannig virkur þátttakandi í samfélaginu, byggja það og bæta. Á þessum tíma hef séð bæinn okkar bæði vaxa og dafna, sem og takast á við ýmsar áskoranir […]

Samstaða

Að alast upp í Vestmannaeyjum er ekki sjálfsagður hlutur. Ég tel mikinn sannleik fólginn í orðatiltækinu að vita ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur þar sem ég áttaði mig ekki á því hversu dýrmætt það er að alast upp, búa og starfa í eins þéttu og kröftugu samfélagi og Vestmannaeyjum fyrr en ég […]

Gísli Stefánsson stefnir á 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Gísli Stefánsson stefnir á 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Gísli greindi frá þessu á facebook síðu sinni í morgunn. “Síðustu 4 ár hafa verið mér lærdómsrík þegar kemur að þátttöku í pólitík. Ég hef setið sem nefndarmaður í fjölskyldu- og tómstundaráði ásamt því að vera formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja undanfarin tvö ár. Ég hef fundið meðbyr […]

Næstu skref

Síðustu 12 ár hef ég setið í ráðum og nefndum á vegum Vestmannaeyjabæjar, þar af 8 ár sem bæjarfulltrúi. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að vinna að málefnum samfélagsins, kynnast fólki og eignast vini fyrir lífstíð, fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Nú tel ég tímabært að breyta til og takast á við […]

Ekki náðist lágmarks þátttaka í prófkjör hjá H-listanum

Framboðsfrestur vegna prófkjörs hjá Bæjarmálafélaginu fyrir Heimaey rann út laugardaginn 19. febrúar síðastliðinn. Tíu formleg framboð bárust í sæti á listanum. Samkvæmt samþykktum um prófkjörið átti að kjósa um fjögur efstu sætin og lágmarksþátttaka var að 6 einstaklingar biðu sig fram í þau sæti. Það bárust 4 framboð í fjögur efstu sætin. Prófkjörið verður því […]

Hildur Sólveig stefnir á 1. sæti

Ég flutti til Vestmannaeyja á 12. ári með einstæðri móður, engan veginn sátt með þá ráðstöfun á þeim tíma. Í dag er ég mömmu guðslifandi fegin að hafa haft kjark að flytja frá sínu stuðningsneti í þetta öfluga eyjasamfélag sem tók henni og mér opnum örmum og mótaði mig í þann einstakling sem ég er […]

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir gefur kost á sér

Nú hefur bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey ákveðið að bjóða aftur fram lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér aftur en prófkjör verður hjá félaginu þann 5. mars nk. Þau fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið mjög ánægjuleg en jafnframt krefjandi. Ég hef meðal annars haft […]

Eyþór býður sig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Eftir að hafa verið varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í minnihluta á núverandi tímabili, þá hef ég kynnst snertiflötunum sem tilheyra starfi í sveitarstjórn.  Veldur hver á heldur segir máltækið – margt hefur verið vel gert á tímabilinu sem er á enda, en margt hefði ég viljað sjá fara á annan veg. Til þess að hafa áhrif og […]

Sjálfstæðismenn boða prófkjör

Fjölmennur fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum ákvað í kvöld með meirihluta atkvæða að viðhafa prófkjör við val á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Prófkjörið fari fram eigi síðar en 12.mars 2022. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.