Hefur marga hildi háð
25. mars, 2022
Vilhjálmur Árnason, þingmaður

 

Það er ekki sjálfgefið að gott fólk gefi kost á sér í sveitastjórnarmálin. Í flestum sveitafélögum er nálægðin við náungann og viðfangsefnin mikil og því geta minniháttar mál oft orðið persónuleg og erfið. Þá skiptir máli að hafa réttsýnt, gott og heiðarlegt fólk við stjórnvölinn. Því hef ég persónulega kynnst að Hildur Sólveig Sigurðardóttir er búin þessum mikilvægu kostum sem hafa reynst henni vel í störfum sínum fyrir Vestmannaeyjar.

Enn fremur er Hildur Sólveig öflug þegar kemur að hagsmunabaráttu fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum og hefur tekið þátt í baráttu m.a. gagnvart sýslumannsembættinu og við yfirtöku á rekstri Herjólfs, þá hefur Hildur verið mikilvægur bandamaður í framvindu sjúkraþyrluverkefnisins. Þau eru mörg fleiri málin þar sem hún lætur reglulega vita af sér, spyr frétta og ýtir við hlutunum víða í stjórnkerfinu. Þar má nefna mál sem snúa að heilsugæslu, samgöngum, fjarnámi, opinberum störfum og stofnunum og áfram mætti telja. Þetta er mikilvæg en oft vanmetin vinna sem skiptir samfélag eins og Vestmannaeyjar máli. Það er nú einu sinni þannig að þeir eru ansi margir sem vilja ná sínum baráttumálum í gegn og þingmenn og ráðherrar hafa takmarkaðan tíma og tækifæri til að vera með puttana í öllum málum. Þá skiptir máli að einhver með dug og þor sé reiðubúinn að ýta málum áfram í stjórnkerfi sem oft á tíðum er hlaðið hindrunum og krákustígum.

Hildur Sólveig hefur sýnt það í verki síðustu ár að þar fer atorkumikill leiðtogi sem brennur fyrir hagsmuni samfélagsins í Vestmannaeyjum umfram allt annað. Ég hvet því Eyjamenn til að veita henni brautargengi og setja Hildi Sólveigu í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sem fram fer 26. mars.

Vilhjálmur Árnason
Alþingismaður

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst