Lögreglan lýsir eftir Helga

C3CB3ADFB92C48F8C691157AD5CBCCAD6EA078BAD7FBB02F5A9E7F5F3454B2F3 713x0

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni, 21 árs gamall. Helgi er 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænann bomberjakka. Síðast er vitað um ferðir Helga við Herjólfsdal síðastliðna nótt. Lögreglan biður fólk um að hafa samband í síma 112 ef það veit um ferðir Helga. […]

Skemmti sér vel þó veður hefði mátt vera betra

Að því er kemur fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin að mestu róleg á þjóðhátíðinni í gærkvöldi og í nótt. Brennan var á sínum stað og fólk skemmti sér vel í brekkunni. Óskar Pétur var á ferðinni með myndavélina og hér má sjá smá nokkur sýnishorn. Veður hefði mátt vera betra en fólk klæddi […]

Óvenju fá fíkniefnamál á Þjóðhátíð

DSC 8946

​Nóttin var fremur tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum.  Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir aðspurður í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að engin tilkynning um kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir í nótt og er einn í klefa vegna þess, en heilt yfir gistu fimm þjóðhátíðargestir fangageymslur. Tveir þeirra […]

Þjóðhátíð sett í blíðskaparveðri

DSC 8568

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett laust fyrir klukkan 15 í dag. Venju samkvæmt er það formaður ÍBV-íþróttafélags sem setur hátíðina. Það kom því í hlut Harðar Orra Grettissonar að gera það í ár en hann tók við formennsku í félaginu í vor. Þór Vilhjálmsson flutti í kjölfarið hátíðarræðu og sr. Viðar Stefánsson var með hugvekju. Halla […]

Þjóðhátíðin okkar!

20240802 144731 Setning Thjodh 2024

Íris Róbertsdóttir. bæjarstjóri Vestmannaeyja ritar pistil á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Tilefnið er Þjóðhátíðin sem var formlega sett í dag að viðstödddu fjölmenni. Pistil Írisar má lesa í heild sinni hér að neðan. Það er alltaf jafn gaman að sjá Vestmannaeyjar bókstaflega fyllast af fólki sem komið til að gleðja sig og gleðja aðra. Við […]

Gerðu upptæk eggvopn

Nóttin hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var tiltölulega róleg, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra. Hann segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að gerð hafi verið upptæk eggvopn hjá tveimur aðilum. Þá gistu tveir fangageymslur og upp komu tvö til þrjú minniháttar fíkniefnamál. Karl Gauti segir gríðalegan fjölda komin í bæinn. Hans tilfinning sé að það sé […]

Fjölmennt Húkkaraball – myndir

Í nótt fór fram hið landsfræga Húkkaraball. Fjöldi manns mætti á ballið. Ljósmyndari Eyjafrétta/eyjar.net, sem leit þar við hefur myndað nokkuð mörg Húkkaraböll í gegnum áratugina. Hann segir þetta eitt það fjölmennasta hingað til. Veður var stillt og þurrt. (meira…)

Umferðarskipulag breytist í dag

thodhatid_ur_lofti_2023_hbh

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 í dag, föstudag og gildir til kl. 19:00 mánudaginn 5. ágúst nk.: Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og er framúrakstur bannaður. Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk. […]

Gul viðvörun: Austan hvassviðri í Eyjum

Hvit Tjold Brekkan Tms Lagf

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi laugardaginn  3 ágúst kl. 06:00 og gildir til kl. 16:00 sama dag. Austan hvassviðri í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum (Gult ástand) Austan 15-20 m/s syðst á svæðinu, þ.e. undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum og þar má búast við snörpum […]

Veðurhorfur næstu daga

20240731 184105

Allra augu beinast nú að veðurkortunum, sér í lagi fyrir stórhátíðina í Herjólfsdal sem sett verður klukkan 14.30 á fostudag. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því síðdegis í dag segir að það hafi blásið nokkuð hraustlega á Suðvestur- og Vesturlandi í dag en nú síðdegis dregur smám saman úr vindi. Skilabakki nálgast jafnframt […]