Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðargestir skemmtu sér konunglega í gærkvöldi í Herjólfsdal. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tónleikadagskráin á stóra sviðinu hafi verið sannkölluð flugeldasýning sem hófst með VÆB-bræðrum. Þá steig Stuðlabandið á svið með söngvurunum Röggu Gísla, Selmu Björns og Friðriki Ómar. Hápunktur kvöldsins á stóra sviðinu var þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Í framhaldi af […]

Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal Þjóðhátíðarnefnd og viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum í alla nótt og allan dag við að koma Herjólfsdal í samt horf eftir áskoranir næturinnar. Nýtt tjald hefur verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum er tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð […]

Hátíðarræða Páls Scheving

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í Herjólfsdal í gær. Í kjölfarið flutti Páll Scheving Ingvarsson hátíðarræðu Þjóðhátíðar. Páll átti sæti í þjóðhátíðarnefnd í samtals á annan áratug. Ræðu Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Kæru Eyjamenn og aðrir hátíðargestir. Velkomin í Herjólfsdal. Flest ykkar geta örugglega yljað sér við ljúfar og skemmtilegar minningar […]

Tókust á við áskoranir í nótt

Skipuleggjendur og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóðu frammi fyrir þó nokkrum áskorunum í nótt þegar versta veðrið gekk yfir eyjarnar. Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun rétt fyrir miðnætti að hætta við að kveikja í brennunni á Fjósakletti, sem venjulega er tendruð á miðnætti á föstudagskvöldi. Veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til […]

Herjólfshöllin opnuð fyrir gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðarnefnd hefur virkjað viðbragðsáætlun sína vegna veðurs og opnað Herjólfshöllina fyrir gestum Þjóðhátíðar. Þar geta gestir leitað skjóls og gist í öruggu skjóli meðan gul viðvörun er í gildi sunnanlands. Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Þetta segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd. Þar segir jafnframt að gestum sé heimilt […]

Hátíðleg setning í þurru veðri

Þjóðhátíðargestir fjölmenntu á setningu þjóðhátíðar í dag sem að venju var mjög hátíðleg enda veður gott. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV-Íþróttafélags setti hátíðina. Páll Scheving flutti hátíðarræðuna og séra Viðar Stefánsson flutti blessunarorð. Lúðrasveit Vestmannaeyja, sem hefur átt sinn stað á setningu Þjóðhátíðir í áratugi flutti nokkur. Barnadagskrá var á Tjarnarsviði og á kvöldvökunni skemmta […]

Húkkaraballið fór vel fram – myndir

Mikill mannfjöldi er kominn til Vestmannaeyja og búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína til eyjarinnar í dag. Í gærkvöld fór hið árlega Húkkaraball fram í blíðu veðri og var nóttin fremur róleg og góður bragur yfir skemmtanahaldinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Lögreglan hefur sem fyrr mikinn […]

Enn og aftur úr myndasafni Óskars Péturs

Hér koma síðustu myndirnar að þessu sinni af myndum Óskars Péturs frá Þjóðhátíðinni í fyrra. Ný hátíð með nýjum myndum tekur við og eins og sjá má á fréttasíðu okkar er hann þegar byrjaður. Ritstjórn Eyjafrétta og eyjafrettir.is óska þjóðhátíðargestum alls hins best á Þjóðhátíðinni í ár. Gleðilega Þjóðhátíð.   Stuð og stemning og pínu rigning.   […]

Mannvirkin vígð í Herjólfsdal – myndir

Löng hefð er fyrir því að vígja nokkur Þjóðhátíðar-mannvirki í dalnum á fimmtudegi fyrir hátíð. Einhverjir taka forskot á sæluna og er oft mikið stuð í dalnum. Myllan, Vitinn og Hofið voru vígð í gærkvöldi.  Venju samkvæmt voru smá sendingar voru á milli forsvarsmanna Vitans annars vegar og Myllunnar hins vegar. Aðstandendur Hofsins voru eingöngu […]

Herjólfsfólk er í hátíðarskapi

Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs, eru dagarnir í kringum og yfir þjóðhátíðina mjög líflegir hjá starfsfólki Herjólfs. „Það má segja að undirbúningur þjóðhátíðarinnar hjá okkur á Herjólfi standi yfir í marga mánuði, áður en miðasalan hófst í febrúar var búið að ganga þannig frá málum að heimasíðan þoli álagið sem myndast um leið og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.