Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðargestir skemmtu sér konunglega í gærkvöldi í Herjólfsdal. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tónleikadagskráin á stóra sviðinu hafi verið sannkölluð flugeldasýning sem hófst með VÆB-bræðrum. Þá steig Stuðlabandið á svið með söngvurunum Röggu Gísla, Selmu Björns og Friðriki Ómar. Hápunktur kvöldsins á stóra sviðinu var þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Í framhaldi af […]
Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal Þjóðhátíðarnefnd og viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum í alla nótt og allan dag við að koma Herjólfsdal í samt horf eftir áskoranir næturinnar. Nýtt tjald hefur verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum er tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð […]
Hátíðarræða Páls Scheving

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í Herjólfsdal í gær. Í kjölfarið flutti Páll Scheving Ingvarsson hátíðarræðu Þjóðhátíðar. Páll átti sæti í þjóðhátíðarnefnd í samtals á annan áratug. Ræðu Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Kæru Eyjamenn og aðrir hátíðargestir. Velkomin í Herjólfsdal. Flest ykkar geta örugglega yljað sér við ljúfar og skemmtilegar minningar […]
Tókust á við áskoranir í nótt

Skipuleggjendur og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóðu frammi fyrir þó nokkrum áskorunum í nótt þegar versta veðrið gekk yfir eyjarnar. Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun rétt fyrir miðnætti að hætta við að kveikja í brennunni á Fjósakletti, sem venjulega er tendruð á miðnætti á föstudagskvöldi. Veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til […]
Herjólfshöllin opnuð fyrir gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðarnefnd hefur virkjað viðbragðsáætlun sína vegna veðurs og opnað Herjólfshöllina fyrir gestum Þjóðhátíðar. Þar geta gestir leitað skjóls og gist í öruggu skjóli meðan gul viðvörun er í gildi sunnanlands. Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Þetta segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd. Þar segir jafnframt að gestum sé heimilt […]
Hátíðleg setning í þurru veðri

Þjóðhátíðargestir fjölmenntu á setningu þjóðhátíðar í dag sem að venju var mjög hátíðleg enda veður gott. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV-Íþróttafélags setti hátíðina. Páll Scheving flutti hátíðarræðuna og séra Viðar Stefánsson flutti blessunarorð. Lúðrasveit Vestmannaeyja, sem hefur átt sinn stað á setningu Þjóðhátíðir í áratugi flutti nokkur. Barnadagskrá var á Tjarnarsviði og á kvöldvökunni skemmta […]
Húkkaraballið fór vel fram – myndir

Mikill mannfjöldi er kominn til Vestmannaeyja og búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína til eyjarinnar í dag. Í gærkvöld fór hið árlega Húkkaraball fram í blíðu veðri og var nóttin fremur róleg og góður bragur yfir skemmtanahaldinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Lögreglan hefur sem fyrr mikinn […]
Enn og aftur úr myndasafni Óskars Péturs

Hér koma síðustu myndirnar að þessu sinni af myndum Óskars Péturs frá Þjóðhátíðinni í fyrra. Ný hátíð með nýjum myndum tekur við og eins og sjá má á fréttasíðu okkar er hann þegar byrjaður. Ritstjórn Eyjafrétta og eyjafrettir.is óska þjóðhátíðargestum alls hins best á Þjóðhátíðinni í ár. Gleðilega Þjóðhátíð. Stuð og stemning og pínu rigning. […]
Mannvirkin vígð í Herjólfsdal – myndir

Löng hefð er fyrir því að vígja nokkur Þjóðhátíðar-mannvirki í dalnum á fimmtudegi fyrir hátíð. Einhverjir taka forskot á sæluna og er oft mikið stuð í dalnum. Myllan, Vitinn og Hofið voru vígð í gærkvöldi. Venju samkvæmt voru smá sendingar voru á milli forsvarsmanna Vitans annars vegar og Myllunnar hins vegar. Aðstandendur Hofsins voru eingöngu […]
Herjólfsfólk er í hátíðarskapi

Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs, eru dagarnir í kringum og yfir þjóðhátíðina mjög líflegir hjá starfsfólki Herjólfs. „Það má segja að undirbúningur þjóðhátíðarinnar hjá okkur á Herjólfi standi yfir í marga mánuði, áður en miðasalan hófst í febrúar var búið að ganga þannig frá málum að heimasíðan þoli álagið sem myndast um leið og […]