Hátíðarræða Þjóðhátíðar

Á setningu Þjóðhátíðar er ávallt haldin hátíðarræða. Í ár flutti Þór Í. Vilhjálmsson fyrrverandi formaður ÍBV-íþróttafélags hátíðarræðuna. Ræðuna má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, góðir þjóðhátíðargestir. Þeir sem stóðu að fyrstu Þjóðhátíðinni sem haldin var árið 1874 hafa eflaust ekki átt von á því að enn yrði […]
Þúsundir frá Eyjum í dag

Þúsundir þjóðhátíðargesta héldu í dag frá Vestmannaeyjum eftir velheppnaða helgi í Herjólfsdal. Í boði voru þrír möguleikar, Herjólfur, flug með Icelandair og sigling með Teistu í Landeyjarhöfn. Herjólfur fór fyrstu ferð klukkan 2.00 í nótt og var ekki fullt í fyrstu ferðunum en um hádegi var komin biðröð. Tuga metra löng en flestir vel klæddir […]
Tíðindalítil nótt hjá lögreglu

Síðasta nótt Þjóðhátíðar var róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra. „Enginn er í klefa nú í morgunsárið. Þá komu upp fimm minniháttar fíkniefnamál. Engar stórar líkamsárásir kærðar enn sem komið er, aðeins minniháttar pústrar eins og gengur og gerist þegar á annað tug þúsunda koma saman að skemmta sér.“ Nú […]
Laugardagskvöldið í myndum

Mikið fjör var í Herjólfsdal í gærkvöldi þrátt fyrir fúlviðri. Einar Bárðar var nýr kynnir á kvöldvökunni þar sem hinir ýmsu listamenn stigu á svið, þar má nefna Eló, Unu Torfa, Stuðmenn og Helga Björns. Drengirnir í FM95Blö hituðu svo upp fyrir flugeldasýninguna á miðnætti. Mikil leynd hafði ríkt yfir hverjir leynigestir kvöldsins væru en […]
Róleg nótt að baki

Nóttin var helst til tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum miðað við þann mannfjölda sem nú er í Eyjum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að aðeins einn hafi gist fangageymslur og var það vegna ölvunar. Þá komu upp tvö minniháttar fíkniefnamál. Hann segir að þrátt fyrir leiðinda veður þá hafi þetta gengið ótrúlega […]
Lögreglan lýsir eftir Helga

Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir Helga Ingimar Þórðarsyni, 21 árs gamall. Helgi er 192 cm á hæð og sást síðast klæddur í svartar buxur, svarta hettupeysu og dökkgrænann bomberjakka. Síðast er vitað um ferðir Helga við Herjólfsdal síðastliðna nótt. Lögreglan biður fólk um að hafa samband í síma 112 ef það veit um ferðir Helga. […]
Skemmti sér vel þó veður hefði mátt vera betra

Að því er kemur fram hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin að mestu róleg á þjóðhátíðinni í gærkvöldi og í nótt. Brennan var á sínum stað og fólk skemmti sér vel í brekkunni. Óskar Pétur var á ferðinni með myndavélina og hér má sjá smá nokkur sýnishorn. Veður hefði mátt vera betra en fólk klæddi […]
Óvenju fá fíkniefnamál á Þjóðhátíð

Nóttin var fremur tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri segir aðspurður í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net að engin tilkynning um kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu enn sem komið er. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir í nótt og er einn í klefa vegna þess, en heilt yfir gistu fimm þjóðhátíðargestir fangageymslur. Tveir þeirra […]
Þjóðhátíð sett í blíðskaparveðri

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett laust fyrir klukkan 15 í dag. Venju samkvæmt er það formaður ÍBV-íþróttafélags sem setur hátíðina. Það kom því í hlut Harðar Orra Grettissonar að gera það í ár en hann tók við formennsku í félaginu í vor. Þór Vilhjálmsson flutti í kjölfarið hátíðarræðu og sr. Viðar Stefánsson var með hugvekju. Halla […]
Þjóðhátíðin okkar!

Íris Róbertsdóttir. bæjarstjóri Vestmannaeyja ritar pistil á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Tilefnið er Þjóðhátíðin sem var formlega sett í dag að viðstödddu fjölmenni. Pistil Írisar má lesa í heild sinni hér að neðan. Það er alltaf jafn gaman að sjá Vestmannaeyjar bókstaflega fyllast af fólki sem komið til að gleðja sig og gleðja aðra. Við […]