Opnað fyrir umsóknir hvítu tjaldanna á mánudag

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú kominn á fullt skrið og nú styttist í úthlutun lóða fyrir hvítu tjöldin. Á mánudaginn, klukkan 10:00, opnar fyrir umsóknir um lóðir fyrir hvítu tjöldin og verður hægt að sækja um á dalurinn.is. Umsóknarfresturinn stendur yfir til kl. 10:00 á miðvikudaginn 23. júlí. (meira…)

Telja tímabært að slétta út “Veltusundið”

20240802 155621

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í vikunni umsókn frá ÍBV-íþróttafélagi um að steypa undirstöður fyrir hljóðskúr sem er í brekkunni hjá Brekkusviðinu í Herjólfdal. Einnig var sótt um að lengja Veltusund til austurs og slétta það svæði. Í umsókninni segir: ÍBV-íþróttafélag óskar eftir leyfi til þess að reisa steyptan vegg undir […]

Þjóðhátíðarlagið í höndum Stuðlabandsins

Þjóðhátíðarnefnd hefur tilkynnt að þjóðhátíðarlagið í ár verði samið og flutt af Stuðlabandinu. Stuðlabandið er íslensk ballhljómsveit frá Selfossi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 og æfði fyrst um sinn á bænum Stuðlum í Ölfusi og dregur nafn sitt þaðan. Bandið er skipa þeir: Baldur Kristjánsson – bassi, Birgir Þórisson – hljómborð, Bjarni Rúnarsson – slagverk, […]

Þrír veislustjórar á Þjóðhátíð í 100 ár 

2023 Daddi Og Prestar

Í 150 ára sögu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja hafa kynnar hátíðarinnar ekki verið margir. Farið var yfir sögu kynnana á þjóðhátíðarblaði Eyjafrétta og þar rætt við núverandi kynni, Bjarna Ólaf Guðmundsson. Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, eða Stebbi pól, var kynnir á Þjóðhátíð í 55 ár, en hann byrjaði sem kynnir árið sem hann var ráðinn yfirlögregluþjónn […]

Uppskriftin að Þjóðhátíð til og virkar vel

Hörður Orri – formaður ÍBV í þjóðhátíðarspjalli – Salka Sól „Það hefur verið fínt og bara gengið mjög vel. Það er búið að vera mikið að gera hjá félaginu almennt og mikið um stóra viðburði. Sumarið náttúrulega byrjar á TM mótinu og svo Orkumótið og nú Þjóðhátíð. Svo er auðvitað fótboltinn í fullum gangi og […]

ClubDub – Einn kaldur á Lundanum

„Þetta er náttúrulega stærsta svið á Íslandi og þetta er 150 ára stöffið, þannig við hlökkum til að spila á 150 ára stöffinu, sko“ segir Aron Kristinn Jónasson meðlimur raftónlistartvíeykisins ClubDub sem hefur verið að gera góða hluti á íslensku tónlistarsenunni. Tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson myndar hinn helming sveitarinnar. „Það er bara búið að vera nóg að […]

Öldungar á Þjóðhátíð

„Ef ég hefði verið lengur þá hefði strætó bara hætt að ganga“  Í tilefni þúsund ára byggðar á Íslandi var haldin þjóðhátíð 2. ágúst 1874 í höfuðborginni. Danakonungur kom þá meðal annars í heimsókn og var Íslendingum færð ný stjórnarskrá. Sama dag var lélegt sjólag og Eyjamönnum ekki kleift að komast upp á land og […]

Hátíðarræða Þjóðhátíðar

DSC 8545

Á setningu Þjóðhátíðar er ávallt haldin hátíðarræða. Í ár flutti Þór Í. Vilhjálmsson fyrrverandi formaður ÍBV-íþróttafélags hátíðarræðuna. Ræðuna má lesa hér að neðan. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, góðir þjóðhátíðargestir. Þeir sem stóðu að fyrstu Þjóðhátíðinni sem haldin var árið 1874 hafa eflaust ekki átt von á því að enn yrði […]

Þúsundir frá Eyjum í dag

Þúsundir þjóðhátíðargesta héldu í dag frá Vestmannaeyjum eftir velheppnaða helgi í Herjólfsdal. Í boði voru þrír möguleikar, Herjólfur, flug með Icelandair og sigling með Teistu í Landeyjarhöfn. Herjólfur fór fyrstu ferð klukkan 2.00 í nótt og var ekki fullt í fyrstu ferðunum en um hádegi var komin biðröð. Tuga metra löng en flestir vel klæddir […]

Tíðindalítil nótt hjá lögreglu

20240803 231405

Síðasta nótt Þjóðhátíðar var róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, að sögn Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra. „Enginn er í klefa nú í morgunsárið. Þá komu upp fimm minniháttar fíkniefnamál. Engar stórar líkamsárásir kærðar enn sem komið er, aðeins minniháttar pústrar eins og gengur og gerist þegar á annað tug þúsunda koma saman að skemmta sér.“ Nú […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.