Una og Sara – söngurinn tengdi þær saman

Söngkonurnar Una og Sara ættu að vera eyjafólki vel kunnugar en þær stöllur hafa nú sungið saman í nær tíu ár og heillað áhorfendur með samhljómi sínum og faglegri framkomu. Samstarf þeirra þróaðist út frá sameiginlegum áhuga þeirra á tónlist sem hefur vaxið og dafnað síðastliðin ár. Una og Sara veittu Eyjafréttum viðtal þar sem […]

Natali Oson flúði Úkraínustríðið og flutti til Vestmanneyja 

Natali Oson er 38 ára gömul kona frá Úkraínu sem, ásamt eiginmanni sínum, Slava Mart, flutti til Vestmannaeyja árið 2020. Ástæðan fyrir flutningunum var stríðið í heimalandinu, sem gerði þeim ómögulegt að halda áfram venjulegu lífi þar. Þau stóðu frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að yfirgefa heimili sitt, vini og fjölskyldu til að hefja nýtt […]

Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets

Ragna Árnadóttir tók við stöðu forstjóra í sumar en hún kom til Landsnets frá Alþingi þar sem hún hafði starfað sem skrifstofustjóri undanfarin sex ár. Áður hafði hún starfað sem aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og þekkir hún því vel til orkumála. Í sumar lagði Landsnet tvo nýja háspennustrengi til Vestmannaeyja og í kjölfar þess kom Ragna, nýtekin […]

Svavar Steingríms gefur hreyfinguna ekki eftir  

Svavar Steingrímsson eða Svabbi eins og hann er kallaður er Eyjamaður mánaðarins. Svabbi hefur alla tíð haft mikla ástríðu fyrir náttúrunni og útivist og er mikill úteyjamaður. Þrátt fyrir að vera orðinn 89 ára gamall hreyfir hann sig nánast á hverjum degi og er Heimaklettur einn af hans uppáhalds stöðum að fara á. Svavar er […]

Heimaklettur: Framkvæmdir hafnar en framhaldið tefst 

Endurbætur á gönguleiðinni upp Heimaklett hófust í sumar, en tafir hafa orðið vegna þess að skipta þurfti um verktaka.  Eins og fram kom í fyrri umfjöllun Eyjafrétta í maí síðastliðnum hefur gönguslóði upp Heimaklett verið talinn forgangsverkefni til lagfæringar. Þar kom fram að slóðinn væri orðinn mjög illa farinn og að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefði veitt […]

Sterk staða verkmenntunar í Eyjum 

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur verið tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 fyrir framúrskarandi starf í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Tilnefningin er í flokknum Iðn- eða verkmenntun en auk FÍV er Fataiðndeild Tækniskólans og Unnar Þorsteinn Bjartmarsson grunn- og framhaldsskólakennari við Grunnskóla Borgarfjarðar og Fjölbrautaskóla Vesturlands tilnefnd í flokknum.  Verðlaunin verða afhent á Bessastöðum 4. nóvember næstkomandi […]

Gervigreindin  tvíeggjað sverð en möguleikar óendalegir 

Vel var mætt á námskeið um hagnýta notkun á gervigreind í atvinnulífi sem Þekkingarsetur  Vestmannaeyja stóð fyrir í upphafi mánaðarins. Fyrirlesarar voru þrír, Gísli Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur í gervigreind hjá KPMG, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar eigandi ráðstefnufyrirtækisins Iceland Innovation Week og Guðfinna Birta Valgeirsdóttir markaðsstjóri Innovation Week.  Allt mjög áhugaverðir fyrirlestrar og margt sem kom á óvart, m.a. að upphaf gervigreindar má rekja aftur til […]

Helgi Bernódusson: Vestmann(a)eyingur

Það vekur athygli þegar Vestmannaeyjablöðin eru lesin að þar eru íbúar Eyjanna oftast nefndir og skrifaðir „Vestmann-a-eyingar“, gagnstætt málfræði- og stafsetningarreglum og enn fremur eðlilegum framburði. Enginn segir *Vestmann-a-eyingur í eðlilegu tali, heldur „Vestmann-eyingur“. Hér er að verki sú regla í íslensku máli að viðskeytið „-ingur“ tekur oftast aðeins tvö atkvæði á undan sér og […]

Framkvæmdastjóri Lagarlífs um laxeldi

Sem Vestfirðingur hef ég upplifað laxeldið sem ævintýri. Áhrifin á lífskjör og tækifæri Vestfirðinga hafa verið gríðarleg, enda er fiskeldi hátæknigrein sem kallar á mikinn mannauð og menntun ásamt verðmætasköpun. Ég þykist vita að sama sé upp á teningnum á Austfjörðum þar sem sjóeldi er einnig orðin mikilvæg atvinnugrein og stendur undir verðmætasköpun í fjórðungnum.   […]

Ragnar á Látrum: Líflína mín til Eyja, er vaður sem heldur 

Raggi á Látrum var einn af peyjunum á Vestmannabrautinni. Hann var hægur, hreinn og beinn en alvörugefinn. Hann var meira fyrir bókina, læs áður en hann kom í skóla og lærði dönsku af lestri dönsku blaðanna og gat því talað við Ripp, Rapp og Rupp á undan hinum peyjunum. Í kjallaranum á Látrum var hann oft með hreyfimyndasýningar sem voru […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.