María Pétursdóttir: Ástríða og áhugi alltaf verið til staðar

María Pétursdóttir sem er einn eigandi Hárhússins er mikil áhugakona um allt sem kemur að heimili og hönnun. Áhugi hennar hefur fylgt henni allt tíð og er hún óhrædd við að ganga í hlutina hversu stórir eða smáir sem þeir eru. Maja eins og hún er kölluð er einstaklega mikil smekksmanneskja með afar gott auga […]
Íþróttamaður mánaðarins er Sandra Erlingsdóttir

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er handboltakonan Sandra Erlingsdóttir. Það þarf vart að kynna Söndru fyrir Eyjafólki en hún er leikmaður meistaraflokks ÍBV í handbolta og A-landsliðs Íslands. Sandra er komin aftur í ÍBV og hefur farið frábærlega af stað í Olís deildinni með eftir að hafa leikið erlendis, bæði í Þýskalandi og Danmörku um nokkurt skeið, ásamt […]
Flestir hafa enn ekki tekið ákvörðun

Nú eru kjörnir fulltrúar víðs vegar um land að gefa upp hvort þeir hyggist gefa aftur kost á sér í framboð til sveitarstjórna. Næstu sveitarstjórnarkosningar verða 16. maí 2026. Eyjafréttir sendu fyrirspurn á alla bæjarfulltrúa sem og varabæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum og spurðu hvort þau hyggist gefa kost á sér á lista í komandi bæjarstjórnarkosningum. „Ég hef ekki tekið […]
Mikilvægt að sjómenn séu rétt tryggðir – alltaf

Tryggja vátryggingamiðlun, elsta miðlun landsins sem hefur starfað í 30 ár, sérhæfir sig í heilsutryggingum og sértækum sjómannatryggingum. Verkefnastjóri heilsutrygginga hjá Tryggja, Agnes Hildur Hlöðversdóttir, segir mikilvægt að sjómenn hafi öflugar tryggingar sem taka tillit til áhættu sem fylgir starfi á sjó. Hvað eru sjómannatryggingar? Aðspurð segir Agnes að sjómannatryggingar séu sérsniðnar tryggingar fyrir þá […]
Sæbjörg á enn Íslandsmetið í 100 km hlaupi kvenna

Sæbjörg Logadóttir á að baki glæstan feril í hlaupum. Hún hefur lokið nokkrum maraþonum, ásamt tveimur 100 km hlaupum og á enn þann dag í dag Íslandsmeistaratitil kvenna í 100 km hlaupi, frá 2011. Hún varð því miður að leggja hlaupin til hliðar eftir slys sem hún varð fyrir 2016 og 2018. Við ræddum við Sæbjörgu um […]
Mikilvægt að gefa börnum góða forgjöf inn í lífið

Íris Þórsdóttir, tannlæknir er snúin aftur heim til Vestmannaeyja eftir að hafa búið úti í Frakklandi síðastliðin tvö ár. Íris og maður hennar, Haraldur Pálsson héldu á vit ævintýranna fyrir tveimur árum og fluttu út fyrir landsteinana. Planið var að fara í eitt ár en svo urðu árin tvö. Eru þau nýsnúin til baka ásamt […]
Einstök gjöf til Safnahúss

„Þetta er gríðarlega vegleg gjöf. Öll söfn þrífast á því að þeir einstaklingar sem marka spor í menningarsögu nærsamfélagsins hverju sinni deili þeirri auðlegð sem þeir búa til með því að koma henni í varanlega varðveislu á söfnunum,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og vísar þarna til gjafar Halldórs Benedikts Halldórssonar til Vestmannaeyjabæjar. Ómetanlegar […]
Gaf samfélaginu menningarauð í myndum og kvikmyndum

Halldór Benedikt Halldórsson fæddist á Húsavík árið 1955 en flutti 6 ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja. Þar hefur hann átt heima nær alla tíð síðan og segist hvergi vilja vera annars staðar. Í dag er hann sjötugur, fjölskyldumaður sem nýtur þess að vera úti í náttúrunni – og síðast en ekki síst ástríðufullur […]
Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar

Það er fátt sem tengir Vestmannaeyjar jafnsterkt saman og sjávarútvegurinn. Þar hefur kynslóð eftir kynslóð sótt lífsviðurværi sitt og lagt sitt af mörkum í atvinnusögu landsins. Bjarni Rúnar Einarsson, framkvæmdastjóri Leo Seafood, er engin undantekning. Hann fæddist í Eyjum árið 1983 og hefur nær alla sína starfsævi varið innan sömu veggja – fyrst hjá Godthaab […]
Samstaða sveitarfélaganna er lykillinn

Í síðasta mánuði fundaði Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með íbúum Suðurlands á Selfossi. Meðal gesta á fundinum var Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Anton Kári átti einnig sæti í starfshópi um fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja sem lauk sinni vinnu fyrir um ári síðan. Hann flutti þar athyglisverða […]