Einsi kaldi slær hvergi af

Í Vestmannaeyjum eins og öðrum bæjum á landsbyggðinni skiptir hvert starf miklu máli. Hér búum við svo vel að eiga öflug fyrirtæki sem saman mynda öfluga heild í kraftmiklu samfélagi. Sextán þeirra voru valin sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2025 og er Einsi kaldi – veisluþjónusta verðugur fulltrúi þeirra. Umfangið er meira en flesta grunar en skipta má starfseminni í […]

Heildverslun KK 95 ára

Karl Kristmanns umboðs- og heildverslun (HKK) í Vestmannaeyjum er rótgróið fjölskyldufyrirtæki með langa sögu á sviði heildsölu og umboðsverslunar. Fyrirtækið var stofnað árið 1931 af Jónínu, móðir Karls Kristmannssonar sem tók síðar við fyrirtækinu af móður sinni ásamt bróður sínum Inga. Karl rak fyrirtækið þar til hann lést af slysförum árið 1958. Kristmann sonur hans […]

Dagbjört læknir – Lífið og starfið á nýjum stað

Dagbjört Guðbrandsdóttir er 35 ára sérnámslæknir í bráðalækningum, fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu, en býr í dag í Vestmannaeyjum ásamt eiginmanni sínum, Victori Guðmundssyni lækni og tónlistarmanni, ásamt þremur sonum þeirra, Frosta, sem er þriggja ára, og tvíburunum Mána og Stormi sem eru eins og hálfs árs. Fjölskyldan flutti til Eyja á síðasta ári og […]

Framúrskarandi fyrirtæki í Eyjum 2025 

„Það skiptir okkur hjá Creditinfo miklu máli að geta gert Framúrskarandi fyrirtækjum hátt undir höfði. Þetta eru stöðugustu fyrirtæki landsins sem leggja grunninn að kröftugu hagkerfi okkar Íslendinga. Það er einkar ánægjulegt að sjá hvað Vestmannaeyjar búa vel þegar kemur að öflugum fulltrúum á listanum í ár,” segir Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.  Alls fengu […]

Stjórnkerfi og mannekla útskýra tafirnar

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að tvær meginástæður liggi að baki því að sértæk frístundaþjónusta fyrir fötluð börn sé ekki komin í fullt og formlegt horf þrátt fyrir að rúmar tíu vikur séu liðnar af skólaárinu. Annars vegar hafi tekið tíma að fá formlega heimild fyrir rekstrinum í gegnum stjórnkerfið og hins […]

Súrrealískt að mæta á Bessastaði

María Fönn Frostadóttir hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið og hefur heldur betur látið til sín taka. Maríu Fönn var afhent forsetamerki Bandalags íslenskra skáta á Bessastöðum í byrjun mánaðarins, sem er mikil viðurkenning fyrir hennar störf. Forsetamerkið byggir á kjarnagildum skátahreyfingarinnar, þar sem lögð er áhersla á persónulegan þroska og framlag […]

Flogið fimm sinnum í viku til Eyja

Norlandair undirbýr nú að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í byrjun næsta mánaðar. Flugið mun stytta ferðatímann verulega og bæta samgöngur til og frá Eyjum, að sögn Rúnu Bjarkar Magnúsdóttur, starfsmanns Norlandair. „Flug er mjög skilvirkur og fljótlegur samgöngumáti. Þessi flugleið styttir ferðatímann milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur umtalsvert,“ segir hún og bætir við að […]

Ystiklettur og Urðirnar töfra mig sem listamann

Urðirnar eru ekki árennilegar þegar suðaustanáttin hvín og rífur upp sjóinn á Víkinni svo Ystiklettur hverfur í særokinu. En eins og alltaf þá skellur hann aftur á með blíðu og Kletturinn blasti við af Urðarvegi 39, þar sem Rósanna Ingólfsdóttir Welding  bjó á æskuheimili sínu. Ystiklettur var fjallið hennar og Klettshellirinn þar sem fyrsta gítargripið hljómaði, blasti […]

Í þremur liðum á einu ári 

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon gekk nýverið til liðs við Hearts í skosku úrvalsdeildinni. Tómas, sem er 23 ára gamall er uppalinn hjá ÍBV, lék með félaginu við góðan orðstír og var lykilmaður áður en hann samdi við Val eftir síðasta tímabil. Hann á að baki 81 leik og 8 mörk í tveimur efstu deildunum hér […]

Íþróttamaður mánaðarins: Hermann Þór

Íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni er Hermann Þór Ragnarsson. Hermann Þór er leikmaður meistaraflokks ÍBV í fótbolta. Hann er uppalinn hjá Sindra á Hornafirði en hefur spilað með ÍBV undanfarin þrjú ár. Það má segja að á þessu tímabili hafi Hermann sprungið út og er að eiga sitt allra besta tímabil með ÍBV. Hermann hefur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.