Íslands- og bikarmeistari við stjórnvölinn í Deloitte

Vigdís Sigurðardóttir sem stýrir Deloitte í Vestmannaeyjum er fædd og uppalin Eyjakona. Hún gerði garðinn frægan sem markmaður í handboltanum með landsliðinu og varð Íslands- og bikarmeistari með bæði ÍBV og Haukum. Maður hennar er Erlingur Richardsson þjálfari í handbolta. Börnin halda uppi merki þeirra, Sandra spilar með Metzingen í þýsku Bundesligunni, Elmar með Nordhorn […]

Lögmannstofa og fasteignasala Vestmannaeyja

Í byrjun árs 2000 stofnuðu þeir Jóhann Pétursson og Helgi Bragason báðir hæstaréttarlögmenn og löggiltir fasteignasalar saman fyrirtækið Lögmannsstofa Vestmannaeyja og Fasteignasölu Vestmannaeyja sem þeir hafa rekið saman síðan. Fasteignasöluna á tíma í samstarfi við Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur.  Jóhann hafði þá áður verið í sama rekstri í tæp 10 ár.  Jóhann á því nær 35 […]

Brjóstagjafabókin: Handbók fyrir foreldra, ömmur, afa, fagfólk og alla

Þórunn Pálsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur gaf nýverið út ásamt kollegum sínum bókina, Brjóstagjafabókin sem er hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur, afa, fagfólk og alla sem vilja styðja við konur í brjóstagjöf. Veitir m.a. annars leiðbeiningar um hvernig best sé að undirbúa sig fyrir brjóstagjöf og praktísk ráð fyrir fyrstu dagana. Einnig er fjallað ítarlega […]

Rauðátan – Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða allt að 59.000 tonn á ári

„Ég hef verið í sambandi við útgerðarfélög um allt land og vonast til að fá skip til veiðanna næsta sumar,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann var spurður um stöðu rauðátuverkefnsins. „Auðvitað eru menn með og á móti veiðum af þessu tagi en þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir Vestmannaeyinga ef rétt er að […]

Kristín Klara: ,,Mikilvægt að læra af mistökum og bæta sig”

Kristín Klara Óskarsdóttir, hand- og fótboltakona hlaut viðurkenningu fyrir íþróttakonu æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Kristín Klara átti framúrskarandi ár og æfir bæði fótbolta og handbolta. Hún steig stórt skref síðastliðið sumar með því að spila 15 leiki með meistaraflokki kvenna í fótbolta. Hún varð bikarmeistari með 4. flokki kvenna og […]

Andri Erlingsson – Framundan eru spennandi tímar í handboltanum

Andri Erlingsson, handboltamaður hlaut viðurkenningu fyrir íþróttamann æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Um hann segir: Andri tók miklum framförum á árinu 2024 og er nú orðinn sterkur leikmaður í meistaraflokki í handbolta. Hann hefur átt glæsilegt tímabil og var í október útnefndur besti sóknarmaður deildarinnar samkvæmt tölfræðiveitunni HB Statz. Andri er […]

Oliver Heiðarsson – byrjaði að æfa fótbolta sex ára

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú í janúar af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Viðurkenninguna í hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Um hann segir: Oliver átti frábært ár og var lykilleikmaður ÍBV sem vann Lengjudeildina síðastliðið haust. Hann var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk og var valinn besti leikmaðurinn. Oliver er […]

Fréttapýramídinn – Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár.  Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]

Met í sjúkraflugi milli lands og Eyja

Sjukraflug_TMS_IMG_5545

Í byrjun árs 2024 tók Norlandair við sjúkraflugi á landinu af Mýflugi sem hafði sinnt fluginu í nokkur ár á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar voru alls 943 sjúkraflug á árinu 2024 með 973 sjúklinga. Það er aukning um 3% í sjúkraflugum á milli áranna 2023 og 2024. Um 44% fluga ársins 2024 voru í […]

Gat rakið ættir konungsfólks eins og Vestmannaeyinga 

Konunglegt teboð til heiðurs Jónu Bjargar skjalaverði:   „Hugmyndin að þessari dagskrá kom upp í sumar eftir andlát systur minnar, hennar Jónu Bjargar. Af hverju að minnast hennar með konunglegu teboði, ja það er saga að segja frá því. Jóna var nefnilega ein af þessum royalistum sem að liggur við að sé sér þjóðflokkur hér […]