Mikilvægt að gefa börnum góða forgjöf inn í lífið

Íris Þórsdóttir, tannlæknir er snúin aftur heim til Vestmannaeyja eftir að hafa búið úti í Frakklandi síðastliðin tvö ár. Íris og maður hennar, Haraldur Pálsson héldu á vit ævintýranna fyrir tveimur árum og fluttu út fyrir landsteinana. Planið var að fara í eitt ár en svo urðu árin tvö. Eru þau nýsnúin til baka ásamt […]
Einstök gjöf til Safnahúss

„Þetta er gríðarlega vegleg gjöf. Öll söfn þrífast á því að þeir einstaklingar sem marka spor í menningarsögu nærsamfélagsins hverju sinni deili þeirri auðlegð sem þeir búa til með því að koma henni í varanlega varðveislu á söfnunum,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og vísar þarna til gjafar Halldórs Benedikts Halldórssonar til Vestmannaeyjabæjar. Ómetanlegar […]
Gaf samfélaginu menningarauð í myndum og kvikmyndum

Halldór Benedikt Halldórsson fæddist á Húsavík árið 1955 en flutti 6 ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja. Þar hefur hann átt heima nær alla tíð síðan og segist hvergi vilja vera annars staðar. Í dag er hann sjötugur, fjölskyldumaður sem nýtur þess að vera úti í náttúrunni – og síðast en ekki síst ástríðufullur […]
Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar

Það er fátt sem tengir Vestmannaeyjar jafnsterkt saman og sjávarútvegurinn. Þar hefur kynslóð eftir kynslóð sótt lífsviðurværi sitt og lagt sitt af mörkum í atvinnusögu landsins. Bjarni Rúnar Einarsson, framkvæmdastjóri Leo Seafood, er engin undantekning. Hann fæddist í Eyjum árið 1983 og hefur nær alla sína starfsævi varið innan sömu veggja – fyrst hjá Godthaab […]
Samstaða sveitarfélaganna er lykillinn

Í síðasta mánuði fundaði Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með íbúum Suðurlands á Selfossi. Meðal gesta á fundinum var Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Anton Kári átti einnig sæti í starfshópi um fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja sem lauk sinni vinnu fyrir um ári síðan. Hann flutti þar athyglisverða […]
Breytingar á hluthafahóp Löngu

Breytingar hafa orðið á hluthafahópnum í Löngu. Fyrirtækið Langa ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á þurrkuðum f iskhausum og afskurði en félagið selur allar afurðir sínar á Nígeríumarkað. Undanfarin ár hefur félagið einnig verið að þróa og lagt í fjárfestingar á framleiðslu og sölu á kollageni til manneldis. Á dögunum var samþykkt á hluthafafundi að […]
Magnús Bragason- Geri mitt besta og nýt dagsins

Magnús Bragason hefur um árabil verið virkur í samfélaginu hér í Eyjum og lagt sitt af mörkum á hinum ýmsum sviðum. Hann er á meðal skipuleggjenda Vestmannaeyjahlaupsins og The Puffin Run, auk þess að standa að Lundaballinu. Við fengum að heyra aðeins í Magnúsi og varpa nokkrum spurningum til hans. Fjölskylda: Við Adda eigum þrjá […]
Líflína mín til Eyja er vaður sem heldur

Raggi á Látrum var einn af peyjunum á Vestmannabrautinni. Hann var hægur, hreinn og beinn en alvörugefinn. Hann var meira fyrir bókina, læs áður en hann kom í skóla og lærði dönsku af lestri dönsku blaðanna og gat því talað við Ripp, Rapp og Rupp á undan hinum peyjunum. Í kjallaranum á Látrum var hann oft með hreyfimyndasýningar sem voru […]
Sjaldgæfur erfðasjúkdómur tók yfir líf Ragnars Þórs

Ragnar Þór Jóhannsson er 36 ára Eyjamaður sem hefur á síðustu árum þurft að takast á við sjaldgæfan og lífs breytandi erfðasjúkdóm, Peutz-Jegher sem hefur haft mikil áhrif á hans daglegt líf. Ragnar er giftur Bjarteyju Kjartansdóttur og saman eiga þau þrjú börn, þau Líam, París og Chloé. Veikindi Ragnars bönkuðu fyrst upp á sumarið 2021 og í framhaldi […]
Gunnar Þór: Snyrtilegri bíla var ekki að finna á götum Vestmannaeyja

Sumir fæðast með bensín í blóðinu og byrja snemma og skrefin eru nokkur. Flestir byrja á skellinöðru, næst koma mótorhjólin eitt af öðru og vex krafturinn með hverju nýju hjóli. Þá er komið að bílunum og þar ráða hógværð og fjárráð í byrjun en svo fjölgar hestöflum og útlit og stærð verða meira áberandi. Sumir […]