Sara Sjöfn í Póley – Mikið úrval fyrir jólin

Jólin eru á næsta leyti og flestir farnir að huga að undirbúningi hátíðanna. Að mörgu er að hyggja, svo sem gjöfum, mat, skreytingum og stemningu heimilisins. Við ræddum við Söru Sjöfn, eiganda gjafavöruverslunarinnar Póleyjar, um hvað hún telur skipta mestu í gjafavali og hvernig hún sjálf undirbýr jólin.   Hún deilir einnig hagnýtum ráðum fyrir þá sem […]

Jólalegir eftirréttir

Jólin eru tími hefða og notalegra samverustunda og fátt er betra á aðfangadag en að gæða sér á góðum mat og ljúffengum eftirréttum. Anna Lilja Tómasdóttir er ein þeirra sem eiga auðvelt með að galdra fram gómsæta rétti að sögn ættingja og vina. Við fengum að skyggnast í jólauppskriftir Önnu Lilju sem deildi með okkur […]

Framkvæmdir við höfnina í samgönguáætlun

Ný samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026-2030 gerir ráð fyrir fjárfestingu í innviðum Vestmannaeyja. Framkvæmdir og viðhaldsverkefni ná bæði til hafnar- og flugvallarmannvirkja auk þess reksturs ferjusamgangna. Í áætluninni eru nokkur umfangsmikil verkefni við höfnina í Vestmannaeyjum á tímabilinu.  Hörgaeyrargarður – stytting og dýpkun: Unnið verður að styttingu og dýpkun garðsins árin 2026 og 2027. Verkefnið er hluti af endurbótum […]

Heilsan, jólin og jafnvægið 

Á aðventunni og yfir hátíðarnar finna margir fyrir auknu álagi, óreglu í daglegu lífi og meiri freistingum í mataræði. Til að hjálpa lesendum að halda jafnvægi og vellíðan á þessum tíma settist ég niður með Eygló þjálfara, sem deildi með mér hagnýtum og einföldum heilsuráðum.   Eygló segir að hennar besta heilsuráð yfir hátíðarnar sé að […]

Ingibjörg Bergrós – Stöndum fagnandi með ÍBV 

Kynslóðin sem var að vaxa úr grasi upp úr 1970 í Vestmannaeyjum og fyllti Samkomuhúsið og Alþýðuhúsið á hverju ballinu á fætur öðru, var kröftug, uppfinningasöm og skemmtileg. Peyjarnir í útvíðum buxum, háhæluðum skóm, með barta og sítt hár, blúndur á skyrtunni og reyktu filterslausan Camel. En stelpurnar voru í nælonsokkum og stuttum pylsum með […]

Jólin hjá framlínufólki

Þó flestir landsmenn séu heima með fjölskyldu sinni á aðfangadagskvöldi er það ekki raunin hjá öllum. Margir geta ekki verið heima í faðmi fjölskyldu á þessum hátíðardegi og geta ástæðurnar verið margvíslegar, meðal annars vegna vinnu, veikinda eða að þeir eigi fáa að.   Guðný Bernódusdóttir er ein þeirra sem starfar í framlínu og hefur oftar en ekki verið í vinnu yfir jólahátíðina. Á meðan […]

Markadrottning ÍBV sér fram á enn stærri skref í Bestu deildinni

Bandaríska knattspyrnukonan, Allison Grace Lowrey, kom eins og stormsveipur inn í kvennalið ÍBV í fótbolta í sumar. Allison er 23 ára sóknarmaður sem sló í gegn með ÍBV í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum, þar sem hún skoraði samtals 30 mörk. Hún var lang markahæst í deildinni með 25 mörk og skoraði í öllum bikarleikjum liðsins, þar […]

Alex Freyr fyrirliði og besti leikmaðurinn

Alex Freyr Hilmarsson átti frábært tímabil með ÍBV í sumar, þegar liðið tryggði sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni á næsta ári. Alex Freyr er 32 ára gamall og hefur leikið með ÍBV frá árinu 2022. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Eyjamanna frá komu sinni. Alex, sem var fyrirliði ÍBV í sumar, […]

Innlit á Eyjaheimili 

Hér í Eyjum má finna fjölmörg falleg heimili með ólíkan stíl og áhugavert skipulag. Í Innliti á Eyjaheimili skoðum við eignir sem eru á markaði og rýnum í hvað gerir þær sérstakar. Við förum í gegnum skipulag, hönnun og þau smáatriði sem fanga athygli og fáum innsýn um stöðu og strauma á fasteignamarkaðnum hér í […]

„Göngin eru engin geimvísindi“

Thor Engla 20251121 103431

Hugmyndin um jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja hefur oft verið afgreidd sem djörf draumsýn, en fyrir Þór Engilbertsson, stjórnarmann í Ægisdyrum blasir allt önnur mynd við. Að hans sögn hafa frumrannsóknir, jarðfræðigögn og kostnaðarforsendur legið fyrir í rúmlega tvo áratugi og sýnt að jarðgöng séu bæði tæknilega framkvæmanleg og þjóðhagslega hagkvæmt. Reynslan af Landeyjahöfn – stöðugur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.