Reksturinn jákvæður um 597 milljónir

radhus_vestm_2022

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að ársreikningurinn sýni glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.509 m.kr. og rekstrargjöld 8.549 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um […]

Nýtt fyrirkomulag við greiðslu og losun á úrgangi

sorp_opf_2024_cro

Frá og með mánudeginum 3. mars gildir ný gjaldskrá Terra, þar sem kostnaður fer eftir magni og flokkun úrgangs. Greiða þarf á staðnum við losun. Þetta segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir jafnframt að í nýjum samningi við Terra um rekstur móttökustöðvarinnar breytist fyrirkomulag losunar úrgangs í samræmi við lög og meginreglur hringrásahagkerfisins. Gjaldskráin er […]

Almenn ánægja með þjónustu bæjarins

Leikvöllur Born Tms IMG 2413 Stor

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á. Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að af þeim 13 þjónustuþáttum sem mældir eru er Vestmannaeyjabær yfir landsmeðaltali í 12 þeirra og við landsmeðaltal í […]

Rannveig ráðin byggingarfulltrúi

Rannveig Ísfjörð Cr

Vestmannaeyjabær hefur ráðið Rannveigu Ísfjörð í starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 4. desember sl.. Umsóknarfrestur var til 23. desember og barst ein umsókn um starfið. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Rannveig hafi lokið B.Sc gráðu í byggingartæknifræði á sviði framkvæmda og lagna frá Háskólanum í Reykjavík árið […]

Ein umsókn um starf byggingarfulltrúa

Ráðhús_nær_IMG_5046

Vestmannaeyjabær auglýsti í lok síðasta árs laust til umsóknar starf byggingarfulltrúa á tæknideild. Fram kom í auglýsingunni að leitað væri að metnaðarfullum aðila sem hefur umsjón með lögum og reglugerðum um að skipulags- og byggingareftirliti sé framfylgt. Starfið felur í sér umsjón og verkefnastjórnun er varðar framkvæmdir sveitarfélagsins. Starfið er á umhverfis- og tæknisviði með […]

Jólakveðja bæjarstjóra

Það er einhver barnsleg gleði sem fylgir aðventunni og jólunum sjálfum ár hvert. Ég hugsa oft til þess þegar ég bjó á Vestmannabrautinni, sem ung stúlka, og við vinkonurnar biðum alltaf spenntar eftir því að bjallan færi upp í Bárugötunni á milli kaupfélagsbúðanna. Þá voru jólin komin í okkar huga. Við höldum mörg hver í […]

Þrettán starfsmenn kvaddir

Sarfsm Kvaddir Vestm Is L

Fyrr í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja starfsfólki sem látið hefur af störfum hjá Vestmannaeyjabæ á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu. Fram kemur á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að Íris hafi fært þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist hvers og eins með nokkrum orðum. Margir þessara starfsmanna höfðu […]

Áætla rúman hálfan milljarð í hagnað

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að tekjur séu varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2025 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstrartekjur eru áætlaðar 9.697 m.kr. og rekstrarútgjöld eru áætluð 9.240 m.kr. á árinu 2025. Sem fyrr eru fræðslu- og […]

Fyrsta skóflustungan tekin á laugardag

Vidbygging Ithrottahus 2024 Vestm Is

Fyrsti áfangi viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina er að fara af stað. Byggingin mun hýsa búningsklefa. Í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fyrsta skóflustungan verði tekin á laugardaginn nk. kl. 10:30. Boðið verður upp á léttar veitingar í anddyri Íþróttamiðstöðvar að skóflustungu lokinni og verða myndir og teikningar af hönnun til sýnis. Allir/öll velkomin, segir í […]

Höfnuðu eina tilboðinu sem barst

Skoflustunga Hasteinsv 2024 IMG 6759

Eitt mál var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær. Málið sem tekið var fyrir er vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hásteinsvelli, en til stendur að setja gervigras á völlinn. Fram kemur í fundargerð að eitt tilboð hafi borist í útboð vegna jarðvinnu og lagna við Hásteinsvöll. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs […]