Ný störf og aukin þjónusta koma inn í fjárhagsáætlun 2026

radhus_vestm_2022

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt óformlegan fund með framkvæmdastjórum sveitarfélagsins á þriðjudag þar sem farið var yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og helstu forsendur hennar. Á fundinum kom fram að óskað hefur verið eftir auknum stöðugildum vegna starfsemi sköpunarhússins, alls um 0,5 stöðugildi. Áætlaður viðbótarrekstrarkostnaður vegna þess nemur um 5,5 milljónum króna á ári. […]

Fallið frá kröfum um eyjar og sker við Reykjavík

Vekur vonir um sátt við Vestmanneyinga „Með bréfi íslenska ríkisins til óbyggðanefndar, dagsettu 12. september 2025, féll ríkið frá öllum kröfum til eyja og skerja sem tilheyra Reykjavíkurborg,“ segir í frétt á mbl.is.Fréttin vekur vonir um að hið opinbera gæti nú ákveðið að draga til baka sambærilegar kröfur gagnvart Vestmanneyingum, þar sem ríkið hefur um árabil reynt […]

Komið að starfslokum hjá Stjána Nínon

Það var mikið um dýrðir í morgunkaffinu á hafnarskrifstofunni í Vestmannaeyjum í morgun. Tilefnið var að Kristján Hilmarsson er að láta af störfum vegna aldurs. „Ég held að þetta séu orðin 13 ár síðan ég byrjaði hjá höfninni,“ sagði Kristján sem flestir þekkja sem Stjána Nínon. Foreldrar hans voru Hilmar Sigurbjörnsson og Jónína Ingibergsdóttir. „Ég verð sjötugur 21. október […]

Rekstur heilsuræktar í formlegt útboð

ithrotta-6.jpg

Útboð vegna uppbyggingar og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð var kært til kærunefndar útboðsmála sem tók þá ákvörðun að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að ráðinu hafi ekki fundist forsvaranlegt gagnvart íbúum sveitarfélagsins að eyða fjármunum og tíma í að láta reyna á […]

Upplýsingar um lundaveiði

lundaveidi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að heimila lundaveiði á tímabilinu 25. júlí til 15. ágúst 2025. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að ráðið leggi ríka áherslu á að veiðistýring taki ávallt mið af ástandi og viðkomu lundastofnsins. Samkvæmt lögum er hefðbundið veiðitímabil lunda frá 1. júlí til 15. ágúst. Réttur til veiða Veiðifélög […]

Leggja allt kapp á að leysa málið

ithrottam

Vestmannaeyjabær hefur sent frá sér tilkynningu vegna heilsuræktar við Íþróttamiðstöð. Þar segir að Vestmannaeyjabær hafi óskað eftir tilboðum í mars/apríl í uppbyggingu og rekstur nýrrar heilsuræktar við Íþróttamiðstöðina og óskaði jafnframt eftir tilboði í rekstur núverandi heilsuræktar þar til ný aðstaða verður tilbúin. Ósk um tilboð í rekstur núverandi heilsuræktar var til að tryggja að […]

Afkoma samstæðunnar yfir áætlun

yfir_bæ_opf_g

Þriggja mánaða uppgjör Vestmannaeyjabæjar var lagt fram á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerð að lögð hafi verið fyrir bæjarráð drög að þriggja mánaða rekstraryfirliti Vestmannaeyjabæjar. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins um 12,3% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 5,4% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu þrjá […]

Reksturinn jákvæður um 597 milljónir

radhus_vestm_2022

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær. Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum að ársreikningurinn sýni glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.509 m.kr. og rekstrargjöld 8.549 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um […]

Nýtt fyrirkomulag við greiðslu og losun á úrgangi

sorp_opf_2024_cro

Frá og með mánudeginum 3. mars gildir ný gjaldskrá Terra, þar sem kostnaður fer eftir magni og flokkun úrgangs. Greiða þarf á staðnum við losun. Þetta segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir jafnframt að í nýjum samningi við Terra um rekstur móttökustöðvarinnar breytist fyrirkomulag losunar úrgangs í samræmi við lög og meginreglur hringrásahagkerfisins. Gjaldskráin er […]

Almenn ánægja með þjónustu bæjarins

Leikvöllur Born Tms IMG 2413 Stor

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á. Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að af þeim 13 þjónustuþáttum sem mældir eru er Vestmannaeyjabær yfir landsmeðaltali í 12 þeirra og við landsmeðaltal í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.