Míla kaupir ljósleiðarkerfi Eyglóar

linuborun_0423

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær tillögu stjórnar Eyglóar ehf., sem er hlutafélag í eigu Vestmannaeyjabæjar, um að ganga að kauptilboði Mílu hf. í ljósleiðarkerfi sem Eygló hefur verið að byggja upp á undanförnum tveimur árum. Kaupverðið er 690 milljónir króna sem felur í sér að útlagður kostnaður við uppbyggingu kerfisins endurheimtist. Þetta kemur fram í […]

Lögðu fram tillögur að úrbótum

IMG_0977

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði. Þar var lögð fram samantekt starfshóps sem bæjarráð Vestmannaeyja skipaði í apríl 2023. Hlutverk hópsins var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þá sérstaklega aðkomu og göngustíga á helstu ferðamannastöðum. Í afgreiðslu bæjarráðs er fulltrúum í starfshópnum þakkað fyrir […]

Enn fást ekki gögn um forsendur hækkunar

„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá […]

Tekist á um geymsluhúsnæði

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf frá stjórn Þekkingarsetursins vegna geymslu í eigu Vestmannaeyjabæjar sem Setrið hefur haft afnot af sl. fimm ár. Kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að nýta geymsluna til eigin nota og fór fram á það við ÞSV að geymslan verði tæmd og afhent Vestmannaeyjabæ. Í framhaldi óskaði Þekkingarsetrið […]

Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]

Samþykkt að fjölga leikskólaplássum

Kirkjugerdi_vidbygging_20240401_165546_min

Leikskóla og daggæslumál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni. Fyrir bæjarráði lágu drög að minnisblaði frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðni fræðsluráðs um að koma upp annarri leikskóladeild við Kirkjugerði. Í minnisblaðinu gera framkvæmdastjórarnir grein fyrir framkvæmda-, stofn- og rekstrarkostnaði við nýja sambærilega deild og […]

Tvískipt sorpílát keyrð út í næstu viku

Kubbur Sorp

Í næstu viku, dagna 26.-30. ágúst verður keyrt út tvískiptum sorpílátum við flest heimili og verður brúna tunnan fjarlægð í staðinn. Settar verða viðeigandi merkingar á sorpílát til að gefa til kynna hvaða sorpflokkur fer í hvert sorpílát. Ef festingar eru á brúnu sorpílátunum þá biðjum við bæjarbúa að vera búin að fjarlægja það af […]

Biluð fráveitulögn orsökin fyrir ólykt og fuglageri

20240813 142415

Fólk sem átti leið um bryggjurnar tók eftir töluverðu fuglageri sunnan við Kleifar í dag. Samkvæmt tíðindamanni Eyjafrétta er einnig töluverð ólykt þarna nærri. Ástæðan er bilun í fráveitulögn. „Það bilaði bráðabirgðaviðgerð á einni fráveitulögn sem liggur undir höfnina og yfir á Eiðið. Farið verður í að laga þetta í fyrramálið.“ segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri […]

Fleiri hús á ljósleiðaranet Eyglóar

linuborun_0423

Á vef Vestmannaeyjabæjar er tilkynning um fleiri hús sem til tilbúin eru til tengingar á ljósleiðaranet Eyglóar. Íbúar þessa húsa geta nú haft samband við þá internetþjónustu sem þeir vilja hafa viðskipti við og pantað hjá þeim ljósleiðaratengingu við sitt hús. Hólagata 31 Hólagata 32 Hólagata 33 Hólagata 34 Hólagata 36 Hólagata 37 Hólagata 38 […]

Úrbætur á leiðum að vinsælum stöðum

Á fundi bæjarráðs 30. júlí sl. lá fyrir samantekt innviðauppbyggingarnefndar um stöðu innviða m.t.t. ferðaþjónustu og tillögur að úrbótum. Bæjarráð tók á síðasta ári ákvörðun um að skipa sérstakan starfshóp sem hefði það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Ætti þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í […]