Gert er ráð fyrir sex til tíu deilda leikskóla á svæðinu – Ekki fyrstu tillögurnar
Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var lagt fram til auglýsingar tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015 til 2035. Er það vegna breyttra marka landnotkunarreita og skilmála við Malarvöll og Löngulág. Málið var kynnt á vinnslustigi og bárust engar efnislegar athugasemdir sem snéru að tillögu að breyttu aðalskipulagi. Er tillagan því óbreytt utan kafla um málsmeðferð. Umhverfis- og skipulagsráð hafði fyrir sitt leyti samþykkt að auglýsa tillöguna og vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar.
„Malarvöllurinn í Vestmannaeyjum er í miðri íbúðarbyggð Heimaeyjar nálægt samfélagslegum þjónustuinnviðum svo sem grunnskóla og framhaldsskóla. Langalág er útivistarsvæði ofan við Malarvöllinn og hefur svæðið einnig verið nýtt til gróðurræktunar,“ segir í skýrslunni og vísað til aðalskipulags Vestmannaeyja 2015 til 2035 þar sem malarvöllurinn er skilgreindur sem íbúðarbyggð. Þar er gert ráð fyrir 110 íbúðum.
Fjölbreytni
Framkvæmdir við gerð malarvallarins hófust árið 1954 og var hann í áraraðir helsti íþróttavöllur bæjarins fyrir fótbolta og frjálsar íþróttir. Auk þess hefur álfabrennan á þrettándahátíðinni verið á vellinum undanfarin ár. Haustið 2022 var auglýst eftir aðilum til að móta hugmyndir að forhönnun svæðisins og voru fimm ráðnir til verkefnisins. Hönnun arkitektastofunnar Trípólí þótti fanga markmið skipulagsins best auk þess að skapa aðlaðandi hverfisanda og gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði sem ekki er til staðar í Vestmannaeyjum í dag. Markmiðið er að skapa íbúðarbyggð með fjölbreyttum húsagerðum og blandaðri byggð. Með góðum tengingum við þjónustu og aðliggjandi íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir sex til tíu deilda leikskóla á svæðinu.
Langalág verður áfram útivistarsvæði og verður skipulagi svæðisins breytt svo það nýtist betur. Markmið Vestmannaeyjabæjar er að byggð á umræddu svæði myndi samfellt og eðlilegt framhald af aðlægum reitum og bjóði upp á eftirsótta búsetukosti og umhverfisgæði fyrir íbúa. Vegna þessara áforma þarf að gera breytingu á Aðalskipulagi sem nær til landnotkunarreita á svæðinu.
Þjóðfélagslegar breytingar
Vísað er til þess að töluvert hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum og íbúum fjölgað. Færri séu á hverju heimili og breyttar kröfur kalli á meira húsnæði. Einnig hafi tilkoma Landeyjahafnar aukið eftirspurn eftir orlofshúsnæði í Vestmannaeyjum. „Í apríl 2024 voru fáar lóðir fyrir einbýlishús í boði og engar fyrir fjölbýli og raðhús,“ segir í skýrslunni.
Er því spáð íbúar Vestmannaeyja geti verið um 5.100 íbúar árið 2035 en í ársbyrjun 2024 voru íbúar 4.444 talsins. Eru í dag komnir yfir 4600.
Breyting á aðalskipulagi tekur mið af líklegri fjölgun íbúa í Vestmannaeyjum og einnig af lýðfræðilegri þróun og breyttum þörfum íbúa. Skipulagið gerir sérstaklega ráð fyrir búsetukostum fyrir ungar fjölskyldur og fyrir fullorðna íbúa sem huga að því að minnka við sig eða vilja búa á einni hæð.
Deiliskipulagsáætlanir
Samhliða breyttu aðalskipulagi er unnið að deiliskipulagi fyrir svæðið. Deiliskipulagið er unnið á grunni vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar sem kynnt var í kafla 1.1 og eru eftirfarandi markmið og áherslur höfð að leiðarljósi.
Skilmálar:
Gert er ráð fyrir einbýli, raðhúsum og litlum fjölbýlishúsum, allt að tveimur hæðum. Stærri fjölbýlishús með lyftu á allt að fimm hæðum þar sem fimmta hæðin er upphækkað ris. Gert er ráð fyrir allt að 110 íbúðum. Í deiliskipulagi skal leggja áherslu á fjölbreyttar íbúðir með góðu aðgengi og hagkvæma húsnæðiskosti.
Gert er ráð fyrir bílakjöllurum fyrir raðhús og fjölbýlishús. Gera skal ráð fyrir hleðsluinnviðum í deiliskipulagi. Við deiliskipulag og hönnun bygginga skal huga að skjólgóðum og sólríkum dvalarsvæðum á sameiginlegum svæðum og fyrir hverja íbúð. Einnig skal huga að ásýnd, lýsingu, gróðri og uppbroti bygginga. Í deiliskipulagi skal setja skilmála sem stuðla að myrkurgæðum innan hverfisins og aðliggjandi hverfa.
Gera skal ráð fyrir blágrænum ofanvatnslausnum og útfæra sérstaklega í deiliskipulagi. Við deiliskipulagsgerð skal huga að aðstöðu til virkra ferðamáta sem og að takmarka umferðarhraða og tryggja öryggi á gatnamótum í og við hverfið.
Sex vikna frestur
Umsagnir um lýsinguna bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, HS Veitum, og Vegagerðinni og voru umsagnirnar hafðar til hliðsjónar við gerð tillögunnar en var ekki svarað með formlegum hætti.
Tillagan er nú auglýst, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar, og birt í Skipulagsgátt og send umsagnaraðilum með sex vikna athugasemdafresti. Tillagan verður einnig auglýst í dagblöðum og vefmiðlum bæjarmiðla í Vestmannaeyjum og höfð til sýnis í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs í Ráðhúsi Vestmannaeyja, Kirkjuvegi 50.
Bæjarstjórn mun fjalla um þær athugasemdir sem kunna að berast og svara þeim og gera breytingar á tillögunni ef tilefni er til. Að því loknu verður tillagan samþykkt í bæjarstjórn og send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfest aðalskipulagsbreyting tekur að lokum gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Ekki í fyrstu tillögurnar
Í ágúst 2011 mótmæltu kaupmenn Vestmannaeyjum hugmyndum um verslunarkjarna í Löngulág. Í frétt Eyjafrétta 11. ágúst 2011 er frétt undir fyrirsögninni: -Verður til þess að eyðileggja miðbæinn.
„Margir hafa lagt mikið undir til að byggja hann upp, segir formaðurinn Félag kaupsýslumanna í Véstmannaeyjum skilaði í síðustu viku inn undirskriftalistum sem lágu í nokkrum verslunum í miðbænum vegna hugmynda um verslunarhúsnæði við Löngulág.
Alls skrifuðu 845 manns undir en Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir, formaður félagsins, afhenti Gunnlaugi Grettissyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja og forseta bæjarstjómar, listann.
„Við vorum að mótmæla því að deiliskipulagið gengur allt út á að byggður sé verslunarkjarni við Löngulág og við viljum meina að það verði til þess að eyðileggja miðbæinn. Það eru margir búnir að leggja mikið undir til að byggja hann upp og við teljum að með þessu verði það eyðilagt,” sagði Gréta þegar hún var spurð um undirskriftalistana.
Seinna komu fram tillögur um blandaða byggð á svæðinu.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst