Eitt mál var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær. Málið sem tekið var fyrir er vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hásteinsvelli, en til stendur að setja gervigras á völlinn.
Fram kemur í fundargerð að eitt tilboð hafi borist í útboð vegna jarðvinnu og lagna við Hásteinsvöll. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs lagði til við ráðið að hafna tilboðinu þar sem það er verulega yfir kostnaðaráætlun. Framkvæmdastjóri lagði einnig til að fara aftur í útboð sem fyrst.
Ráðið samþykkti tillögu framkvæmdastjóra um að hafna framkomnu tilboði og fól honum að bjóða verkið út að nýju.
Myndin er tekin í byrjun mánaðarins þegar Erlingur Guðbjörnsson, formaður framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja tóku fyrstu skólfustungurnar að verkinu auk iðkenda ÍBV.
Þessu tengt: Hásteinsvöllur: Ekki gert ráð fyrir hitalögnum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst