Í dag voru teknar fyrstu skóflustungurnar af grasinu á Hásteinsvelli. Grasi sem lagt var árið 1992. Til stendur að leggja nýtt gervigras á völlinn. Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir tilboðum í verkið sem felst í jarðvinnu við frágang á yfirborði og lagnir í jörð vegna gervigrasvallar og svæða undir komandi vallarlýsingarmöstur.
Skóflustungurnar tóku þau Erlingur Guðbjörnsson, formaður framkvæmdaráðs Vestmannaeyjabæjar, Ísey María Örvarsdóttir, Birgir Niels Birgisson leikmenn ÍBV og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fleiri myndir frá Hásteinsvelli í dag má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst