Skóflustunga vegna upphafsframkvæmda gervigrasvallar á Hásteinsvelli var tekin fyrsta dag nóvember. Framkvæmdir vegna jarðvinnu og lagna er í útboðsferli en tilboð voru opnuð þann 7. nóvember sl. Eyjafréttir óskuðu eftir að fá kostnaðaráætlun fyrir verkið en hún verður ekki gerð opinber strax.
„Kostnaðaráætlun verður birt með tilboðum eftir opnun þeirra og verður aðgengilegt eftir næsta fund framkvæmda- og hafnarráðs,”
segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjafréttir.
Aðspurður um hvort ekki verði settar hitalagnir undir völlinn svarar Brynjar því til að sé ekki gert ráð fyrir hitalögnum í útboðsgögnum. „Bara lagnir undir völlinn með tengikistum er áætlaður um 35-40 m.kr.” segir hann spurður um áætlaðan kostnað við slíka framkvæmd. Er Brynjar er spurður um hvenær áætlað sé að bjóða út flóðlýsingu segir hann að slík lýsing verði við völlinn og verður það boðið út á næsta ári.
Hvenær er áætlað að framkvæmdir hefjist og hvenær á völlurinn að verða leikfær? Ég áætla að framkvæmdir hefjist í nóvember/desember. Stefnt er að völlurinn verði leikfær 1. maí.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst