Telja tafirnar óásættanlegar

20220306_154436 1

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir þær miklu tafir sem orðnar eru á framkvæmdum á svokallaðri Rauðagerðislóð á Boðaslóð, en ekkert hefur verið framkvæmt þar síðan lóðinni var úthlutað. Forsaga málsins er sú að bæjarráð samþykkti í byrjun mars árið 2022 að ganga til samninga við Steina og Olla ehf. um uppbyggingu á reitnum að undangegnu tilboðs- […]

Unnið er að aðgerðaráætlun

IMG_4816

Verkefnastjóri öldrunarþjónustu og framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynntu stöðu öldrunarþjónustu Verstmannaeyjabæjar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Fram kemur í fundargerð að verkefni þjónustunnar sé í stöðugri þróun. Unnið er að aðgerðaráætlun þar sem skerpt er á þjónustunni og áherslum hennar. Um 145 þjónustuþegar nýta stuðningsþjónustu og 51 fá að jafnaði heimsendan mat. Vestmannaeyjabær […]

Fulltrúar Byggðastofnunar komu færandi hendi

Byggdast I Heimsokn Vestm Is C

Starfsfólk og stjórnarmenn Byggðastofnunar voru á ferð í Eyjum ásamt Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS. Greint er frá heimsókninni á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir að þau hafi komið í heimsókn í Ráðhúsið og kynntu þau Byggðastofnun og verkefni hennar sem eru margvísleg, áhugaverð og þörf. Heimasíða stofnunarinnar er öflug og þar eru mælaborð með ýmiss konar […]

Míla kaupir ljósleiðarkerfi Eyglóar

linuborun_0423

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær tillögu stjórnar Eyglóar ehf., sem er hlutafélag í eigu Vestmannaeyjabæjar, um að ganga að kauptilboði Mílu hf. í ljósleiðarkerfi sem Eygló hefur verið að byggja upp á undanförnum tveimur árum. Kaupverðið er 690 milljónir króna sem felur í sér að útlagður kostnaður við uppbyggingu kerfisins endurheimtist. Þetta kemur fram í […]

Lögðu fram tillögur að úrbótum

IMG_0977

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði. Þar var lögð fram samantekt starfshóps sem bæjarráð Vestmannaeyja skipaði í apríl 2023. Hlutverk hópsins var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þá sérstaklega aðkomu og göngustíga á helstu ferðamannastöðum. Í afgreiðslu bæjarráðs er fulltrúum í starfshópnum þakkað fyrir […]

Enn fást ekki gögn um forsendur hækkunar

„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá […]

Tekist á um geymsluhúsnæði

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf frá stjórn Þekkingarsetursins vegna geymslu í eigu Vestmannaeyjabæjar sem Setrið hefur haft afnot af sl. fimm ár. Kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að nýta geymsluna til eigin nota og fór fram á það við ÞSV að geymslan verði tæmd og afhent Vestmannaeyjabæ. Í framhaldi óskaði Þekkingarsetrið […]

Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]

Samþykkt að fjölga leikskólaplássum

Kirkjugerdi_vidbygging_20240401_165546_min

Leikskóla og daggæslumál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni. Fyrir bæjarráði lágu drög að minnisblaði frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðni fræðsluráðs um að koma upp annarri leikskóladeild við Kirkjugerði. Í minnisblaðinu gera framkvæmdastjórarnir grein fyrir framkvæmda-, stofn- og rekstrarkostnaði við nýja sambærilega deild og […]

Tvískipt sorpílát keyrð út í næstu viku

Kubbur Sorp

Í næstu viku, dagna 26.-30. ágúst verður keyrt út tvískiptum sorpílátum við flest heimili og verður brúna tunnan fjarlægð í staðinn. Settar verða viðeigandi merkingar á sorpílát til að gefa til kynna hvaða sorpflokkur fer í hvert sorpílát. Ef festingar eru á brúnu sorpílátunum þá biðjum við bæjarbúa að vera búin að fjarlægja það af […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.