Telja tafirnar óásættanlegar

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir þær miklu tafir sem orðnar eru á framkvæmdum á svokallaðri Rauðagerðislóð á Boðaslóð, en ekkert hefur verið framkvæmt þar síðan lóðinni var úthlutað. Forsaga málsins er sú að bæjarráð samþykkti í byrjun mars árið 2022 að ganga til samninga við Steina og Olla ehf. um uppbyggingu á reitnum að undangegnu tilboðs- […]
Unnið er að aðgerðaráætlun

Verkefnastjóri öldrunarþjónustu og framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynntu stöðu öldrunarþjónustu Verstmannaeyjabæjar á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Fram kemur í fundargerð að verkefni þjónustunnar sé í stöðugri þróun. Unnið er að aðgerðaráætlun þar sem skerpt er á þjónustunni og áherslum hennar. Um 145 þjónustuþegar nýta stuðningsþjónustu og 51 fá að jafnaði heimsendan mat. Vestmannaeyjabær […]
Fulltrúar Byggðastofnunar komu færandi hendi

Starfsfólk og stjórnarmenn Byggðastofnunar voru á ferð í Eyjum ásamt Bjarna Guðmundssyni, framkvæmdastjóra SASS. Greint er frá heimsókninni á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir að þau hafi komið í heimsókn í Ráðhúsið og kynntu þau Byggðastofnun og verkefni hennar sem eru margvísleg, áhugaverð og þörf. Heimasíða stofnunarinnar er öflug og þar eru mælaborð með ýmiss konar […]
Míla kaupir ljósleiðarkerfi Eyglóar

Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti í gær tillögu stjórnar Eyglóar ehf., sem er hlutafélag í eigu Vestmannaeyjabæjar, um að ganga að kauptilboði Mílu hf. í ljósleiðarkerfi sem Eygló hefur verið að byggja upp á undanförnum tveimur árum. Kaupverðið er 690 milljónir króna sem felur í sér að útlagður kostnaður við uppbyggingu kerfisins endurheimtist. Þetta kemur fram í […]
Lögðu fram tillögur að úrbótum

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði. Þar var lögð fram samantekt starfshóps sem bæjarráð Vestmannaeyja skipaði í apríl 2023. Hlutverk hópsins var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þá sérstaklega aðkomu og göngustíga á helstu ferðamannastöðum. Í afgreiðslu bæjarráðs er fulltrúum í starfshópnum þakkað fyrir […]
Enn fást ekki gögn um forsendur hækkunar

„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá […]
Tekist á um geymsluhúsnæði

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf frá stjórn Þekkingarsetursins vegna geymslu í eigu Vestmannaeyjabæjar sem Setrið hefur haft afnot af sl. fimm ár. Kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að nýta geymsluna til eigin nota og fór fram á það við ÞSV að geymslan verði tæmd og afhent Vestmannaeyjabæ. Í framhaldi óskaði Þekkingarsetrið […]
Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]
Samþykkt að fjölga leikskólaplássum

Leikskóla og daggæslumál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni. Fyrir bæjarráði lágu drög að minnisblaði frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðni fræðsluráðs um að koma upp annarri leikskóladeild við Kirkjugerði. Í minnisblaðinu gera framkvæmdastjórarnir grein fyrir framkvæmda-, stofn- og rekstrarkostnaði við nýja sambærilega deild og […]
Tvískipt sorpílát keyrð út í næstu viku

Í næstu viku, dagna 26.-30. ágúst verður keyrt út tvískiptum sorpílátum við flest heimili og verður brúna tunnan fjarlægð í staðinn. Settar verða viðeigandi merkingar á sorpílát til að gefa til kynna hvaða sorpflokkur fer í hvert sorpílát. Ef festingar eru á brúnu sorpílátunum þá biðjum við bæjarbúa að vera búin að fjarlægja það af […]