Flamingo fagnar 35 árum

Tískuvöruverslunin Flamingo fagnar í dag 35 ára starfsafmæli verslunarinnar, en Flamingo hefur sett svip sinn á klæðaburð Vestmannaeyinga síðastliðin 35 ár og hefur ávallt boðið upp á fjölbreytt úrval og framúrskarandi þjónustu. Blásið verður til veislu í kvöld, miðvikudag frá kl. 19-22. Boðið verður upp á tískusýningu þar sem kynntar verða helstu nýjungar og verður […]

Fjármál við starfslok

isb-ambient_6

Opinn fræðslufundur verður um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er: • Hvenær og hvernig er best að sækja lífeyri og séreignarsparnað ? • Skattamál • Skipting lífeyris með maka • Greiðslur og skerðingar Fundurinn fer fram í Akóges salnum í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 20 […]

Minningarstund um fórnalömb umferðarslysa

DSC 5668 Minningardagur Umferdarslys 2023 Op 2

Á morgun verður minningarstund í Landakirkju um fórnalömb umferðarslysa. Árið 2005 ákváð allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að helga þriðja sunnudag í nóvember ár hvert minningu þeirra sem látist hafa í umferðarslysum, samstöðu með þeim sem glíma við fötlun og örkuml sem afleiðing umferðarslysa, umhyggju um aðstandendur þeirra, sem og um löggæslu, sjúkralið og aðra þá sem […]

Feta dægurlagasögu heimsins

ludr

Lúðrasveit Vestmannaeyja mun halda sína árlegu hausttónleika í Hvítasunnukirkjunni, laugardaginn 9.nóvember nk. kl.16.00. Löng hefð er fyrir þessum tónleikum Lúðrasveitarinnar að hausti og eru þeir jafnan stærstu tónleikarnir hvert ár. Þetta árið þá hefur Lúðrasveitin ákveðið að feta dægurlagasögu heimsins og taka bæði gömul og önnur minna gömul lög og er óhætt að fullyrða að […]

Framboðsfundur í Eyjum

Kjorkassi Stor

Opinn fundur verður haldinn með oddvitum allra stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Fundurinn verður haldinn í Höllinni miðvikudaginn 13. nóvember kl. 17:30, húsið opnar kl. 17:00. Fundurinn er haldinn í samvinnu Vestmannaeyjabæjar, Eyjafrétta og Tíguls. Oddvitar flokkana eru: Halla Hrund Logadóttir – Framsóknarflokkurinn Guðbrandur Einarsson – Viðreisn Guðrún Hafsteinsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn Ásthildur Lóa Þórsdóttir – Flokkur fólksins […]

Ljósaganga á Eldfell

Eldfell Yfir Cr

Á miðvikudaginn næstkomandi verður Bleiki dag­ur­inn haldinn. Krabbameinsfélagið hvetjur landsmenn til að vera bleik – fyrir okkur öll og bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Í Vestmannaeyjum stendur til að halda ljósagöngu í tilefni dagsins. „Við stefnum […]

Geðlestin í safnaðarheimilinu í kvöld

Geðlestin

Í tilefni af Gulum september ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og […]

Októberfest í Höllinni næsta laugardag

„Við störtum haustinu með stæl. Breytum Höllinni í München og er þetta tilvalið fyrir starfsmannahópa og hvern sem er til að skemmta sér eftir sumarið,“ segja Hallarbændurinir, Svanur og Daníel og benda á að nú eru aðeins átta dagar í þessa miklu veislu, sem verður laugardaginn 14. september. Matti Matt, Ásgeir Páll partýstjóri, hinn þýskættaði […]

Mari Järsk hleypur í Eyjum

Mari J Ads 24 C

Hlauparinn Mari Järsk verður meðal þátttakenda í Vestmannaeyjahlaupinu sem fram fer á laugardaginn nk. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, en hún hefur þrisvar tekið þátt í The Puffin Run. Skráning í Vestmannaeyjahlaupið fer fram hér. Mari er gríðarlega reyndur hlaupari og stóð til að mynda uppi sem sigurvegari í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa […]

Samfylking heldur opna fundi um húsnæði og kjaramál

KRISTRUN JOHANN HRINGFERD MYND

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður boða til opins fundar í Vestmannaeyjum 7. september. „Við hlökkum til að eiga samtöl við heimamenn um húsnæðismálin, kjörin og málefni fjölskyldna,“ segir Kristrún en fundirnir eru liður í umfangsmiklu málefnastarfi flokksins um allt land. Málin verða rædd yfir ljúffengri súpu á Tanganum í Vestmannaeyjum laugardaginn 7. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.