Tískuvöruverslunin Flamingo fagnar í dag 35 ára starfsafmæli verslunarinnar, en Flamingo hefur sett svip sinn á klæðaburð Vestmannaeyinga síðastliðin 35 ár og hefur ávallt boðið upp á fjölbreytt úrval og framúrskarandi þjónustu.
Blásið verður til veislu í kvöld, miðvikudag frá kl. 19-22. Boðið verður upp á tískusýningu þar sem kynntar verða helstu nýjungar og verður 35% afsláttur af öllum vörum ásamt léttum veitingum fyrir gesti og gangandi.
Eyjafréttir óskar Flamingo innilega til hamingju með 35 árin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst