Á morgun verður minningarstund í Landakirkju um fórnalömb umferðarslysa.
Árið 2005 ákváð allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að helga þriðja sunnudag í nóvember ár hvert minningu þeirra sem látist hafa í umferðarslysum, samstöðu með þeim sem glíma við fötlun og örkuml sem afleiðing umferðarslysa, umhyggju um aðstandendur þeirra, sem og um löggæslu, sjúkralið og aðra þá sem að slysunum koma og sinna þeim sem eftir lifa. Þetta er mikilvæg áminning um stórfelldan samfélagsvanda sem snertir okkur öll.
Nálægðin skapar samhug og samlíðan, sem verður styrkur þessa samfélags sem við eigum saman. Það skiptir einmitt máli á erfiðum og krefjandi stundum – að við séum fyrir hvort annað, bæði hér í Eyjum og um allt land.
Viðbragsaðilar hér í Eyjum munu setja sterkan svip á samveruna og kirkjugestum gefst tilefni til að kveikja á kerti til fyrirbæna eða minningar um þau sem látist hafa í umferðarslysum. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Minningarstundin er eins og áður segir í Landakirkju á morgun, sunnudag kl. 13.00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst