Emmi minn, hvað heitirðu?

Elmar Hrafn Óskarsson er með marga hatta til skiptanna og ber jafnvel fleiri en einn samtímis ef svo ber undir. Vandalaust er til að mynda að vera verkstjóri í botnfiskvinnslu og hafa um leið Manchester United sem staðfastan ástmög sinn. Vandalaust er líka að ræða um gæðastjórnun við Binna framkvæmdastjóra eða Sverri Haralds, sviðsstjóra á botnfisksviði, […]

Nótasaumur og kristileg heiðríkja

Netagerðarmenn Hampiðjunnar í Vestmannaeyjum hafa lokið við að yfirfara og sauma saman loðnunót handa Ísleifi VE. Núna eftir hádegi í dag (11. febrúar) var hún tekin um borð í skipið. Þar með var veiðarfærið klárt fyrir túr á loðnumiðin. Reyndar kom öll áhöfn Ísleifs líka að verkefninu með Eyjólf Guðjónsson skipstjóra í broddi fylkingar. Augljóst […]

Marhólmar fagna tíu ára afmæli

„Við Hilmar stofnuðum Marhólma 9. febrúar 2012, skipulögðum starfsemina næstu mánuði, framleiddum masago úr gæðahrognum frá Vinnslustöðinni í fyrsta gáminn í humarsal VSV í desember 2012 og hófum starfsemi í eigin verksmiðju í mars 2013. Þetta byrjaði með fullvinnslu loðnuhrogna og síðar komu síld og þorskhrogn til sögunnar. Fullvinnsla síldar heyrir sögunni til í bili en við […]

Kiddi Týr setti upp heimastjórnstöð fyrir bræðsluna í kóvíd-einangrun 

„Við höfum unnið á tvískiptum vöktum allan sólarhringinn frá því 10. janúar og ég reikna með að á loðnuvertíðinni allri gangi bræðslan í um 100 sólarhringa. Þetta er alvöru vertíð og mikill atgangur hjá okkur eins og vera ber.“ Magnús Kristleifur Magnússon, annar tveggja vaktformanna í stjórnstöð Fiskimjölsverksmiðju VSV, var kominn á sinn stað að […]

Við upphaf nýs ár – frá framkvæmdastjóra

Ég óska starfsfólki Vinnslustöðvarinnar og Vestmannaeyingum öllum gleðilegs og farsæls árs með þökk fyrir samstarf og samskipti á liðnum árum. Hver er sinnar gæfu smiður og gæfusmiðir fyrirtækis eru starfsfólk þess. Það sannaðist enn og aftur í tilviki Vinnslustöðvarinnar á árinu 2021. Áskoranir af ýmsu tagi tilheyra amstri dagsins en stærstu áskoranir undanfarinna tveggja ára […]

Jólasíldarvals VSV 2021

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar var afhent starfsmönnum við hátíðlega athöfn í gær og þar með er hægt að segja með sanni að glitti í hátíðarnar miklu við sjóndeildarhringinn. Ingigerður Helgadóttir, flokksstjóri í uppsjávarvinnslunni, stýrði afhendingarathöfninni. Hún hefur verið í forystu verkefnishópsins sem hóf undirbúningsstörf í október og skilar lostætinu nú eftir að hafa tekið við hálfu þriðja tonni […]

Huginn á leið til Eyja með fyrstu loðnuna, aðalvél Kap ekki komin í lag

Huginn er lagður af stað af miðunum fyrir norðan land með fyrstu loðnuna til Vestmannaeyja. Skipið er væntanlegt til hafnar seint í kvöld eða í nótt með um 1.800 tonn til bræðslu. Ísleifur er áfram að veiðum norður af Langanesi, kominn með um 1.300 tonn og heldur að líkindum heim á leið í kvöld. Þá […]

Vinnslustöðin orðin eigandi meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Samkeppnisstofnun hefur samþykkt kaup Vinnslustöðvarinnar hf. á 75% hlutafjár í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði. Hólmasker hafði áður keypt allar eignir fiskvinnslufyrirtækisins Stakkholts ehf. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, starfsemin verður eftir sem áður í Hafnarfirði og megináhersla lögð áfram að handflaka ýsu, frysta og selja á markað á austurströnd Bandaríkjanna. […]

Stærstu síldarvertíð í sögu Vinnslustöðvarinnar er lokið

„Ísleifur VE sló botn í veiðarnar á vertíðinni og vaktin í uppsjávarvinnslunni aðfaranótt þriðjudags 30. nóvember lauk við að vinna aflann. Þar með kláraðist vel heppnuð vertíðarlota norsk-íslenskrar síldar og Íslandssíldar. Mér er óhætt að fullyrða að þetta sé stærsta síldarvertíðin í sögu Vinnslustöðvarinnar,“ segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV. Skip félagsins færðu að landi […]

Grunur um kóvídsmit í fiskvinnslu VSV

Grunur leikur á að starfsmaður í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar sé veikur af kórónuveirunni en það fæst ekki staðfest fyrr en eftir helgi. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var virkjuð þegar í stað og í dag voru um 100 starfsmenn í fiskvinnslu og á skrifstofu PCR-prófaðir. Niðurstaða prófana er beðið en þeirra er ekki að vænta fyrr en á morgun […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.