Humarafli sunnudagsins á Breiðafirði framar vonum

„Við fengum humar í flestar gildrur, í nokkrum var ekkert en afli dagsins var í heildina langt framar vonum. Við fengum alla vega staðfest að það er talsvert af humri á þessum slóðum en auðvitað er óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af því sem kom upp í dag. Við freistum gæfunnar víðar á næstu vikum […]

Árshátíð aflýst, út að borða í staðinn

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar er aflýst vegna veirufaraldursins. Samkoman hefði að öllu eðlilegu verið núna í október með annáluðum glæsibrag; dýrindis mat, skemmtiatriðum, dansi og herlegheitum í góðum félagsskap – allt í boði fyrirtækisins handa starfsmönnum og mökum þeirra. Skarðið sem árshátíðin skilur eftir sig í ár verður auðvitað ekki fyllt en svona gerist á síðustu og […]

Myndaveisla í makrílnum og síldinni heilsað

„Kap VE landaði fyrstu síld vertíðarinnar miðvikudaginn 16. september og er farin á ný til veiða fyrir austan. Núna erum við að vinna síldarfarm úr Ísleifi VE. Lokalöndun makrílvertíðarinnar var 7. september úr Ísleifi, síðan tók síldin við,“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Makríllinn hefur ekki verið kvaddur formlega í ár en meiri líkur en […]

VSV fagnar Fishmas-hátíðinni!

Björn Matthíasson, framkvæmdastjóri VSV Seafood Iceland, sölufyrirtækis Vinnslustöðvarinnar, situr í verkefnisstjórn nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenskar sjávarafurðir í Bretlandi undir yfirskriftinni Seafood from Iceland. Að verkefninu standa Íslandsstofa, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og á fjórða tug fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi, tækni og þekkingarmiðlun. Bretlandseyjar eru fyrsta markaðssvæðið sem tekið er fyrir og þar er byrjað að […]

Ungir yfirmenn í áhöfn í Breka

Breki VE kom til hafnar í gærmorgun (þriðjudag 8. september) með 440 kör af góðum afla eftir veiðiferð þar sem rólegt var framan af og bræla en endaði vel í lokin á Þórsbanka. Tíðindum sætir að Gísli Matthías Sigmarsson var í fyrsta sinn yfirvélstjóri á togaranum og í sama túr var Ríkarður Magnússon yfirstýrimaður. Þeir […]

Sverrir Gunnlaugs minntist meistara Vídalíns á 300 ára ártíð biskups

Sæmdarhjónin Kolbrún Þorsteinsdóttir og Sverrir Gunnlaugsson voru heiðursgestir í Þingvallakirkju í gær við athöfn í tilefni af því að nákvæmlega 300 ár voru liðin frá andláti Jóns Skálholtsbiskups Vídalíns (1666-1720). Sverrir var um árabil skipstjóri á togaranum Jóni Vídalín VE og séra Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, sagði í ávarpi í kirkjunni að Sverrir væri […]

Hörkuveiði eftir eltingaleik við makrílinn

„Heldur brösuglega gekk hjá okkur fyrstu tvo sólarhringana. Við leituðum að makríl í Síldarsmugunni, út undir mörkum norskrar lögsögu en fundum lítið. Svo röðuðu skipin sér upp og leituðu skipulega norður eftir, fundu fisk og köstuðu. Margir fengu 400 tonn og allt að 600 tonnum. Hörkuveiði sem sagt á þeim bletti. Þetta er mjög fínn […]

Rokkarinn róaðist og fór í fiskvinnslu

„Orkan í Vestmannaeyjum á vel við mig og náttúrufegurðin höfðar til mín. Ég kom hingað fyrst sem ferðamaður og fann að hér biði mín ævintýri, tækifæri til að prófa eitthvað alveg nýtt í lífinu. Eyjarnar toguðu í mig,“ segir Daniela Götschi, starfsmaður í fiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni. Hún er Svisslendingur að ætt og uppruna og ólst […]

Vinnslustöðvarminningar gúanómálarans Hönnu Kr

Bubbi Morthens mótaði gúanórokkið sem farandverkamaður í fiskvinnslu á sínum tíma, meðal annars í Vinnslustöðinni. Hanna Kristín Hallgrímsdóttir sækir á svipuð áhrifamið í röð mynda sem hún teiknaði og málaði eftir að hafa búið í Eyjum og unnið í Vinnslustöðinni. Þau Bubbi voru meira að segja samtíða eina vertíð hér og bjuggu í verbúð Vinnslustöðvarinnar. […]

Vinnsla um Þjóðhátíðarhelgi í fyrsta sinn í áratugi

Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar fékk áletraða, skreytta og ljúffenga köku með morgunkaffinu í dag. Á henni stóð: Takk fyrir mig. Það er heiti Þjóðhátíðarlagsins 2020 eftir Ingó Veðurguð. Lagið er gott og grípandi, gefið út þótt engin sé samkoman í Herjólfsdal. Starfsfólkið smakkaði þannig á Þjóðhátíð í orðsins fyllstu merkingu og verður að láta duga í ár […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.