Þjóðhöfðingjar í brú Breka

Forsetar Þýskalands og Íslands, Frank-Walter Steinmeier og Guðni Th. Jóhannesson fóru um borð í togarann Breka VE í Vestmannaeyjahöfn í dag og áttu góða stund í brúnni ásamt eiginkonum sínum, Elke Büdenbender og Elizu Reid, og fjölmennu föruneyti. Magnús Ríkarðsson skipstjóri og Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri tóku á móti hinum tignum gestum fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar. […]

Brottrekinn Skagfirðingur í Kleifafrosti

„Ég kom fyrst til Vestmannaeyja á vertíð 1989 og heillaðist strax af staðnum. Hér gott að búa og þegar ég náði mér í Eyjadömuna Ölmu Eðvaldsdóttur var ekki aftur snúið. Annars er ég fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en tel mig vera brottrækan Skagfirðing af því ég er hvorki hestamaður né söngmaður!“ Friðrik Stefánsson starfar […]

Vinnslustöðin kaupir saltfiskvinnslu í Portúgal

Vinnslustöðin hf. hefur keypt saltfiskvinnslufyrirtækið Grupeixe í Portúgal. Frá kaupunum var gengið fyrir helgina og Vinnslustöðin hefur þegar tekið við rekstri portúgalska félagsins. Grupeixe er framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki fyrir saltfisk í borginni Aveiro í norðurhluta Portúgals. Það er meðalstórt í á sínu sviði þar í landi, veltir jafnvirði um 1,8 milljarða króna ári og […]

Fiskur árgangsins ekki veiddur og því ekkert að sýna

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja kynntu sér starfsemina í uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar síðastliðinn miðvikudag, 24. apríl, og fóru fjölfróð og ánægð heim, beint úr kakó- og Prins póló-veislu hjá Eydísi á kaffistofunni! Óskað var eftir því í vetur að krakkarnir fengju að stúdera loðnuna alveg sérstaklega, enda loðna fiskur árgangsins í skólanum. Það fór sem […]

Til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hyggst í sum­ar und­ir­búa og jafn­vel hefja til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur. Humar­inn yrði síðan flutt­ur lif­andi úr landi og boðinn viðskipta­vin­um á veit­inga­hús­um, vænt­an­lega að mestu á meg­in­landi Evr­ópu til að byrja með. Humarkvóti er í sögu­legu lág­marki og kom fram í ræðu sem Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður VSV, flutti á […]

Góðum aflabrögðum fagnað með kökum og kruðeríi

Áhafnir þriggja skipa Vinnslustöðvarinnar fengu um helgina gott með kaffinu um í tilefni af góðum aflabrögðum frá áramótum. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar, mætti um borð með kökur, kruðerí og þakkir frá fyrirtækinu. Áður hefur hér á þessum vettvangi verið greint frá fádæma góðum afla Breka VE í marsmánuði. Hann er í hópi aflahæstu togara landsins […]

Kolmunni snýr hjólum bræðslunnar eftir þriggja mánaða stopp

Kolmunna af miðum við Írland er tekið fagnandi í fiskimjölsverksmiðju VSV. Byrjað var að bræða tæplega 2.000 tonna farm úr Huginn VE að morgni sunnudags 3. mars. Ætla má að sá afli endist verksmiðjunni fram á aðfaranótt miðvikudagsins. „Við höfum lengi beðið eftir því að fá hjólin í gang hjá okkur á nýjan leik. Hér […]

Sindri VE orðinn Campelo 2 í Jakobslandi

Vinnslustöðin hefur selt og afhent nýjum eigendum togarann Sindra VE-60,  útgerðarfyrirtæki í bænum Marin í sjálfstjórnarhéraðinu Galisíu eða Jakobslandi í norðvesturhluta Spánar. Í Galisíu endar einmitt helgigönguleiðin Jakobsvegur sem margir íslenskir göngugarpar þekkja og hafa þrammað. Sindri VE valdi hins vegar sjóleiðina til nýrra heimkynna á slóðum heilags Jakobs og nefnist nú Campelo 2. Sindri […]

Þrjú skipa VSV slysalaus allt síðasta ár

. Mynd: JÓI. Mynd: Jói myndó„Auðvitað er ánægjulegt fyrir mig og áhöfnina að ekkert slys hafi orðið um borð á árinu 2018 sem kostaði fjarveru frá vinnu. Aðalatriðið er samt að halda áfram á sömu braut og fagna helst líka slysalausu árinu 2019. Verkefnið er viðvarandi og kallar á að menn séu vakandi fyrir hættum […]