Þjóðhöfðingjar í brú Breka

Forsetar Þýskalands og Íslands, Frank-Walter Steinmeier og Guðni Th. Jóhannesson fóru um borð í togarann Breka VE í Vestmannaeyjahöfn í dag og áttu góða stund í brúnni ásamt eiginkonum sínum, Elke Büdenbender og Elizu Reid, og fjölmennu föruneyti. Magnús Ríkarðsson skipstjóri og Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri tóku á móti hinum tignum gestum fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar. […]

Brottrekinn Skagfirðingur í Kleifafrosti

„Ég kom fyrst til Vestmannaeyja á vertíð 1989 og heillaðist strax af staðnum. Hér gott að búa og þegar ég náði mér í Eyjadömuna Ölmu Eðvaldsdóttur var ekki aftur snúið. Annars er ég fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en tel mig vera brottrækan Skagfirðing af því ég er hvorki hestamaður né söngmaður!“ Friðrik Stefánsson starfar […]

Vinnslustöðin kaupir saltfiskvinnslu í Portúgal

Vinnslustöðin hf. hefur keypt saltfiskvinnslufyrirtækið Grupeixe í Portúgal. Frá kaupunum var gengið fyrir helgina og Vinnslustöðin hefur þegar tekið við rekstri portúgalska félagsins. Grupeixe er framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki fyrir saltfisk í borginni Aveiro í norðurhluta Portúgals. Það er meðalstórt í á sínu sviði þar í landi, veltir jafnvirði um 1,8 milljarða króna ári og […]

Fiskur árgangsins ekki veiddur og því ekkert að sýna

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja kynntu sér starfsemina í uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar síðastliðinn miðvikudag, 24. apríl, og fóru fjölfróð og ánægð heim, beint úr kakó- og Prins póló-veislu hjá Eydísi á kaffistofunni! Óskað var eftir því í vetur að krakkarnir fengju að stúdera loðnuna alveg sérstaklega, enda loðna fiskur árgangsins í skólanum. Það fór sem […]

Til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hyggst í sum­ar und­ir­búa og jafn­vel hefja til­rauna­veiðar á humri í gildr­ur. Humar­inn yrði síðan flutt­ur lif­andi úr landi og boðinn viðskipta­vin­um á veit­inga­hús­um, vænt­an­lega að mestu á meg­in­landi Evr­ópu til að byrja með. Humarkvóti er í sögu­legu lág­marki og kom fram í ræðu sem Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður VSV, flutti á […]

Góðum aflabrögðum fagnað með kökum og kruðeríi

Áhafnir þriggja skipa Vinnslustöðvarinnar fengu um helgina gott með kaffinu um í tilefni af góðum aflabrögðum frá áramótum. Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisksviðs Vinnslustöðvarinnar, mætti um borð með kökur, kruðerí og þakkir frá fyrirtækinu. Áður hefur hér á þessum vettvangi verið greint frá fádæma góðum afla Breka VE í marsmánuði. Hann er í hópi aflahæstu togara landsins […]

Kolmunni snýr hjólum bræðslunnar eftir þriggja mánaða stopp

Kolmunna af miðum við Írland er tekið fagnandi í fiskimjölsverksmiðju VSV. Byrjað var að bræða tæplega 2.000 tonna farm úr Huginn VE að morgni sunnudags 3. mars. Ætla má að sá afli endist verksmiðjunni fram á aðfaranótt miðvikudagsins. „Við höfum lengi beðið eftir því að fá hjólin í gang hjá okkur á nýjan leik. Hér […]

Sindri VE orðinn Campelo 2 í Jakobslandi

Vinnslustöðin hefur selt og afhent nýjum eigendum togarann Sindra VE-60,  útgerðarfyrirtæki í bænum Marin í sjálfstjórnarhéraðinu Galisíu eða Jakobslandi í norðvesturhluta Spánar. Í Galisíu endar einmitt helgigönguleiðin Jakobsvegur sem margir íslenskir göngugarpar þekkja og hafa þrammað. Sindri VE valdi hins vegar sjóleiðina til nýrra heimkynna á slóðum heilags Jakobs og nefnist nú Campelo 2. Sindri […]

Þrjú skipa VSV slysalaus allt síðasta ár

. Mynd: JÓI. Mynd: Jói myndó„Auðvitað er ánægjulegt fyrir mig og áhöfnina að ekkert slys hafi orðið um borð á árinu 2018 sem kostaði fjarveru frá vinnu. Aðalatriðið er samt að halda áfram á sömu braut og fagna helst líka slysalausu árinu 2019. Verkefnið er viðvarandi og kallar á að menn séu vakandi fyrir hættum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.