Neysluhæft vatn úr sjó

Vinnslustöðin hefur fest kaup á hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Sjó er dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypir í gegnum sig vatnssameindinni H2O. Með öðrum orðum breytist sjór í ferlinu í tandurhreint vatn sem laust er með öllu við bakterí[1]ur, veirur og yfirleitt allt annað en sjálfa vatnssameindina H2O. […]

Fjölmennasta síldarveisla VSV frá upphafi

„Þetta er fjórða síldarveislan á aðventu og sú fjölmennasta frá upphafi. Við höfum skapað skemmtilega hefð sem fellur vel í kramið hjá okkar fólki og öðrum sem mæta,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, í tilefni af afar vel heppnaðri síldarveislu VSV fimmtudaginn 7. desember. „Við bjóðum öllum starfsmönnum í mat og svo mæta líka […]

Metin fuku á árshátíð þar sem allt var á útopnu – myndaveisla

Metin fuku á árshátíð þar sem allt var á útopnu – myndaveislaVið hæfi er að rifja upp gleðina á árshátíð VSV á dögunum með um 500 ljósmyndum sem hér fylgja. Myndir skrökva sjaldnast. Þarna var fjörið, svikalaust. Gestir voru alls 360, metfjöldi á árshátíð fyrirtækisins enda stækkar Vinnslustöðvarfjölskyldan og dafnar. Þannig mætti í fyrsta sinn […]

Nýtt hús rís fyrir saltfisk- og uppsjávarvinnslu VSV

Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast á Vinnslustöðvarreitnum við nýtt tveggja hæða steinhús á tveimur hæðum, alls um 5.600 fermetra, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Nýbyggingin verður L-laga, að hluta í gamla þróarrýminu sem snýr út að Hafnargötu í krikanum þar sem er nýlegur aðalinngangur VSV. […]

Kvaddur með knúsi 2018, kominn á ný í hópinn 2023

Gunnar Páll Hálfdánsson er við svo margar fjalir felldur að úr vöndu er að ráða hvar á að byrja og hvar að enda frásögn af högum hans í lífinu og tilverunni. Tilefni samtals við hann var kynning á sölu- og verkefnastjóra Leo Seafood ehf. en kappinn hafði í svo miklu að snúast að einhverjar vikur […]

Gullberg með 1.400 tonn af eðalmakríl

Gullberg VE kom til Eyja um hádegisbil í dag (sunnudag) með tæplega 1.400 tonn af makríl, 570 gramma fiski, er segir á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Áhöfnin fyllti skipið í lokin með makríl sem tekinn var frá Vinnslustöðvarskipunum Sighvati Bjarnasyni og Hugin á miðunum í Austurdjúpi. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, er hinn lukkulegasti með gang […]

Makríll veiðist á gamalkunnugum slóðum við Eyjar

Gullberg VE kom til hafnar í dag með liðlega 1.100 tonn af makríl sem veiddur var að stórum hluta úti fyrir suðurströndinni. Síðustu 200 tonnin náðust suður af Vestmannaeyjum sem sætir tíðindum, segir Jón Atli Gunnarsson skipstjóri „Við vorum kallaðir inn til löndunar með um 900 tonn en freistuðum gæfunnar á heimleiðinni á grunnköntum við […]

Makríldómur og ráðherraviðhorf

Ragnar Hall lögmaður birti grein í Morgunblaðinu 7. júlí 2023 um makríldóminn sem féll Vinnslustöðinni og Hugin í vil í júní 2023. Hann rekur þar málsatvik og viðhorf fjármálaráðherrans til dómsins alveg sérstaklega. Grein Ragnars Hall – pdf-skjal (meira…)

Gullfiskaeldi á gostímanum

Gullfiskar Dollýar og Þórs Vilhjálmssonar urðu eftir í íbúð þeirra í Eyjum gosnóttina og bjuggu þar í búri sínu allan tímann sem húsbændur þeirra og eigendur voru fjarverandi þegar Heimaeyjargosið varði. Þór og félagar lönduðu annað slagið í Eyjum og hann skrapp þá heim til að gefa eldisfiskunum sínum. Þeir kvörtuðu  ekki en fögnuðu goslokum […]

Gullberg með 850 tonn af makríl

Gullberg VE kom snemma í morgun með fyrsta makrílfarm þessarar vertíðar. Hann veiddist innan lögsögu landsins við suðausturströndina en í fyrra var hann nánast allur veiddur út í Smugu. Gullberg er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um 850 tonn fengust og er fiskurinn yfir 500 grömm. Aflinn er verkaður til manneldis. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.